Harmonikublaðið - 15.05.2019, Side 8

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Side 8
Sitt lítið af hverju hjá FHUR Vetrarstarfið hjá FHUR hélt áfram eftir áramótin með dansleik 12. janúar. Aðsókn var heldur slök eins og fyrir áramót, þó boðið væri upp á miklar kræsingar í hljóðfæraleik. Það var kvennahljómsveit félagsins sem hóf leik, en hún samanstendur af Elísabetu Einarsdóttur formanni félagsins, Gyðu Guðmundsdóttur, Halldóru Bjarnadóttur, Ulfhildi Grímsdóttur og Guðrúnu Erlu Aðalsteinsdóttur. Er þetta trúlega eina hljómsveit landsins þar sem tveir hjúkrunarfræðingar eru innanborðs, sem eru þær Guðrún Erla og Ulfhildur. Garðar Olgeirsson leysti þær svo af og lék þar til Sigurðar Alfonsson tók við og lauk ballinu. Þessum til aðstoðar voru þeir Haukur Ingibergsson á gítar, Hreinn Vilhjálmsson á bassa og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Næst var komið að Þorrablóti félagsins þann 2. febrúar. Aðsókn var nánast sú sama og á síðasta ári og var þetta hin ágætasta skemmtun. Friðjón sá um veislustjórn. Hefðbundinn fjöldasöngur, sem mjög góð þátttaka var í, auk þess sem Pétur Bjarnason flutti gamanmál sem kitlaði hláturtaugarnar. Auk þess sá Emil Hjartar ástæðu til að gera að gamni sínu. Þá voru seldir happadrættismiðar, sem runnu út eins og heitar lummur. Vinningar voru af hinum ýmsu gerðum og gerðu margir góða ferð. Þá má geta botnakeppni sem fram fór, en það hefur lengi verið siður á þorrablótum FHUR að nokkrir fyrripartar eru á borðum, gestum til gamans og áskorunar. Fyrripartana orti einn af félögum FHUR, Jökuldælingurinn Ragnar Ingi Aðalsteinsson prófessor í bragfræði. Verðlaun voru hin veglegustu, því Ragnar Ingi gaf nýjustu Ijóðabók sína, Bragarblóm, þá nýútkomna í tilefni af 75 ára afmælis meistarans, en í henni eru 75 limrur. Þátttaka var ásættanleg, en árangurinn þokkalegur og bárust nokkrir góðir botnar. Auk þess barst mikið af hnoði ogtöluvertafleirburði. Nokkuð öruggur sigurvegari varð Birgir Hartmannsson, Skagfirðingur búsettur á Selfossi, alræmdur hagyrðingur, harmonikuleikari og dansari. I dómnefnd sátu þeir Emil Hjartarson og Páll Elíasson. Svona hljóðar verðlaunabotninn. Nú er gott að syngja saman, sœlan fylgir þorrablótum. Seinna, þegar gerist gaman, ganga menn á völtum fótum. Birgir fékk svo aukaverðlaun fyrir þennan. Aðan leit ég hraustan hal, hann var fremur slunginn. At hann svið og kœstan hval. og klóraði sér í hnakkanum. Sigurður Alfonsson hóf dansinn upp úr níu og lék þar til Erlingur Helgason tók við. Svenni Sigurjóns lauk síðan ballinu stuttu fyrir eitt. Meðleikarar voru þeir Fróði Oddsson á gítar, Hreinn á bassa og Eggert Kristinsson trommuleikari. Næst var blásið til dansleiks 9. mars. Afram var aðsókn undir væntingum. Þeir félagarnir Gunnar Kvaran og Pétur Bjarnason hófu leik, en fljótlega kom Friðjón til liðs við þá og gekk þá Pétur úr skaftinu. Sigurður Alfonsson tók við af þeim og Þórleifur Finnsson og Páll Elíasson luku síðan ballinu um miðnættið. Góð þátttaka var í dansinum, enda nóg pláss á gólfinu, sökum fámennis. Eins og oftast áður í vetur sáu um undirleik þeir Haukur, Hreinn og Eggert Kristinsson. Síðasti dansleikur vetrarins fór svo fram 27. apríl. Þar hófu leik þau Hilmar Hjartarson og Linda Guðmundsdóttir og léku þar til Hildur Petra Friðriksdóttir og Guðný Kristín Erlingsdóttir tóku við og léku til 23:00. Tvær úr kvennasveit FHUR, þær Elísabet Einarsdóttir og Gyða Guðmundsdóttir luku síðan dansinum um miðnættið. Haukur Ingibergs lék á gítar á þessum síðasta dansleik vetrarins, en Hreinn og Jónas Bjarnason á bassa. Sveinn Ingi Sveinsson var á trommunum. Næsti dansleikur FHUR verður síðan á Borg í Grímsnesi 2. ágúst. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar Hann varþéttsetinn Svarfaðardalurinn á þorrablótinu Kokkurinn meetti á þorrablótið í Breiðfirðingabúð Það var góðþátttaka í dansinum á lokaballinu 8 Stjörnupolkinn tekinn með stœl.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.