Feykir


Feykir - 26.10.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 26.10.2022, Blaðsíða 4
FYRIRTÆKI Á NORÐURLANDI VESTRA Í FREMSTU RÖÐ! Við erum stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Norðurlandi vestra samkvæmt útnefningu Creditinfo. 2022 Ámundakinn ehf. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 18. og 19. maí Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 29. maí Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir 25. maí (nokkrir tímar lausir) SÉRFRÆÐIKOMUR Í NÓVEMBER Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 14. og 15. nóvember Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir 21. nóvember Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 24. og 25. nóvember Tímapantanir í síma 432 4236 Alls eru 92 fyrirtæki, eða 10,5% af heildarfjöld- anum, á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár staðsett á Norðurlandi og fimm þau efstu öll í flokki stórra fyrirtækja. Þau skipa FISK-Seafood á Sauðárkróki, Rammi á Siglufirði og Búfesti, KEA og SS Byggir sem öll eru á Akureyri en 48% fyrirtækjanna á listanum á Norðurlandi eru staðsett á Akureyri. Níu fyrirtæki í lands- hlutanum hafa verið á list- anum á hverju ári síðan hann kom fyrst út árið 2010 en það eru Trétak, Kælismiðjan, Sætak, Dekkjahöllin, Rafeyri, Fóðurverksmiðjan Laxá, Tré- smiðjan Rein, Garðræktar- félag Reykhverfinga og Stein- ull á Sauðárkróki. Þrettán fyrirtæki á Norður- landi koma ný inn á listann í ár; Finnur, BB Byggingar, Vökvaþjónusta Kópaskers, Klemenz Jónsson, HeiðGuð- Byggir, Ekill, Alkemia, Marúlfur, Vinnuvélar Reynis B. Ingólfssonar, Ekja, Stóru-Tjarnir og skagfirsku fyrirtækin K-Tak og Þ-Hansen. Í tilkynningu frá Creditinfo er vakin athygli á óvenju háu hlutfalli framúrskarandi fyrirtækja á Drangsnesi, sem fellur innan landshlutans í samantektinni, en þar eiga 17% fyrirtækja árs- reikning fyrir 2021 sem uppfylla kröfur Credit- info, eða tvö af tólf fyrirtækjum. Það er hækkun frá því í fyrra en þá var hlutfallið 11%. Þetta er í þrettánda sinn sem Creditinfo veitir framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnu- lífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur en listinn í ár var gerður opinber á viðburði í Hörpu á miðvikudag í síðustu viku. Alls hafa 1.881 fyrirtæki einhvern tímann komist á listann en aðeins 54 þeirra hafa hlotið nafnbótina öll árin. Þegar Creditinfo metur hvort fyrirtæki teljist framúrskarandi er m.a. horft til þess hvort ársreikningi hafi verið skilað á réttum tíma, og þegar litið sé til síðustu þriggja ára sé rekstrar- hagnaður, ársniðurstaðan jákvæð, rekstrartekj- ur að lágmarki 50 millj. kr. og eiginfjárhlutfall a.m.k. 20%. Um 39 þúsund fyrirtæki skila ársreikningi en þegar litið er til allra annarra skilyrða sem fyrirtæki þurfa að uppfylla, þá teljast aðeins um 2% fyrirtækja framúrskarandi. /PF Creditinfo veitir framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar K-Tak og Þ-Hansen ný inn á lista Fjöldi gesta var á viðburði Creditinfo í Hörpu í síðustu viku. AÐSENDAR MYNDIR Á undanförnum árum hefur verið unnið að því í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt að koma á ljósleiðaratengingu í dreifbýli utan markaðssvæða í Skagafirði en því verkefni er nú lokið. Gsm og tetra-samband í Skagafirði er hins vegar víða stopult eða ekki til staðar, segir í fundargerð byggðarráðs Skagafjarðar. . Jafnframt kemur fram að þetta eigi við nokkuð víða, t.a.m. í inndölum þar sem m.a. er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta, auk þess sem þau svæði laði að sér marga gesti til útivistar. Því sé enn óleyst það mikilvæga verkefni að tryggja fjarskiptasamband fyrir almenning til neyðar- og viðbragðsaðila gegnum 112. Á fundi byggðarráðs fyrir helgi lýsti það yfir áhyggjum af lélegu fjarskiptasambandi víða um Skagafjörð sem dregur úr öryggi þeirra sem búa á svæðinu eða eiga leið um það. „Í óveðri sem gekk yfir landið fyrir skemmstu kom sú staða upp að rafmagn fór af hluta Skaga- fjarðar og í kjölfarið datt farsímasamband einnig út þannig að íbúar á svæðinu voru með öllu sambandslausir við umheiminn. Áður höfðu íbúar símasamband í sambærilegum aðstæðum í gegnum gamla koparvírinn sem ekki þurfti sértengingu við rafmagn til að virka,“ segir í fundagerðinni og hvetur byggðarráð Neyðarlín- una og ríkisvaldið til að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband með uppsetningu fleiri senda og tryggara varaafls, auk þess sem Tetra- sambandið verði stórlega bætt til að auka öryggi íbúa og ferðamanna í landshlutanum.. /PF Byggðarráð Skagafjarðar Áhyggjur af lélegu fjarskiptasambandi 4 40/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.