Feykir - 24.08.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Það var leikið í 3. deildinni á
Blönduósvelli á laugardag þar
sem Kormákur/Hvöt fékk Víði
Garði í heimsókn. Gestirnir fóru
sigurreifir með öll þrjú stigin
heim í Garð eftir 1-3 sigur.
Heimamenn fóru ágætlega
af stað en Hilmar Þór Kárason
kom þeim yfir eftir 17 mínútna
leik. Það hefði ekki verið ósann-
gjarnt að leikmenn Kormáks/
Hvatar hefðu bætt við marki
fyrir hlé og náð þar með betri
stjórn á leiknum. Því náðu þeir
þó ekki og það kom í bakið á
þeim því á tólf mínútna kafla
um miðjan síðari hálfleik gerðu
Víðismenn þrjú mörk. Fyrst
skoraði Jóhann Arnarsson á 61.
mínútu, Andri Fannar Freysson
kom Víði yfir á 65. mínútu og á
72. mínútu gerði Atli Pálsson
þriðja mark gestanna. Fjórum
mínútum síðar var Antonio
Garcia, markverði heima-
manna, vísað af velli sem varð
til að veikja vonir um endur-
komu heimaliðsins. Á sjöttu
mínútu uppbótartíma fékk
síðan Ingvi Rafn rautt spjald
sem heimamenn voru vægast
sagt ósáttir með og fylgdi Björn
Vignir, í liðsstjórn Kormáks/
Hvatar, Ingva af velli eftir að
hafa einnig fengið að líta rauða
spjaldið í framhaldinu.
Sigurður Bjarni Aadnegard,
fyrirliði Kormáks/Hvatar, tjáði
Feyki að hans menn hefðu átt
að gera betur í fyrri hálfleik og
vera skynsamari í leik sínum í
þeim seinni. Aðspurður hvort
hann teldi lið sitt vera komið í
fallbaráttu sagði hann: „Auð-
vitað erum við nánast i henni
en [ég] hef ekki miklar
áhyggjur, hin liðin [þrjú fyrir
neðan Kormák/Hvöt] þurfa að
vinna þrjá leiki og við að tapa
öllum og það eru fimm leikir
eftir. Þurfum bara að rífa okkur
í gang, vinna 1-2 leiki, þa er
þetta komið,“ sagði Siggi í
spjalli við Feyki. /ÓAB
3. deild karla í knattspyrnu | Kormákur/Hvöt – Víðir Garði 1–3
Fjórða tap Húnvetninga í röð
Stólastúlkur skruppu austur á
Reyðarfjörð á laugardag þar
sem þær mættu sameinuðu
liði Fjarðabyggðar/Hattar/
Leiknis í 15. umferð Lengju-
deildarinnar. Ekkert annað en
sigur kom til greina í leiknum
til að koma liði Tindastóls upp
fyrir HK á töflunni og í annað
sætið. Heimastúlkur náðu
forystunni í fyrri hálfleik en
dramatíkin var algjör síðustu
20 mínútur leiksins og fór svo
á endanum að stelpurnar
okkar nældu í 2-3 sigur.
Murr var ekki langt frá því
að koma Stólastúlkum yfir en
skaut í stöng eftir glæsilegan
snúning í teignum. Það var
Linli Tu sem náði forystunni
fyrir lið Austfirðinga á 33.
mínútu og staðan 1-0 í
hálfleik. Lið Tindastóls jafn-
aði metin á 73. mínútu með
marki frá henni Murr okkar,
skallaði boltann aftur fyrir sig
í markið eftir langa sendingu
frá Hrafnhildi. Melissa
Garcia kom liði Tindastóls
yfir á 77. mínútu eftir góðan
undirbúning Aldísar Maríu
en aðeins tveimur mínútum
síðar jafnaði hin kínverska
Linli Tu metin af harðfylgi en
hún er búin að gera 14 mörk í
sumar.
Baráttan var mikil og allt
undir á lokamínútunum og
þá poppaði varnarjaxlinn
Arna Kristins upp með sigur-
mark á 89. mínútu leiksins
eftir að boltinn féll til henn-
ar rétt utan markteigs eftir
aukaspyrnu frá Hönnu Cade.
Annað markið hennar í
sumar og bæði sigurmörk en
áður hafði Arna skorað í 0-1
sigri á liði Fylkis í sumar-
byrjun. Austfirðingar náðu
ekki að ógna marki Tindastóls
það sem eftir lifði og gerðu
stelpurnar vel í því að halda
boltanum innan liðsins og
fjarri eigin marki.
Geggjaður 2-3 sigur því
niðurstaðan og með því
skaust lið Tindastóls upp
fyrir HK-stelpurnar hans
Guðna Þórs og í annað sætið
þegar þrjár umferðir eru eftir.
Aðeins munar einu stigi á lið-
unum og fjallöruggt að spenn-
an verður óbærileg fram á
síðustu mínútu mótsins.
