Harmonikublaðið - 15.05.2019, Blaðsíða 15
Ásgeir S. Sigurðsson
jyrrverandi formaður SÍHU
f. 21. nóvember 1937 - d. 20. apríl 2019
Ásgeir lést á Isafirði 20. apríl sl. og var
jarðsunginn frá Isafjarðarkirkju 27. apríl
2019.
Ásgeir var einn af stofnendum Harmo-
nikufélags Vestfjarða, formaður þess í yfir
tuttugu ár og heiðursfélagi síðan. Hann
var formaður Sambands íslenskra harmo-
nikuunnenda árin 1993 til 1996. Harmo-
nikan, saga hennar og virðing var Ásgeiri
alltaf hugstæð. Og hann lét ekki sitja við
að hugsa bara til hennar heldur lét hann
verkin tala.
Ásgeir spilaði á harmoniku frá unga aldri
og var afar laghentur. Hann fór að gera
við gamlar harmonikur fyrir nokkrum
áratugum og fljótlega fóru honum að
berast gamlar harmonikur til varðveislu,
margar þeirra með merka sögu. Ur varð
að hann fór að safna harmonikum af
alvöru. Honum bárust harmonikur úr
öllum landshornum, margar frá þekktum
spilurum. Hann fékk líka harmonikur
utanlands frá, sem margar voru afar
fágætar. Ásgeir skráði sögu hverrar og
einnar og gerði við það sem þurfti.
Þau Ásgeir og Messíana Marsellíusdóttur
eiginkona hans afhentu Isafjarðarbæ safnið
til varðveislu fyrir allmörgum árum. Safnið
telur núna yfir tvö hundruð harmonikur
og er varðveitt á Byggðasafni Vestfjarða
undir nafninu: Harmonikusafn Asgeirs S.
Sigurðssonar.
Þau hjónin Ásgeir og Messíana voru
einstaklega samhent og hún studdi Ásgeir
dyggilega í því að efla viðgang
harmonikunnar. Messíana er píanókennari,
en eftir stofnun Harmonikufélags
Vestfjarða 1986, kom í ljós að það
sárvantaði harmonikukennara. Hún dreif
sig að læra á þetta hljóðfæri og kenndi
síðan tugum nemenda á Isafirði, ef ekki á
annað hundrað.
Ásgeir var einstakt ljúfmenni og traustur
vinur. Prúðmennska og snyrtimennska
einkenndi allt hans dagfar og húmorinn
var aldrei langt undan. Eg get gert forn
ummæli að mínum og sagt: „Þá minnist
ég Ásgeirs vinar míns er ég heyri góðs
manns getið“.
Ásgeirs verður saknað af mörgum.
Eg sendi Messíönu og fjölskyldu þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Pétur Bjarnason
Kveðja frá Harmonikufélagi Vestfjarða
Látinn er heiðursfélagi Harmonikufélags
Vestfjarða. Hann var einn af stofnendum
og kosinn fyrsti formaður þess á stofnfundi
16. nóvember 1986 og gegndi því starfi
þar til í janúar 2009 að undanskildum
þremur árum er hann var formaður
Sambands íslenskra harmonikuunn-
endal993 til 1996. Ásgeir var einstakt
ljúfmenni sem kom öliu til leiðar í sátt og
samlyndi með sinni einstöku prúðmennsku
og húmor, hann hallmælti aldrei nokkrum
manni, honum lánaðist að líta lífið alltaf
björtum augum og deildi þeirri sýn. Ásgeir
hlýtur að teljast helsti boðberi og unnandi
harmonikunnar, mikill tónlistaráhuga-
maður og ötull í öllu félagsstarfi tengdu
harmonikunni. Eitt er það sem ekki síst
mun halda minningu hans á lofti; söfnun
hans á eldri og lúnum nikkum, sem hann
gerði við og kom til betra horfs.
Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar
telur nú liðlega 200 eintök. Safnið er
einstakt á Islandi og jafnvel þó víðar væri
leitað. Það var afhent ísafjarðarbæ til
varðveislu og er nú til húsa á Byggðasafni
Vestfjarða. Vonandi næst fljótlega að bæta
þá aðstöðu svo almenningur getið notið
þessara gersema. Eitt það sem Ásgeir kom
á í sínu formannsstarfi, var að halda
Atburðabók. Þar var allt skráð, fundir,
samkomur og annað starf í félaginu. Þarna
er hryggjarstykkið í sögu félagsins í þau
33 ár sem það hefur starfað. Ásgeir var
sannur Isfirðingur og einnig mjög stoltur
af sínum þingeyska uppruna sem hann
hampaði oft bæði í gamni og alvöru. Ásgeir
kom víðar við í félagsmálum, hann var
bróðir í Oddfellowstúkunni nr 6. Gesti
og gaf mikið af sér í því starfi og má segja
að einkunnarorð hennar Vinátta -
Kærleikur - Sannleikur lýsi Ásgeir S.
Sigurðssyni vel.
Vertu sæll kæri vinur. Minning þín lifir.
Við sendum Messíönu og fjölskyldu
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd stjórnar
Harmonikufélags Vestjjarða
Hafiteinn Vilhjálmsson formaður
15