Harmonikublaðið - 15.05.2019, Síða 10

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Síða 10
Af Eyfirðingum Veglegir styrkir til félagsins A haustmánuðum ákvað félagið að sækja um styrki til að efla starf stórsveitarinnar og félagsins alls. Var sótt um styrki hjá nokkrum fyrirtækjum, stofnunum og samtökum jafn óðum og auglýst var eftir umsóknum í staðarmiðlum. Fyrst hlaut félagið samfélagsstyrk frá Norðurorku sem notaður verður í kynningarstarf félagsins og til að kanna möguleika á að fjölga ungum nemendum á harmoniku. Frá Upp- byggingarsjóði Eyþings kom síðan veglegur styrkur til rekstrar stórsveitar félagsins. Eyþing er samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og er hluti af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki til menn- ingarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Eru þeim Norðurorku og Eyþingi færðar miklar þakkir fyrir en þessir styrkir gera félaginu kleift að halda úti stórsveit með stjórnanda út næsta vetur, þeir gefa einnig félaginu mun meiri möguleika á að byggja upp öfluga stórsveit sem vonandi verður til þess að fleiri harmonikuleikarar bætist í hópinn. Til lengri tíma litið ber félagið þá von að með meiri sýnileika og þátttöku sveitarinnar á opinberum vettvangi fjölgi nemendum á harmoniku á svæðinu og auki fjölbreytileika í menningarstarfi á Eyjafjarðarsvæðinu. Dansleikir í vetur Dansleikir hafa verið haldnir mánaðarlega eftir áramótin, hafa þeir verið vel sóttir og stemmingin eftir því. Flestir voru þeir með hefðbundnu sniði en á dansleiknum í mars var brugðið örlítið út af vananum. I samstarfi við dansfélagið Vefarann var marserað góða stund en dansfélagið Vefarinn er þjóðdansafélag á svæðinu sem æflr vikulega allan veturinn og hefur sýnt þjóðdansa og aðra sýningardansa undanfarin ár. Stýrðu félagar dansfélagsins marseringu og nokkrum hópdönsum við góðar undirtektir dansþyrstra gesta áður en hefðbundinn dansleikur tók við. Er óhætt að segja að almenn ánægja hafi verið með þessa nýbreytni og er stefnt að frekara samstarfi við dansfélagið Vefarann í framtíðinni. Mun viðburðurinn „Marserum í mars“ verða haldinn árlega héðan í frá með dyggri aðstoð Vefarafélaga eins lengi og mögulegt er. Að halda úti svo mörgum dansleikjum á einum vetri er ekki sjálfgefið og hefði ekki verið mögulegt nema með aðkomu margra góðra aðila og er þeim öllum hér með færðar kærar þakkir fyrir þeirra framlag í vetur. Starfið framundan Þegar þetta er ritað á góðviðrisdegi um páska er Harmonikudagurinn 4. maí í undirbúningi. Deginum áður, eða föstudaginn 3. maí munu nokkrir félagar fara um bæinn og leika fyrir gesti og gangandi í tilefni dagsins. Félagið mun síðan venju samkvæmt vera með kaffitónleika á harmonikudaginn sjálfan. Á kaffitónleikunum munu reyndir harmonikuleikarar taka lagið, harmonikunemendur koma fram og stórsveitin taka nokkur vel valin lög af dagskrá sinni á vortónleikum sem verða haldnir síðar í mánuðinum. Harmonikudeginum lýkur síðan um kvöldið með dansleik og þá mun „sveitin öll kveða af dansi og spili“ eins og segir í laginu en það verður síðasti dansleikur vetrarins enda komið vel inn í vorið þegar þar er komið við sögu. Stórsveitin hefur æft markvisst undir stjórn Roars Kvam vikulega í allan vetur með það að markmiði að halda vortónleika. Verða tónleikarnir haldnir í sal Brekkuskóla á Akureyri þann 19. maí nk. Stórsveitin telur að þessu sinni tíu harmonikuleikara ásamt þriggja manna hrynsveit og er verkefnaskráin fjölbreytt og metnaðarfull að vanda. Undirbúningur fyrir Ydali 2019 er síðan hafinn en hátíðin er haldin í samstarfi við H.F.Þ. eins og hefur verið undanfarin ár. Hátíðin hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt undanfarin ár. Þar, eins og víða annars staðar, verður bryddað upp á nýjungum sem verður vonandi flestum til gleði og ánægju og hlökkum við til að hitta ykkur sem flest þar. AHJ Helgi Jóhannesson, forstjóri Noriurorku, ajhendir styrk til félagsins Frd styrkúthlutun Eyþings

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.