Harmonikublaðið - 15.05.2019, Side 17
Fólk himtaði afathygli
Hornfirskir harmonikuleikarar á humarhátíð
Spurt var. Hvað sérðu þegar þú lítur í
spegil?
Aðpekkja myndfrd spegli er mikilglíma,
pví mínu útliti égget ei treyst.
Egglápi á sjálfan mig í gó8an tíma,
Guð hvað Mónakó Lísa hefur breyst.
Andrés Björnsson Borgarfirði eystri
• •••••••••••
Spurt var um Sverrir Þórhallson í FHUH
Sverri í jýrsta sinn égsá,
og svolitla tengingu komin er með.
Mér finnst hann talsvert minna á,
mann sem ég hef aldrei séð.
Andrés Björnsson Borgarfirði eystri
Stjórn Félags harmonikuunnenda á
Hornafirði.
Myndir: Sigurður Aðalsteinsson
Bragi Hlíðberg 95 ára
Einn af heiðursfélögum SIHU, Bragi Hlíðberg,
varð 95 ára, 26. nóvember sl. Bragi hefur um
áratuga skeið glatt harmonikuunnendur með
leik sínum. Hann fékk ungur leiðsögn á
harmoniku og sló í gegn strax á unga aldri og
æ síðan hefur hann verið íslenskum
harmonikuleikurum mikil fýrirmynd. Þegar
erlendir harmonikuleikarar komu til landsins
til tónleikahalds var gjarnan spurt eftir leik
þeirra. „Er hann betri en Bragi?“ Þessi setning
sýnir best hversu mikils hann er metinn meðal
harmonikuunnenda. A sínum yngri árum lék
hann með hinum ýmsu danshljómsveitum
borgarinnar, en þegar þau Ingrid eiginkona
hans komu sér upp fjölskyldu á sjötta
áratugnum, hvarf hann fljótlega af þeim
vettvangi. Hann var hins vegar oft kallaður til
þegar mikið lá við, td. í Þjóðleikhúsinu, en
þar réði ríkjum á sjöunda áratugnum gamall
spilafélagi af ballárunum, Carl Billich
tónlistarstjóri. Smám saman fór þó að heyrast
meira í hljóðfærinu hans og síðustu þrjá
áratugina hafa tónar Braga Hlíðberg borist
um meðal harmonikumótsgesta víðs vegar um
landið. Bragi og Ingrid hafa í gegnum tíðina
heiðrað harmonikumót um land allt með
nærveru sinni mörg undanfarin ár. Ferðagleði
þeirra hjónanna hefur verið miklum
eindæmum og í raun dæmalaust hve miklu
þau hafa komið í verk, en eitt síðasta mótið
sem þau tóku þátt í var landsmótið á Isafirði
2017. Varðandi harmonikuleikarann er alveg
stórmerkilegt að Bragi á að baki sáralítið
tónlistarnám og er að mestu sjálfmenntaður,
sem segir meira en mörg orð, um hans miklu
hæfileika. Braga hefur verið sýndur margur
heiður um dagana, en ætíð hefur það verið
A Fjallabaki undir Laufafelli efst í Rangárbotnum eystri
*m
A góðri stund í Fljótshlíðinni 2017
hógværðin, sem hefur verið aðalsmerki
listamannsins. Hann er hins vegar ekki allur
þar sem hann er séður, því það er hægt að
spyrja Braga um allt milli himins og jarðar.
Að sjálfsögðu er hann með á nótunum þegar
tónlist er annars vegar, en hann getur líka sagt
manni til varðandi smíðar á eldhúsinn-
réttingum eða gera við bíla. Þeim heiðurs-
hjónum Braga og Ingrid eru hér með sendar
síðbúnar afmæliskveðjur frá Félagi harmo-
nikuunnenda í Reykjavík og innilegar þakkir
fyrir allt sem þau hafa lagt félaginu til. Við
óskum þeim gleðilegs sumars og vonandi
eigum við eftir að sjá þau á einhverri harmo-
nikuhátíð sumarsins. Siggi Harðar
Vegna plássleysis í blaðinu komst greinin ekki
fyrir í desemberblaðinu.
Bragi Hlíðberg heiðursfélagi SÍHU lést um
það bil sem blaðið fór í prentun.
17