Feykir


Feykir - 26.10.2022, Side 12

Feykir - 26.10.2022, Side 12
Kaffi Krókur á Sauðárkróki opnaði á ný um helgina eftir að honum var lokað um mánaðamótin ágúst septem- ber. Auglýstur var langur laugardagur og létu Skag- firðingar ekki bíða eftir sér og fögnuðu gestir staðarins fram á myrka nótt. „Viðtökurnar voru ótrúlegar. Það var allan daginn stanslaus straumur af fólki og frá níu var stappað í húsinu, bæði uppi og niðri, alveg til þrjú,“ segir Ingólfur Örn Friðriksson, rekstrarstjóri staðarins. „Maður fór alveg tuttugu ár aftur í tímann,“ segir hann enda skemmdi ekki fyrir að einn vinsælasti trúbador landsins þess tíma, Einar Ágúst, var að spila. Á nýrri Facebook-síðu staðarins má finna girnilegan matseðil þar sem alls kyns borgarar verða í boði, samlokur, pítsur og sérréttir svo eitthvað sé nefnt og segir Ingólfur að einnig verði boðið upp á kokteila eins og þeir gerast bestir. Til þess að standa undir sportbarnum verður boðið upp á alls kyns íþróttir á skjánum og poolborð og pílubrautir fyrir áhugasama. Að sögn Ingólfs heldur fjörið áfram næstu helgar þar sem búið er að bóka trúbadora næstu fjórar helgar. / PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 40 TBL 26. október 2022 42. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Huldumenn á grasafjalli Svo bar einu sinni til að fólk sem var á grasafjalli sá í glaðasta sólskini tvo menn nokkuð einkennilega vera allskammt frá sér að tína grös og fylgdi þeim svart- ur hundur. Fólkið horfði stundarkorn á þessa menn og bar enginn kennsl á þá. Loksins fóru tveir úr hópnum á leið til þeirra, en þegar þeir vóru á leiðinni gengu hinir ókunnu menn fyrir lítið holt og sáust ekki framar, og engin merki sáust á jörðunni þar sem þeir sýndust vera, þess að grös hefði þar tínd verið. Og aldrei varð komizt fyrir þó reynt væri hvernig á þessari sýn stóð, og var því gjörð úr henni álfasaga. /PF Þjóðsögur Jóns Árnasonar Álfar Kaffi Krókur opnar á ný Fullt út úr dyrum á opnunarkvöldinu Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsins. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu, við Hlíðarhús í Óslandshlíðinni, sem skjól fyrir norðvestanáttinni. Í frétt á vef skólans segir að þann 13. október fóru stelpurnar í 8. bekk í blíðskaparveðri og gróðursettu af mikilli natni. Framtakið vakti mikla lukku nærstaddra en Sigurmon Þórðarson, umsjónarmaður svæðisins, tók út verkið og gaf bæði vinnubrögðum og starfsanda sín bestu meðmæli. Yrkja – sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Sjóðurinn hefur eigin stjórn, en Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með honum. / ÓAB Grunnskólinn austan Vatna Unglingsstúlkur gróður- settu 120 plöntur Mikill gestagangur var á löngum laugardegi Kaffi Króks og fögnuðu gestir langt fram á nótt. MYNDIR AÐSENDAR Frá gróðursetningu á svæði Neista MYND AF VEF GAV Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar kennir að spá í bolla laugardaginn 5. nóvember nk. Einnig bíður hún upp á einkatíma þann sama dag. Enn eru lausir tímar bæði á námskeiðið og í einkatíma. Skráning í síma 868 5670 á fimmtudögum, frá kl. 17 til 19 eða á facebooksíðu félagsins. Sunna Árnadóttir er fædd í Vestmannaeyjum 1955. Hún spáir í bolla og notar þrennskonar spil: Rúnarspil, víkingaspil og tarotspil. Sunna hefur verið sjáandi frá barnæsku og lærði af móður sinni að spá í bolla. Þegar hún spáir fyrir fólki fer hún inn á hvað hefur verið að gerast í þeirra lífi og hvað er framundan hjá þeim. Hún getur leiðbeint hvert það á að leita eða hvert skal stefnt í lífinu. Kærleiks kveðja, StjórninSkagfirðingabraut 9a - Allir velkomnir Sunna Árnadóttir miðill

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.