Harmonikublaðið - 15.05.2019, Síða 2
Ávarp formanns
Kæru félagar og lesendur
Gleðilegt sumar með þökk fyrir veturinn!
Með hækkandi sól á formaður sambandsins
ekki að vera með daprar hugrenningar en
þessa dagana eru þær nú frekar daprar í
sambandi við félögin í landinu. Sambandið
hefur misst eitt félag úr sínum hóp síðan
síðasta blað kom út, en Harmonikuunnendur
á Vesturlandi hafa ákveðið að draga sig út úr
starfi SIHU amk. tímabundið. Einnig heyri
ég að mörg félög út um land hafi verið með
frekar litla starfsemi og þykir mér það miður.
En nú hækkar sól og vor er í lofti og þá lifnar
vonin líka um að félagsstarfið vakni af
vetrardvala og eflist
um allan helming.
Sumarhátíðirnar eru á
næsta leiti með sinni
frábæru skemmtan og
vonandi kemst ég á
þær flestar. Hvetjið
sem flesta til að mæta
og njóta þess að
skemmta sér í góðra
vina hópi, allir eru velkomnir.
FHUR hefur boðist til að halda næsta
landsmót og verður það í Stykkishólmi árið
2020. Þar verður áreiðanlega frábær
skemmtun að vanda, síðasta landsmót voru
dýrðardagar á Isafirði og ekki verður það síðra
í Stykkishólmi.
Þegar þetta er skrifað er Harmonikudagurinn
framundan og þá skal harmonikan þanin á
öllum landshornum. Oska ég þess að sem
flest félög spili og skemmti sér og sínum,
þannig að tónar harmonikunnar heyrist sem
víðast og færi landsmönnum öllum boð um
batnandi tíð með blóm í haga, sæta langa
sumardaga.
Hittumst hress og kát á komandi sumri
Filippía Sigurjónsdóttir, formaður SIHU
Frá Harmonikufélagi Héraðsbúa
Héraðsbúar d sviðinu í ídölum, Jón, Gylfi, Jónas Þór og Pálmi
Starfsemi félagsins á liðnu ári var á þessa leið.
Nokkrir félagar í Harmonikufélagi Héraðsbúa
sóttu sumarhátíðina að Idölum 27. til 28.
júli. Þar tóku lagið á föstudagskvöld Gylfi
Björnsson, Jón Sigfússon, Jónas Þór
Jóhannsson og Pálmi Stefánsson í klukkutíma
og á laugardagskvöld léku Gylfi og Jón í
klukkustund. Haustball H.F.H.var haldið í
Valaskjálf síðasta laugardaginn í ágúst að
venju.
Þar léku á harmonikur Hreinn Halldórsson,
Jónas Þór og Aðalsteinn Isfjörð auk þess sem
hljómsveit Harmonikuunnenda á Norðfirði
lék fyrir dansi. Ragnar Eymundsson sá um
trommuleikinn og Andrés Einarsson á var á
gítar, Elvar Sigurðsson söng. Formaður
félagsins sótti aðalfund S.I.H.U. í Kjarnaskógi
síðasta haust ásamt fulltrúa.
H.F.H.tók að sér að halda harmonikuböll í
Hlymsdölum, húsnæði Félags eldri borgara á
Fljótsdalshéraði í hverjum mánuði. Fyrsta
ballið var 20. október og það síðasta 13. apríl.
Dansað var frá kl. 20:00 til ld. 23:00. Alls
voru haldin sex böll í vetur og voru þau vel
sótt og mikið dansað.
H.F.H. spilaði á Harmonikudaginn í
verslunum á Egilsstöðum, Nettó, Húsa-
smiðjunni og Dyngju hjúkrunarheimili
aldraðra á Egilsstöðum. Næstu verkefni eru
ágústballið í Valaskjálf og aðalfundur S.Í.H.U.
sem verður haldinn á Egilsstöðum 27. til 29.
september í Hótel Valaskjálf. Fleira ekki frá
H.F.H.
Jón Sigfusson
Mynd: Siggi Harðar
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 og 844 0172.
Byggðas&íu
Nctfang: assigu@intcrnct.is
Vcffang: www.ncdsti.is
2