Annað kvöld kemur lið
Fjölnis á Krókinn. /ÓAB
Lengjudeildin | FHL – Tindastóll 2-3
Geggjaður
endurkomusigur
Síðustu leikirnir í B-riðli 4.
deildar fóru fram á laugardag og
fékk Tindastóll þunnskipað lið
Stokkseyrar í heimsókn á
Krókinn.
Leikurinn fór nánast ein-
göngu fram á vallarhelmingi
gestanna og það má undrum
sæta að Stólarnir hafi ekki
skorað tíu til fimmtán mörk.
Þeir létu fimm duga en maður
leiksins var án efa hinn 39 ára
gamli Hlynur Kárason í marki
gestanna sem varði flest sem á
markið kom og var alveg búinn
á því í leikslok.
Stólarnir tryggðu sér með
sigrinum sæti í átta liða úr-
slitum í úrslitakeppni 4. deildar
en liðið endaði í öðru sæti í
B-riðli, vann ellefu leiki, gerði
tvö jafntefli og tapaði einum.
Það er ljóst að lið Tindastóls
mætir Hvíta riddaranum sem
sigraði í A-riðli, tapaði ekki leik
en gerði tvö jafntefli. /ÓAB
4. deild B-riðill | Tindastóll – Stokkseyri 5-0
Hvíti riddarinn bíður
Lukkudísirnar voru heldur betur með liði Tindastóls daginn sem Murr gekk til liðs
við Stólastúlkur fyrir tímabilið 2018. Hún er nú með liðinu fimmta tímabilið, náði
100. leiknum nú fyrir austan og skoraði 101. markið sitt. Takk Murr! SKJÁSKOT
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI BRUNAVARNA
Sérfræðingur óskast til að starfa á brunavarnasviði HMS sem staðsett er á
Sauðárkróki. Hlutverk sviðsins er að sinna samræmingar- og leiðbeinandi
hlutverki á sviði brunavarna.
Hæfnikröfur
• Menntun í verkfræði, byggingafræði,
byggingartæknifræði, byggingariðnfræði
eða sambærileg menntun sem
nýtist í starfi.
• Áhugi og þekking á málum sem snúa að
brunavörnum og byggingahönnun.
• Frumkvæði og ríkir skipulagshæfileikar.
• Sjálfstæði í störfum og góð hæfni í
samskiptum.
• Mikil færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Skipulagning og samræming eftirlits með
öryggisþáttum bygginga á sviði brunavarna.
• Umsjón með brunavarnaáætlunum
sveitarfélaga.
• Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis fyrir
fagaðila og almenning.
• Aðkoma að rannsóknum í kjölfar eldsvoða.
• Ráðgjöf til stjórnvalda og hagsmunaaðila
um brunavarnir.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir skulu berast í gegnum
Starfatorg. Umsóknum skal fylgja
starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning
ríkisins og viðkomandi stéttarfélaga.
Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að
umsækjendur skili sakavottorði. Hafi
umsækjandi verið fundinn sekur um
refsiverða háttsemi getur það orðið til þess
að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna
starfinu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur alla
hæfa einstaklinga til að sækja um starfið,
óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Umsóknarfrestur er til og með
10. september.
Nánari upplýsingar veitir
Regína Valdimarsdóttir,
forstöðumaður á brunavarnasviði í
s. 440 6400
Ert þú sérfræðingur
í brunavörnum?
Sérfræðingur í brunavörnum óskast
Borgartúni 21, 105 Rvk - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI BRUNAVARNA
Sérfræðingur óskast til að starfa á brunavarnasviði HMS sem staðsett er á
Sauðárkróki. Hlutverk sviðsins er að sinna samræmingar- og leiðbeinandi
hlutverki á sviði brunavarna.
Hæfnikröfur
• Menntun í verkfræði, byggingafræði,
byggingartæknifræði, byggingariðnfræði
eða sambærileg menntun sem
nýtist í starfi.
• Áhugi og þekking á málum sem snúa að
brunavörnum og byggingahönnun.
• Frumkvæði og ríkir skipulagshæfileikar.
• Sjálfstæði í störfum og góð hæfni í
samskiptum.
• Mikil færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Skipulagning og samræming eftirlits með
öryggisþáttum bygginga á sviði brunavarna.
• Umsjón með brunavarnaáætlunum
sveitarfélaga.
• Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis fyrir
fagaðila og almenning.
• Aðkoma að rannsóknum í kjölfar eldsvoða.
• Ráðgjöf til stjórnvalda og hagsmunaaðila
um brunavarnir.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir skulu berast í gegnum
Starfatorg. Umsóknum skal fylgja
starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning
ríkisins og viðkomandi stéttarfélaga.
Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að
umsækjendur skili sakavottorði. Hafi
umsækjandi verið fundinn sekur um
refsiverða háttsemi getur það orðið til þess
að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna
starfinu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur alla
hæfa einstaklinga til að sækja um sta fið,
óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Umsóknarfrestur er til og með
10. september.
