Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 4
Skipulagsnefnd Skagafjarðar
Nestún, parhúsalóðir til úthlutunar
Nestún lóðir 16, 18, 22 og 24 – parhúsalóðir
Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir parhúsalóðir við Nestún á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar fjórar parhúsalóðir nr. 16 (verður
16a og 16b), 18 (verður 18a og 18b), 22 (verður 22a og 22b) og 24 (verður 24a og
24b) við Nestún í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar, dags. 4. maí 2022.
Sótt er um lóðir á vef Skagafjarðar, www.skagafjordur.is, undir Lausar lóðir.
Um umsóknir og úthlutun lóðanna gilda reglur um úthlutun byggingarlóða í
Skagafirði, sem má nálgast á vef sveitarfélagsins undir Reglur og Samþykktir,
Húsnæðis og fasteignamál; https://www.skagafjordur.is/static/files/
Skipulagsmal/2022/reglur-um-uthlutun-loda.pdf. Frestur lóðarhafa til
framkvæmda er skv. 10. gr. úthlutunarreglna.
Einungis er hægt að sækja um eina parhúsalóð og aðra tilgreinda lóð til vara.
Ef um er að ræða einstaklinga skulu þeir leggja inn sameiginlega umsókn
um báðar íbúðir á lóðinni. Dregið verður úr umsóknum
verði fleiri en einn umsækjandi um lóð.
Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Sumarið er tíminn.
Það er besti tíminn og þó fylgir
honum áhætta. Á manna-
mótum og tyllidögum að sumri
viljum við hafa sól í heiði og
logn, svo að fólk njóti sam-
funda í blíðviðri.
Við messu á Ábæ er gott veður,
eða oftast. Þá er það þannig að
þótt lagt sé af stað að heiman í
rigningu er dalurinn baðaður
sól. Veðurspá var heldur
óhagstæð vonum fólks þegar
leið að messunni í ár og skipti
það þó ekki minnstu máli, þar
sem um aldarafmæli helgi-
dómsins var að ræða.
Að þessu sinni rættust vonir
okkar um sólskin í dal ekki. En
dagurinn varð samt hátíðlegur
og gleði öllum þeim, sem lögðu
leið sína fram eftir. Þegar talin
höfðu verið nöfn viðstaddra í
gestabókinni kom nokkuð
merkilegt í ljós, og taldi fólk
það táknrænt. Á hundrað ára
afmælinu áttu hundrað manns
AÐSENT | Dalla Þórðardóttir
Dagur í Austurdal
Afmæli Ábæjarkirkju
nöfn sín í gestabók. Við athöfn-
ina söng kór Flugumýrarsóknar
og Miklabæjarsóknar og organ-
isti var Sveinn Árnason. Með-
hjálpari var Agnar H. Gunnars-
son, en prófastur sr. Dalla
Þórðardóttir prédikaði og þjón-
aði fyrir altari.
Guðjón Samúelsson, arki-
tekt og húsameistari ríkisins
teiknaði Ábæjarkirkju, en
reyndar var teikningu hans
ekki fylgt út í æsar. Guðjón
ætlaði kirkjunni að sameina
steinsteypuna og gamla tímann,
eins og fram kemur í bók Péturs
Ármannssonar, Guðjón Sam-
úelsson, húsameistari, frá árinu
2021:
,,Ábæjarkirkja er einstök í bygg-
ingarsögunni, sem tilraun til að
útfæra byggingarlag íslenskrar
torfkirkju í steinsteypu. Varð-
veittir eru tveir uppdrættir af
misstórum kirkjum á Ábæ,
dagsettir í apríl 1920. Veggir eru
í báðum tilvikum úr steinsteypu
og torfhleðsla utan á lang-
veggjum og torf á þaki. Kirkjan,
sem talin er minnsta guðshús
landsins úr steinsteypu, var reist
eftir minni teikningunni.“
Í lok athafnar var veitt viðtaka
tveimur gjöfum; sr. Ólafur Þór
Hallgrímsson á Mælifelli, fyrr-
um sóknarprestur, gaf kirkj-
unni Biblíu og hjónin Kristín
Jónsdóttir og Þórarinn Eggerts-
son í Hraungerði færðu kirkj-
unni Guðbrandsbiblíu. Þá var
því fagnað að á fyrra ári var
reist um kirkjuna ný girðing,
sem einnig er gjöf frá sr. Ólafi
og að kirkjuhúsið hefur verið
málað, bæði að utan og innan.
