Feykir


Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 8

Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 8
hæfi að rekja ferðasögu eðlisfræðibrautar FNV til Póllands vorið 2002. Stærðfræðigreining hefur sjaldnast trekkt að húsfylli og þannig var það á þessum tíma, fámennt en góðmennt. Kristján Bjarni Halldórsson kenndi hópnum á þessum tíma. Honum tókst að kría út styrk fyrir menningar- og fræðsluferð fyrir hópinn. Úr varð að undirritaður, Jón Marz Eiríksson, Kári Arnar Kárason, Palli Kamel, Þorbjörg Snorradóttir, Gísli Sigurðsson og Guðni Hilmarsson, ásamt Kristjáni Bjarna, héldu til Póllands um vorið. Til gamans má geta að Kamel viðnefnið fékk Palli þar sem hárliturinn skipti litum eins og á kameljón. Ferðin hófst 9. mars en af ferðalaginu út er fátt að segja. Þó minnist ég þess að mér þótti nýmæli að fá rauðrófu í matinn í pólska legg flugsins. Við lentum í Varsjá og héldum rakleitt til Kraká þar sem við dvöldum í útjaðrinum næstu daga. Þar hittum við fyrir hópa frá Póllandi, Portúgal, Ítalíu, Grikklandi og Hollandi. Næstu daga var dagskrá þar sem fólk kynntist hvert öðru og hóparnir kynntu menningu síns lands. Í því skyni tókum við með okkur KS hangikjöt og hrærðum saman uppstúf. Hákarlinn var svo með í för. Lambakjötið úr kaupfélaginu rann vel niður en hákarlinn síður. Á kvöldin voru skemmtiatriði með þjóðlegu ívafi. Við kynntum þjóðaríþróttina glímu. Jón Marz hafði þá æft íþróttina um árabil og kunni tökin. Þar sem tvo þarf til í glímu tók undirritaður að sér að klæðast leðurbelti ásamt Jóni. Atriðið var þaulæft: Eftir létt stig fram og til baka skyldi Jón taka hælkrók og leggja andstæðinginn í gólfið. Við stigum á sviðið og fjölþjóðlegur áhorfendaskarinn fylgdist í andakt með þegar þessi spennandi viðureign hófst. Glímukappanum óx þá ásmegin og í stað hins þaulæfða hælkróks tók hann sniðglímu á lofti. Ég hentist upp í loft og flaug um sviðið um stund. En allt sem fer upp kemur niður aftur á hart parket. Þannig endaði það í þetta skiptið og áhorfendur hrifust af þessari glæsilegu íþrótt okkar. Meðan á ferðinni stóð heimsóttum við miðbæ Kraká og þjóðgarðinn í Tatrzanski sem er í fjallgarði við landamærin að Tékklandi. Virkilega fallegt hvoru tveggja og óhætt að mæla með heimsókn. Við skoðuðum einnig útrýmingarbúðirnar í Auschwitz-Birkenau. Þaðan fer enginn ósnortinn. Hópurinn hélt svo heim á leið að viku liðinni og öll komum við nokkuð fróðari heim. - Ég skora á hinn litríka Pál Jens Reynisson að taka við pennanum.. Gunnar Þórðarson afi minn stóð vaktina í lögreglunni á Sauðárkróki með Jóni frá Fagranesi um árabil. Áratugum síðar kynntist ég Jóni Marz, afabarni hans, á skólabekk í FNV. Skemmtileg tilviljun að við höfum báðir nafnið frá öfum okkar. Ég þakka honum fyrir að draga mig út á ritvöllinn og vona að sama skapi að lesendur fyrirgefi honum. Ég bjó fyrstu tuttugu ár ævinnar á Króknum með öllu tilheyrandi: Allir skólarnir, körfubolti með Tindastóli, golf á Nöfunum, Gubbi að kenna tónmennt, dorg á bryggjunni, Skagfirðingabúð, sveitaböll með Geirmundi, skála og syngja! Allur pakkinn nema hestarnir, hef lítið farið á bak. Flutti síðan í bæinn tvítugur og lærði rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ. Kláraði síðan í Banda- ríkjunum og flutti