Nánari upplýsingar veitir
Regína Valdimarsdóttir,
forstöðumaður á brunavarnasviði í
s. 440 6400
Ert þú sérfræðingur
í brunavörnum?
Sérfræðingur í brunavörnum óskast
Borgartúni 21, 105 Rvk - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
Helstu verkefni og ábyrgð
-Skipulagning á eftirliti með starfi
slökkviliða og gerð leiðbeininga
-Umsjón með úttektum á slökkviliðum
og búnaði slökkviliða og eftirfylgni
-Mat á fræðsluþörfum slökkviliðsmanna
og námsmat
-Skipulagning og umsjón með námi
innan Brunamálaskólans
-Löggilding slökkviliðsmanna
-Aðkoma að rannsóknum í kjölfar eldsvoða
-Samskipti við hagsmunaaðila og
svörun fyrirspurna
Hæfniskröfur
-Reynsla og þekking á starfsemi slökkviliða
og eldvarnareftirlits
-Reynsla af skipulagningu fræðslustarfs
er kostur
-Reynsla af gæðaeftirliti og úttektum er kostur
-Frumkvæði og ríkir skipulagshæfileikar
-Sjálfstæði og framúrskarandi hæfni
í sa skiptum
-Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
SÉRFRÆÐINGUR Á SVIÐI BRUNAVARNA
Sérfræðingur óskast til að starfa á brunavarnasviði HMS em staðs tt e á
Sauðárkróki. Hlutverk sviðsins er að sinna samræmin ar- og leiðbeinandi
hlutverki á sviði brunavarna.
Hæfnikröfur
• Menntun í verkfræði, byggingafræði,
byggingartæknifræði, byggingariðnfræði
eða sambærileg menntun sem
nýtist í starfi.
• Áhugi og þekking á málum sem snúa að
brunavörnum og byggingahönnun.
• Frumkvæði og ríkir skipulagshæfileikar.
• Sjálfstæði í störfum og góð hæfni í
samskiptum.
• Mikil færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Skipulagning og samr ming eftirlits með
öryggisþáttum bygginga á sviði brunavarna.
• Umsjón með brunavarnaáætlunum
sveitarfélaga.
• Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis fyrir
fagaðila og almenning.
• Aðkoma að rannsóknum í kjölfar eldsvoða.
• Ráðgjöf til stjórnvalda og hagsmunaaðila
um brunavarnir.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir skulu berast í gegnum
Starfatorg. Umsóknum skal fylgja
starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning
ríkisins og viðkomandi stéttarfélaga.
Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að
umsækjendur skili sakavottorði. Hafi
umsækjandi verið fundinn sekur um
refsiverða háttsemi getur það orðið til þess
að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna
starfinu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur alla
hæfa einstaklinga til að sækja um starfið,
óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Umsóknarfrestur er til og með
10. september.
Nánari upplýsingar veitir
Regína Valdimarsdóttir,
forstöðumaður á brunavarnasviði í
s. 440 6400
Ert þú sérf æð ngur
í brunavör um?
Sérfræðingur í brunavörnum óskast
Borgartúni 21, 105 Rvk - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
Sérfræðingur á sviði
slökkvistarfs
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum
sérfræðingi til að starfa í teymi brunavarna og slökkviliða á brunavarnasviði
sem staðsett er á Sauðárkróki. Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði
slökkvistarfs er lýtur að samræmingu og samstarfi við slökkviliðin í landinu
og skipulagningu á námi fyrir slökkviliðsmenn innan Brunamálaskólans.
Hlutverk brunavarnasviðsins er að sinna samræmingar- og leiðbeinandi hlutverki
á sviði brunavarna. Sviðið hefur eftirlit með slökkvistarfi á Íslandi, samþykkir
brunavarnaáætlanir sveitarfélaga, annast brunarannsóknir, fræ slu og forvarnir á
sviði brunavarna og sér um útgáfu leyfa. Brunavarn svið ber j fnfra t ábyrgð á
starfrækslu Brunamálaskólans.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ
Laun samkvæmt gildandi kjar samningi
sem fjármála- og efnahagsráðherra og
viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf.
Æ kilegt e að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir skulu sendar inn í egnum
Alfred.is. Umsókn skal fylgja ítarleg
ferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að
umsækjendur skili sakavottorði.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur
alla áhugasa einstaklinga til að sækja
um starfið, óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánu i frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og
eð 5. september 2022.
Nánari upplýsingar veitir
Regína Valdimarsdóttir, Teymisstjóri
brunavarna og slökkviliða
Regina.Valdimarsdottir@hms.is - 4406400
Þóra Björk Eysteinsdóttir, Mannauðsstjóri
Thora.Eysteinsdottir@hms.is - 4406400
31/2022 5