Feykir


Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 1

Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 1
31 TBL 24. ágúst 2022 42. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 10 BLS. 6 BLS. 7 Alfreð Guðmundsson hefur gefið út bókina Dýrin á Fróni Áhugamál skáldsins og kennarans sameinast í bókinni Blönduósingurinn Inga Suska svarar Tón-lystinni Folsom Prison Blues var fyrsta lagið sem Inga fílaði í botn Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Feykir fjallar um fornleifauppgröft í Skagafirði Gersemar úr öskuhaugum 31 TBL 19. ágúst 2020 40. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS . 6–7 BLS. 4 Olíutankarnir á Króknum teknir niður Nýttir em meltu- geymar á Vestfjörðum BLS. 10 Hrafnhildur Viðars hefur opnað sérhæfða naglasnyrti- stofu á Sauðárkróki Game of Nails Hera Birgisdóttir læknir segir frá degi í lífi brottflutts Saknar íslenska viðhorfsins „þetta reddast“ Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400 www.facebook.com/velavalehf www.facebook.com/velavalehf & 453 88 88 velaval@velaval.is Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga með hita upp á 20 stig og jafnvel meira og að sjálfsögðu stillu norðanlands sem er ávísun á næturdögg. Á mánu- dagsmorgun mátti sjá hvernig áfallið baðaði umhverfið a.m.k. í og við Sauðárkrók. Á Borgarsand- inum höfðu maurköngulær spunnið breiðu af fallegum vefjum svokölluðum vetrarkvíða sem Ingólfur Sveinsson, sá er tók meðfylgjandi mynd, segir sjaldgæfa sjón. Matthías Alfreðsson, skordýrafræð- ingur hjá NÍ segir vetrarkvíða vera náttúrufyrirbrigði sem voðköngulær eru þekktar fyrir að spinna og leggist eins og silki yfir gróður. Blökkuló (Erigone arctica) er dæmi um tegund sem skilur eftir sig slíka þræði. Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands kemur fram að maurkönguló sé tiltölulega sjaldgæf en fundin í öllum landshlutum, e.t.v. algengari um norðanvert landið en á landinu sunnanverðu, á miðhálendinu í Fróðárdal við Hvítárvatn. Maurkönguló finnst í runnum og trjám, einnig í klettum og skriðum, ekki eins hænd að vatni og frænka hennar sveipköngulóin (Larinioides cornutus). Vefurinn er hjóllaga, tengdur milli greina inni í runnum eða utan í þeim eða á milli steina. Hér á landi hafa maurköngulær fundist kynþroska í júlí og ágúst. Almennt Maurkönguló er lítt áberandi þar sem lítið er af henni og hún dylst vel í kjörlendi sínu. Auk þess er vefurinn fíngerður og óáberandi, varla nema um hálfur metri í þvermál ef aðstæður leyfa. Maurkönguló er mjög lík sveip- könguló, þó heldur minni, og er stundum vissara að aðgæta kynfæri til að aðgreina þessar frænkur með vissu. Oftast er afturbolur þó dekkri á maurkönguló og ekki ljós rönd aftur eftir honum miðjum. Miðbakið er að mestu dökkt en ljóst þverbelti sker dökka flekkinn í tvo hluta rétt framan miðju á kvendýrum. Þetta getur þó verið breytilegt. Neðan á afturbol eru tveir svigalaga ljósir blettir eins og á sveipkönguló, og fætur eru sömuleiðis rauðleitir eða rauðgulir með dökkum beltum. Í heiminum eru þekktar um 44.000 tegundir köngulóa, á Íslandi 91 tegund auk slæðinga. /PF Köngulóin sveipar melgresið silki Áfall næturinnar í sólargeislum árdagsins Þessa skemmtilegu mynd tók Ingólfur Sveinsson sl. mánudagsmorgun af maurkönguló sem hafði strengt vef milli melgresisstráa. Sagði hann vefina hafa verið fjölmarga á svæðinu og sagði slíka breiðu vefja sem baðaðir eru næturdögginni kallaða vetrarkvíða. Sáust þeir vel í morgunsárinu áður en döggin