Harmonikublaðið - 15.05.2019, Side 16

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Side 16
„Það var kátt hérna á laugardagskvöldið“ Hagyrðingakvöld og ball Margir unnendur vísna og harmonikutóna biðu spenntir eftir laugardeginum 13. apríl sl. Af hverju? Jú þá var stefnt á hagyxðingakvöld með balli og góðum mat á Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit í Austur- Skaftafellssýslu. A föstudeginum var fólk sem lengst átti að komið í hús á Smyrlabjörgum. Þar voru á ferð Þingeyingar, Skagfirðingar og hjón frá Súðavík sem lengst voru að komin. Þessir góðu gestir hófu upphitun strax um kvöldið með harmonikuleik og söng. Laugardagurinn rann upp með ágætis ferðaveðri og eftir hádegi fóru gestir að tínast í hlað. Þegar Sverrir Þórhallsson stjórnarmaður í Félagi harmonikuunnenda á Hornafirði steig í pontu og bauð fólkið velkomið, vorum um 200 manns mættir til leiks. En þessi hátíð er samstarfsverkefni Hótel Smyrlabjarga og Félags harmonikuunnenda á Hornafirði. Hátíðin sem haldin var í fyrsta skipti í fyrra þótti takast það vel að áfram var haldið. Eftir að hafa raðað í sig þrírétta máltíð stigu hagyrðingar á svið tilbúnir í vísnaslaginn. Sr. Hjálmar Jónsson sá um að stjórna vísnakvöldinu, kynnti hann til leiks hagyrðingana: Kristínu Jónsdóttir frá Hlíð í Lóni, Snorra Aðalsteinsson frá Höfn af Vaðbrekkuætt, Ragnar Inga Aðalsteinsson frænda Snorra og Andrés Björnsson úr Borgarfirði eystra. Einvalalið. Var nú hverri vísunni annarri betri kastað fram eftir innleiðingu spurninga frá sr. Hjálmari og fengu hagyrðingar góðar móttökur gesta í sal og gott uppklapp í lokin. Eftir að hagyrðingar gengu frá borði var farið að gera klárt fyrir ballið. Tvær hornfirskar hljómsveitir stigu á svið, Ekrubandið sem var skipað tveimur nikkuspilurum, ásamt píanó, bassa, trommuleikara og söngvara. Hin sveitin var Hilmar og fuglarnir sem var skipuð harmoniku, bassa, gítar og trommuleikurum, ásamt söngvara sem söng reyndar með báðum sveitunum. Ekrubandið, sem skipað er þeim Zophoníasi Torfasyni og Hauki Helga Þorvaldssyni á nikkur, Einari Sigjónssyni á píanó, Sigurði Hannessyni á bassa, Ragnari Eymundssyni á trommur og Erni Arnarsyni söngvara, hóf leik og létu dansgestir ekki á sér standa og smelltu sér í valsa, ræla, tangóa, vínarkrusa, skottísa og smá sving. Hilmar og fuglarnir tóku síðan lokasprettinn og léku inn í nóttina, en auk hans eru í hljómsveitinni, Haukur Helgi á nikku, Jóhann Móravek á bassa, Júlíus Sigfússon á gítar, Ragnar á trommur og Orn söngvari. Lauk balli með því að allir í salnum mynduðu hring á dansgólfinu og sungu lagið Ferðalok (Er völlur grær...) með viðeigandi hreyfingum. Vonandi áttu allir góða heimferð og er öllum sem gerðu þessa hátíð á Smyrlabjörgum svona góða og skemmtilega færðar kærar þakkir. Sjáumst á sama tíma að ári! Spurt var: Hvað hefði Drottinn átt að gera betur ? Upp gafit Drottinn á efsta degi, svo erfið var honum sköpunin. Eg heldþað hafi ekki verið úr vegi, að vanda sig betur með karlmanninn. Kristín Jónsdóttir Hlið Spurt var. Hvað í fari mínu heillar hitt kynið ? Haustblómin anga alltaf sœtast, afeigin reynslu ég hiklaust tel. Þar sem gáfur oggredda mœtast, getur ekki annað enfarið vel. Kristín Jónsdóttir Hlið Það vakti furðu mína þegar ég spjallaði við stjórn FHUH að öll eiga þau harmonikur en kunna ekkert að spila. Þau félagar teljast sem tónspili unna, þó tornæm séu á do re mí. Að eiga nikku en ekkert kunna, á ensku er kallað wannabe. Snorri Aðalsteinsson Spurt var um áramótaheit. A komandi ári égfer minnaferða, friðelskandi heill ogsannur. Svo langar mig auðvitað Líka að verða, Ljóshœrður, unglegur, hár oggrannur. Snorri Aðalsteinsson Spurt var. Hvað gerir grái fiðringurinn fyrir þíg? Besta aldri brátt ég nœ og bjargfóst er mín trúin ég engan gráan fiðringfie, fyrr en hin er búin. Andrés Björnsson Borgarfirði eystri 16

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.