Feykir


Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 9

Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 9
Þriðjudaginn 16. ágúst síðastliðinn var haldinn fræðslu- dagur í Menningarhúsinu Miðgarði. Fræðsluþjónusta Skagafjarðar hefur haldið utan um þennan dag og skipulagt dagskrá í samstarfi við skólana í Skagafirði. Þetta er í ellefta skipti sem fræðsludagur er haldinn í Skagafirði en það hefur þurft að aflýsa fræðsludeginum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldurs. Feykir spurði Selmu Barða- dal, fræðslustjóra á fjölskyldu- sviði Skagafjarðar, út í daginn. „Markmið dagsins er fyrst og fremst að tengja saman allt starfsfólk skólanna í Skagafirði, deila góðu verklagi og stuðla að sem bestu lærdómssamfélagi,“ segir Selma. „Við viljum tengja saman mismunandi skólagerðir og skólastig og nýta þá fag- þekking sem við höfum á okkar svæði sem best. Á fræðsludegi er saman komið allt starfsfólk leik-, grunn- og tónlistarskóla, starfs- fólk fjölskyldusviðs og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Á þessum ellefta fræðsludegi bættist svo starfsfólk Farskól- ans einnig í hópinn.“ Selma segir að dagur sem þessi skili fyrst og fremst aukinni faglegri samvinnu og samstarfi sem leiði til aukinnar samheldni innan skólasamfélagsins á svæðinu. Selma tekur fram að það sé afar gleðilegt að geta hist á ný eftir tveggja ára hlé. Eitt af umfjöllunarefnum dagsins voru ný lög um sam- þættingu þjónustu í þágu barna sem tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið þessara nýju laga er að búa til umgjörð Fræðsludagur í Skagafirði Aukin samheldni innan skólasamfélagsins þolinmæði hefði einkennt starfsmannahópinn á þessum tímum og það hefði verið ómetanlegt fyrir samfélagið allt hve vel tókst að halda skólastarfi gangandi. Hún sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna frá þessu tímabili sýndu fram á samhengi á milli félagslegrar einangrunar vegna covid og vanlíðunar hjá börnum og unglingum, sem segir okkur hvað skólastarfið og þessi daglega rútína barnanna okkar og félagslegt samhengi er mikilvægt. Selma sagðist vera bjartsýn fyrir komandi skólaár og sagði mörg spennandi verk- efni framundan í skólum Skagafjarðar. / IÖF Fræðsludagur var vel sóttur. Skipulagsnefnd Skagafjarðar Birkimelur, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar Birkimelur nr. 25, 27 og 32 – einbýlishúsalóðir Birkimelur nr. 13-15, 17-19 og 21-23 – parhúsalóðir Birkimelur nr. 34-40 – raðhúsalóð Fyrir liggur staðfest deiliskipulag fyrir Birkimel í Varmahlíð með tíu einbýlishúsalóðum, tveimur raðhúsalóðum og þremur parhúsalóðum. Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar þær lóðir sem verða aðgengilegar við 1. áfanga gatnagerðar við Birkimel, einbýlishúsalóðirnar Birkimel 25, 27 og 32, parhúsalóðirnar Birkimel 13-15, 17-19 og 21-23 og raðhúsalóðina Birkimel 34-40 í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar, dags. 4. maí 2022. Sótt er um lóðir á vef Skagafjarðar, www.skagafjordur.is undir Lausar lóðir. Um umsóknir og úthlutun lóðanna gilda reglur um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði, sem má nálgast á vef sveitarfélagsins, undir Reglur og samþykktir, Húsnæðis- og fasteignamál: https://www. skagafjordur.is/static/files/Skipulagsmal/2022/reglur-um-uthlutun-loda.pdf Þess er ekki að vænta að sveitarstjórn samþykki ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar, sbr. grein 1.4, fyrr en að fenginni niðurstöðu í ágreiningsmáli um gildi deiliskipulags svæðisins. Er ágreiningur um það rekinn fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- ogauðlindamála. Frestur lóðarhafa til framkvæmda er skv. 10. gr. úthlutunarreglna. Einungis er hægt að sækja um eina lóð og aðra tilgreinda lóð til vara. Ef um er að ræða einstaklinga skulu þeir leggja inn sameiginlega umsókn um báðar íbúðir á lóðinni. Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um lóð. Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjón- ustu við hæfi án hindrana. Ákvæði laganna miða að því að formfesta samstarf um veitingu þjónustu í þágu farsældar barna og skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða erfiðleikum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þurfa þykir.“ Selma sagði sveitarfélagið standa vel að því leyti að þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra, það er að segja fræðsluþjónusta, frístunda- þjónusta og félagsþjónusta hefði verið samþætt undir eitt fjölskyldusvið árið 2012, sem kæmi sér afar vel nú þegar ný lög væru að boða slíka sam- þættingu í þjónustu. Þegar spurt var um skóla- starfið undanfarin tvö ár sagði Selma það hafa gengið vonum framar í ljósi erfiðra aðstæðna. Hún hrósaði starfsfólki og stjórnendum vel fyrir útsjónar- semi og lausnamiðun á skipu- lagi skólastarfsins, sem oft gat verið mjög flókið vegna takmarkana og sóttvarna. Selma sagði að jákvæðni og Bryndís Þráinsdóttir kynnir Farskólann. MYNDIR: IÖF Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Gefur út Ævisögu asks Ævisaga asks – A journey of a driftwood (ferðalag rekaviðar) er nafnið á litabók sem Byggða- safn Húnvetninga og Stranda- mann gaf út nú í sumar. Þar er velt fyrir sér hvaða sögu gamall askur hefði að segja ef hann gæti tjáð sig; smíðaður úr rekaviðardrumbi sem gæti rakið sögu sína heim til Síberíu þar sem ferðalag hans hófst. Það er Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri sem skrifar texta bókarinnar en Sigríður Ævars- dóttir gerði myndirnar sem prýða hana. Gunnar og Benjamín Krist- insson myndskreyttu baksíðu bókarinnar. Bókin var sett upp og prentuð hjá Nýprenti á Sauðárkróki en hana má nálgast hjá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði og einnig hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Bókin er bæði á íslensku og ensku. Ekki þurfa allir að nota hana sem litabók, hún stendur fyrir sínu sem sögubók líka. Safnaráð og Sóknaráætlun Norðurlands vestra styrktu útgáfuna. / ÓAB 31/2022 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.