Harmonikublaðið - 15.05.2019, Síða 14
Vorönnin 2019
Vorönnin var að mestu leyti hefðbundin. Það
voru dansleikir mánaðarlega og þorrablót í
byrjun febrúar á vegum skemmtinefndar
félagsins, í umsjón Friðjóns skemmtinefndar-
formannsins og mun hann segja frá þeim
skemmtunum í annarri grein. Hljóms-
veitaræfmgar voru á miðvikudagskvöldum að
vanda í Arskógum og verða þær haldnar fram
að Harmonikudeginum 4. maí.
Við endurvöktum skemmtifundarformið sem
var ekki í gangi í fyrra. Skemmtifundinn
Arina af Akranesi, œttuð frá Rússlandi vakti athygli í
Breiðfirðingabúð
Jóhannes Bjarki Másson lék á skemmtifundinum
héldum við 23. febrúar í Breiðfirðingabúð og
kynnir var að vanda Friðjón Hallgrímsson.
Við lögðum áherslu á að fá unga
harmonikuleikara til að koma fram. Við
Friðjón höfðum samband við kennara og
uppskárum vel. En því miður komust
nemendur frá Hvolsvelli ekki en nemendur
Sigurðar Alfons, Halldórs Péturs af
höfuðborgarsvæðinu og Rutar Berg frá
Akranesi, komu fram og voru alveg til sóma.
Það verður gaman að fylgjast með þessu unga
fólki. Þau voru: Arina 12 ára frá Akranesi,
Eiður Orri Vignisson 13 ára Reykjavík,
Erlendur Stefán Gíslason 13 ára Reykjavík,
Gabriel Harasimczuk 13 ára Hafnarfirði/
Garðabæ, Guðmundur Sveinn Gunnarsson
14 ára Akranesi, Jóhannes Bjarki Másson 15
ára Reykjavík ogTheodora Skúladóttir 16 ára
14
hjá Félagi harmonikuunnenda
Reykjavík. Reynir Jónasson og
Sigurður Alfons léku dúetta
eins og þeim er einum lagið og
hljómsveit FHUR lék nokkur
lög undir stjórn Hannesar
Baldurssonar. Dansparið Elín
Guðmundsdóttir og Hjörtur
Árnason sýndu dansana
sömbu, rúmbu og enskan vals,
við undirleik hljómsveitarinnar.
Kunnu allir vel að meta að sjá
og heyra. Skemmtifundinum
lauk svo með því að þeir
Sigvaldi Fjeldsted, Erlingur,
Petur, Gunnar Gröndal og Dansinn stiginn íÁrskógum
Eggert léku fyrir dansi til hálf
fimm. Þátttaka félagsmanna var mjög góð og
við hugum að þessu næsta vetur.
Við Sigurður Alfons lékum á þorra-
blótsskemmtun fyrir ömmur og afa á
leikskólanum Maríuborg í Grafarholti og
börnin sungu og dönsuðu. Hljómsveitar-
meðlimir léku líka fyrir dansi á Osku-
dagsskemmtun í Árskógum og Hannes lék
undir fyrir fjöldasöng og var þetta hin besta
skemmtun.
Þá var komið að „Opinni æfingu" í Árskógum
í marsmánuði, með svipuðum hætti og í
októberlok og var mætingin mjög góð. Góðir
félagar okkar, Sveinn og Stefanía, leiddu
sporin í Tennessee polka og fleiri sérdansar
voru teknir fyrir. Við teljum þetta fyrirkomulag
vera mjög bætandi fyrir félagsandann og
félagsstarfið. Fólk mætir og dansar eða spjallar
og svo átti góður félagi okkar 71 árs afmæli
þennan dag, Guðjón Sveinbjörnsson frá
Akranesi, sem er harmonikuunnendum um
allt land vel kunnur. Ávallt duglegur að mæta
á dansleiki og útilegur og spilar á trommuna
sína við samspil á túninu.
" Á
Gististaðir í Stykkishólmi vegna landsmóts SÍHU 2. - 5. júlí 2020
Fosshótel, Borgarbraut 8, Stykkishólmi, sími 430 2100, stykkisholmur@fosshotel.is
Hótel Breiðafjörður, Aðalgötu 8, Stykkishólmi, sími 433 2200, info@hotelbreidafjordur.is
Hótel Egilsen, Aðalgötu 2, Stykkishólmi, sími 554 7700, booking@egilsen.is
Hótel Fransiskus, Austurgötu 7, Stykkishólmi, sími 422 1101, fransiskus@fransiskus.is
Harbour Hostel, gistiheimili, Hafnargötu 4, Stykkishólmi, sími 517 5353, info@harbourhostel.is
Syslo guesthouse, Aðalgötu 7, Stykkishólmi, sími 554 7700, booking@egilsen.is
Heimagisting Ölmu, Sundabakka 12, Stykkishólmi, sími 438 1435 / 848 9833 almdie@simnet.is
Akkeri guesthouse, Frúarstíg 1, Stykkishólmi, sími 844 1050 akkeri@simnet.is
Heimagisting Langey, Víkugötu 5, Stykkishólmi, sími 898 1457 booking.com
Gisting Höfðagötu 11 gisting B&B, Stykkishólmi, sími 831 1806 booking@egilsen.is
Farfuglaheimilið Sjónarhóll, Höfðagötu 1, Stykkishólmi, sími 438 1417
Smáhýsi Vatnsási 10, Stykkishólmi, sími 868 3932, ejkab@simnet.is
Olofshús VR, Víkurgötu 2, Stykkishólmi
Orlofshús Eflingar og BHM við Laufásveg
Orlofshúsin við Laufásveg, sími 899 1797
Helgafell 2 guesthouse, Helgafelli, sími 861 6290, Iara84@simnet.is
Helgafell farmhouse, Helgafelli, sími 867 0790, booking.com
Pantið tímanlega því Stykkishólmur er vinsæli ferðamannastaður
V_____________________________________________________________________________J
Fundir stjórnar hafa verið mánaðarlega og
margt rætt og yfirleitt 5-6 atriði til
umfjöllunar. Ákveðið var m.a. að Elísabet
formaður, Haukur gjaldkeri og Friðjón
skemmtinefndarformaður sæju um fram-
kvæmdina fyrir Landsmót SIHU í
Stykkishólmi 2.- 5- júlí 2020. Við Friðjón
fórum í Hólminn ásamt mökum og vorum
alveg einstaklega heppin með allar móttökur.
Bæjarstjórinn, viðburðastjórinn, tónlistars-
kólastjórinn, íþróttamannvirkjastjórinn og
hótelstjórinn voru öll svo jákvæð. Friðjón hafði
rætt áður við umsjónarmann tjaldsvæðanna
og safnað saman gistimöguleikum sem hann
birtir væntanlega í blaðinu.
Aðalfundur FHUR verður haldinn 28. maí í
húsi Þjóðdansafélags Reykjavíkur.
Og framundan verða svo öll harmonikumótin
víða um land og þar sem verður gaman að
hittast. Með harmonikusumarkveðju,
Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR
Myndir: Siggi Harðar