Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 4

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 4
Vorferð Harmonikufélags Þingeyinga Dagana 12.-14. apríl efndi Harmonikufélag Þingeyinga til ferðar að Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit í Hornafirði á hagyrðingamót og dansleik, sem Félag Harmonikuunnenda Hornafirði stóð fyrir. I ferðina fóru 37 manns. Tekin var á leigu rúta frá S.B.A. Okumaður var Pálmi H Björnsson félagi okkar. Lagt var af stað föstudagsmorgunn kl.7:30 frá Akureyri, félagar tíndir upp á leiðinni í Breiðumýri, en þar beið hópur eftir rútunni. Teknir farþegar við Reykjahlíð og var þá fullskipað og haldið austur á fjöllin. Gerðist fljótt fjörugt í rútunni var mikið hlegið, enda voru með í för hagyrðingarnir Þorgrímur Björnsson, Davíð Herbertsson og Sigríður Ivarsdóttir og fóru þau á kostum sem þeirra var von og vísa. Stansað var á Egilsstöðum drjúga stund, en svo áfram haldið á Djúpavog. Þar var farið á veitingastaðinn, „Við Voginn“ og var þar stansað í fast að klukkustund og þar fengu menn sér að borða. Haldið áfram og tekinn krókur niður á Höfn Hornafirði að skoða sig þar um, síðan ekið beinustu leið í Hótel Smyrlabjörg og þar renndum við í hlað um kl. 17:30. Er hópurinn hafði komið sér fyrir á herbergjunum var farið í léttan kvöldverð í borðsal hótelsins. Um kvöldið kom svo hópurinn saman við söng og gleði við undirleik þeirra Guðmundar Sigurpálssonar og Rúnars Hannessonar á harmonikur og á gítar spilaði Pálmi H Björnsson. Drifu að þessum gleðskap okkar fleiri hótelgestir og var mikið fjör fram um miðnætti. Fóru þá allir að sofa, eftir stórskemmtilegan dag. Laugardagsmorguninn heilsaði með rigningu og súld en fremur kyrrlátu og hlýju veðri og er morgunverði lauk var ekið að Hala og skoðað Þórbergssetur. Dvaldist mönnum þar, enda mikið að skoða. Þar fékk hópurinn sér súpu að borða. Ekið var ögn lengra en í Hala og að Jökulsárlóni að skoða það. Er við komum til baka á hótelið var frjáls tími, sumir fóru í göngutúr en aðrir hvíldu sig. Nú hafði fjölgað mjög á hótelinu og var safnast í setustofuna að hlýða á harmonikuleik félaga og annarra. En nú var komið að stóru stundinni. Kl. 19:00 hófst sameiginlegur hátíðarkvöldverður í borðsal hótelsins, fast að 190 manns. Kl. 21:00 hófst hagyrðingaþáttur, sem stóð til fram yfir ld.23:00. Hagyrðingar voru Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Andrés Björnsson, Snorri Aðalsteinsson og Kristín Jónsdóttir, allt alræmdir skælingar. Stjórnandi var Hjálmar Jónsson.Var þetta í alla staði stórkostleg skemmtun og veltist salurinn um af hlátri. Kvöldinu lauk svo með dansleik sem stóð til rúmlega kl. 02:00 um nóttina. Fyrir dansi léku Hilmar og fuglarnir og Ekrubandið. Sunnudagsmorgunn vöknuðu allir hressir og eftir að hafa snætt morgunverð og þakkað hótelhöldurum fyrir frábærar móttökur var haldið af stað heimleiðis kl. 10:00. Eins og 4 I stökun d Smyrlabjörgum ejtir ferðalagið að norðan Beðið eftir matnum i ró og spekt Einhvers staðar Leyndust hljóðfieri þegar að vargáð áður í ferðinni var glens og gaman í rútunni, sagðar sögur og brandarar og ortar vísur. Veður var sæmilegt, en súld og skúrir allt norður undir Grímsstaði á Hólsfjöllum. Komið við á Djúpavogi og næst stansað í Breiðdalsvík, þar sem við hugðumst fá okkur að borða, en þar var ekkert að hafa, ekki opnað fyrr en kl. 17:00. Var þá ákveðið að fá sér í gogginn á Fáskrúðsfirði, en það fór á sömu leið, ekkert að hafa þar fyrr en kl. 17:00. Var nú komið mælanlegt sultarhljóð í mannskapinn. En sjaldan er ein báran stök, því nú var komið að lögboðnum hvíldartíma hjá bílstjóranum. Máttum við svo bíða á Fáskrúðsfirði í um eina klukkustund, ókum síðan á Egilsstaði og þar fengum við okkur að borða. Var síðan haldið stanslaust áfram, farþegum hleypt út í Reykjahlíð við Mývatn og svo komið í Breiðumýri þar sem hópurinn kvaddist og hver hélt til síns heima, en rútan hélt áfram til Akureyrar með leifarnar af hópnum.Var þar með lokið vel heppnaðri og skemmtilegri ferð félagsins. Texti og myndir: Jón Helgi Jóhannsson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.