þá á yfirráðasvæði KR þar sem ég bý í dag með þremur börnum og einni konu. En að efninu. Ferðasögur tíðkast nú á síðum Feykis. Það er því við ÁSKORENDAPENNINN | bladamadur@feykir.is Gunnar Sigurðsson brottfluttur Króksari Menningarglíma eðlisfræðinema Gunnar Sigurðsson. AÐSEND MYND Hefur þig einhvern tímann dreymt um að vera einn af riddurum hringborðsins? Eða Merlin sjálfur? Þá er The Resistance: Avalon fyrir þig (og að minnsta kosti fjóra aðra). Byrjað er á að finna viðeigandi spilaborð fyrir fjölda leikmanna og spil sem segja til um hlutverk leikmanna samkvæmt fjölda. Það eru tveir vondir kallar í fimm og sex manna spili, þrír í sjö og átta manna spili og svo loks fjórir í níu og tíu manna spili. Alltaf er einn af góðu köllunum Merlin, sem fær að vita hverjir vondu kallarnir eru og einn af vondu köllunum er launmorðingi sem fær eina tilraun til að drepa Merlin ef góðu kallarnir ná að klára þrjú verkefni. Því næst eru þessi spil stokkuð saman og dreift á leikmenn af handahófi, en mikilvægt er að leikmenn haldi því út af fyrir sig hvaða hlut- verk þeir fá. Einn leikmaður er valinn af handahófi til að byrja sem kóngurinn (fyrsti leikmað- ur), gott er að finna sér einhverja húsreglu fyrir þetta. Einnig fá Feykir skoðar borðspil | bladamadur@feykir.is The Resistance: Avalon Borðspjöld Avalon. Hvaða spjald er notað fer eftir fjölda leikmanna.. MYND TEKIN AF BOARDGAMEGEEK.COM UMSJÓN Ingólfur Örn Friðriksson valinn var sem kóngur velur leikmenn til að fara í verkefni, því næst kjósa allir leikmenn um hvort þeir samþykki þá leikmenn sem kóngurinn valdi, ef teyminu sem kóngurinn vel-ur er hafnað fimm sinnum í röð sigra vondu kallarnir. Þegar teymi hefur verið samþykkt leggja þeir sem valdir voru inn annað af tókst eða tókst ekki spil-unum (muna að góðu kall-arnir geta bara sett tókst spil), sem svo eru stokkuð vel og sýnd. Ef eitt eða fleiri spil eru tókst ekki spil þá tekst verkefnið ekki og vondu kallarnir fá sitt merki á það verkefni, ef ekkert slíkt spil er valið þá tekst verkefnið og góðu kallarnir fá sitt merki á verkefnið. Það eru farin fimm svona verk-efni og markmiðið er að ná þremur með sínu merki (vondu eða góðu kallarnir). Ef vondu kallarnir ná þremur verkefnum þá vinna þeir, en ef góðu kallarnir ná þremur verkefnum fá vondu kallarnir einn séns þar sem launmorð-inginn reynir að ráða Merlin af dögum, ef það tekst vinna vondu kallarnir. Frábært spil í góðum hóp og best að spila það tíu manna. allir leikmenn spil sem segja til um hvort verkefni takist eða ekki, góðu köllunum er bara heimilt að nota spilið sem segir að verkefni takist. Svo fá allir leikmenn kosningaflögur til að kjósa já eða nei. Nú er komið að því að setja hendur inn að miðju borðsins og allir loka augunum. Vondu kallarnir opna svo augun og sjá hvern annan, þeir loka svo augunum og setja þumalinn upp í loftið og Merlin opnar augun. Svo lokar Merlin augunum, þumlar fara niður og allir opna augun. Nú er komið að því að sá sem The Resistance - Avalon FJÖLDI LEIKMANNA: 5 til 10 ÆTLAÐ FYRIR: 13 ára og eldri HÖNNUÐUR: Don Eskridge MYNDSKREYTT AF: Luis Francisco, George Patsouras, Nan Sumana og Rafał Szyma ÚTGEFANDI: Indie Boards & Cards ÚTGÁFUÁR: 2012 8 31/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.