Jóhann Kristjánsson og
Valdimar Lárusson, annar mál-
ari og hinn múrari, dvöldu í
dalnum bæði í fyrra og nú fyrr í
sumar við að að lagfæra
steypuskemmdir svo og að
mála veggi, sem og bekki, altari
og fleira. Er kirkjan nú öll
önnur en fyrr og enn frekar
augnayndi þeim sem um
dalinn fara.
Þökk sé þeim, sem hér hafa
verið nefnd, sem og þeim
öðrum sem leyft hafa kirkjunni
að njóta þakklætis síns og
bænasvara.
Þess er enn ógetið að nú hin
síðustu ár hafa hjónin á Hóli í
Lýtingsstaðahreppi, Ásgeir
Valur Arnljótsson og Valgerður
Inga Kjartansdóttir, ásamt sín-
um börnum, séð um að slá
kirkjugarðinn og umhverfi.
Um útsendingar úr kirkju og til
þeirra sem úti sitja, sér sem fyrr
Hróbjartur Jónasson. Þökk sé
þeim.
Að messu lokinni tilheyrir
að koma heim í Merkigil og
þiggja þar messukaffi. Systkin
Helga heitins Jónssonar hafa
árum saman boðið heim í
kaffið og hafa þar farið fremst í
flokki Kristín og Þórarinn, sem
fyrr voru nefnd. Undanfarin
tvö ár hefur ekkert kaffi verið á
Merkigili sökum anna þeirra
hjóna og samkomutakmarkana.
En í ár var drukkið messukaffi
á Merkigili.
Frændsystkin Helga buðu
fram húsið og var allt með fyrri
brag. Í messukaffi miðju voru
sungnar stökur, en það lét Helgi
heitinn einnig oft gera.
Borð svignuðu undir kræs-
ingum, enda var ekki á öðru
von, eins og þau vita sem setið
hafa veislur þar sem konur úr
Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps
sjá um veitingar.
Við heimafólkið þekkjum
veislukostinn gjörla en margt
aðkomið fólk hafði sérstaklega
orð á gómsætum kleinum,
soðnu brauði með laxi, sem það
kvaðst aldrei fá í sínum heima-
högum og ekki voru rjóma-
pönnukökurnar sístar.
Valgerður á Hóli, formaður
kvenfélagsins, tók undir eins
ljúflega í bón um að félagið
tæki að sér undirbúning þessa
dags og alla vinnu. Kann ég
henni og þeim öllum, sem að
komu, innilegar þakkir fyrir.
Ábæjarkirkja á sjálfan messudaginn 31. júlí 2022. MYND: KATARÍNA YLVA LEIFSDÓTTIR
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps. Á myndinni eru frá vinstri: Ragnheiður Jónsdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir, Gloria Simone Kucel, Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, Ása Sóley
Ásgeirsdóttir, sem heldur á Ragnari Loga Þorsteinssyni, syni Gloriu, Valgerður Inga
Kjartansdóttir, Guðbjörg Elsa Helgadóttir og Guðbjörg Valgarðsdóttir.
MYND: DALLA ÞÓRÐARDÓTTIR
Sameinaður kirkjukór Flugumýrarsóknar og Miklabæjarsóknar. Efri röð: Sindri Rögn-
valdsson, Agnar H. Gunnarsson, Hannes Bjarnason, Sveinn Árnason, Kolbrún María
Sæmundsdóttir. Í neðri röð: Þórunn Rögnvaldsdóttir, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir,
Charlotte Kvalvik og Eyrún Anna Sigurðardóttir. MYND: KATARÍNA YLVA LEIFSDÓTTIR.
4 31/2022