hvarf með hækkandi sól. MYND: INGÓLFUR SVEINSSON .f . / l l f l l l l.i VÉLAVAL VARMAHLÍÐ Harmleikur á Blönduósi Atburður s m istir samfélagið djúpt „Það eru dökk ský yfir okk ur núna en með ykk ar hjálp komust við í gegn um þetta sam an,“ sagði m.a. í yfirlýsingu sveitarstjórnar og sveitarstjóra Húnabyggðar sem Guðmundur Haukur Jakobsson flutti á sunnudag. „Samfélagið er í einhvers konar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnar og sveitarstjóra Húnabyggðar. Á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sem fer með for- ræði rannsóknar skotárásarinnar sem varð á Blönduósi síðastliðna sunnu- dagsnótt, segir að rannsókn lögregl- unnar miði vel. Þar segir jafnframt að til rannsóknar sé meðal annars hvernig andlát skot- mannsins hafi borið að en talið er að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós. Pari, sem einnig var í húsinu er voðaverkin áttu sér stað, var sleppt úr haldi að loknum skýrslutökum, vett- vangsrannsókn og öðrum rannsóknar- aðgerðum og ekki gerð krafa um gæslu- varðhald í málinu. Líðan þess er varð fyrir skoti og liggur á sjúkrahúsi er eftir atvikum og ljóst að áverkar hans eru alvarlegir. Þegar Feykir var í undirbúningi fyrir prentun hafði lögreglan ekki gefið út nýjar upplýsingar um málið frá mánudegi þar sem sagði að hún myndi ekki veita frekari upplýsingar um rann- sókn málsins að svo stöddu. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra kemur fram að um kl. hálfsex á sunnudagsmorgun barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að skotvopni hefði verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi á Blönduósi og að um alvarlegt tilvik væri að ræða. Lögregla vopnaðist áður en farið var á vettvang, auk þess sem annað viðbragð innan lögreglu var virkjað, þar á meðal vopn- uð sérsveit. Í ljós kom að skotvopni hafði verið beitt gegn tveimur einstaklingum, þar sem einn var látinn og annar særður. Aukinheldur fannst meintur gerandi skotárásarinnar einnig látinn á vett- vangi. Í framhaldi þess að hlúð var að hinum slasaða og vettvangur tryggður var lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra gert viðvart um málið en rann- sókn sakamálsins er í höndum hans sam- kvæmt reglugerð um stjórn lögreglu- rannsókna o.fl. Annað viðbragð var einnig virkjað, þar á meðal áfallateymi Rauða krossins í umdæminu. Hinum slasaða var komið með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Mikil sorg í samfélaginu Fjölmennt var á upplýsingafundi lög- reglunnar sem haldinn var í félags- heimilinu á Blönduósi á mánudags- kvöldið og mikil eining og samhugur hjá fólki. Fánar voru víða dregnir í hálfa stöng í bænum og mikil sorg í sam- félaginu. Í kjölfarið var boðið upp á kyrrðarstund í kirkjunni þar sem Magnús Magnússon, sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli, leiddi stutta bænastund í upphafi. „Svo hafði fólk tækifæri til að kveikja á kertum. Fólk var einfaldlega að sýna hvort öðru styrk og stuðning sem nauðsynlegt er á tímum sem þessum,“ sagði Magnús í samtali við Rúv. Þakka hlýjar kveðjur Börn hjónanna sem urðu fyrir skot- árásinni sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þau biðja fjölmiðla um að virða friðhelgi einkalífs þeirra. Saka þau fjölmiðla um að flytja rangar og villandi fréttir af atvikum og ganga nærri frið- helgi einkalífs þeirra með myndbirt- ingum og síendurteknum hringingum í þau, nánustu vini og ættingja. > framhald á bls. 2

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.