Harmonikublaðið - 15.05.2019, Page 18

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Page 18
Jóel Friðbjörnsson («)^0 Eitc af því sem einkennt hefur Harmonikufélag Þingeyinga í gegn um tíðina er samspil hinna ýmsu félaga. Einn er sá hópur sem hvað mesta frægð hefur hlotið í því sambandi, nefnilega Strákabandið. Ekki er ótrúlegt að einhverjir áskrifendur blaðsins eigi diska Strákabandsins og langi jafnvel til að vita meira um þessa rómuðu þingeysku gleðigjafa. Einn félaganna er Jóel Friðbjörnsson bóndi á Isólfsstöðum á Tjörnesi, sem um árabil hefur leikið með HFÞ. Ritstjóra langaði að forvitnast um feril hans sem harmonikuleikara og sögu Strákabandsins í leiðinni. Hann brá því undir sig betri fætinum og heimsótd Jóel og frú, en Isólfsstaðir eru rétt íyrr norðan Húsavík, við ysta haf. Þegar rennt hafði verið í kaffibollana tók að liðkast um málbeinið. Hvar og hvenær er Jóel Frið- björnsson fæddur? Eg er fæddur á Húsavík 31. janúar 1931 í heimahúsi eins og gerðist oft í þá daga. Eg var viku gamall þegar mamma fór með mig heim í Isólfsstaði þar sem ég hef átt heima síðan. Var mikið um tónlist á æskuheimilinu? Fyrst þegar ég fer að muna eftir mér þá var til munnharpa sem eldri bræður mínir spiluðu á og þá var oft sungið með, en svo var það upp úr 1940 sem einn af eldri bræðrum mínum, Hreiðar, fór á norskt síldarskip og var á því allt sumarið og þegar hann kom heim um haustið kom hann með píanóharmoniku sem hann hafði keypt af Norðmanni sem var skipsfélagi hans. Fljótlega fór ég að fikta við þetta hljóðfæri og náði fljótt lagi á það með einum fingri. Lærðir þú á hljóðfæri Jóel? Nei, ekki get ég sagt það, en fljótlega upp úr fermingu langaði mig mikið til að fá tilsögn í nótnalestri og gerði tvær tilraunir til þess, en það var til fárra að leita í þá daga og kannske hefur mig vantað bakstuðning eins og stundum er sagt til að hjálpa mér áfram í þessu. 18 En eftir að Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað og stóra hljómsveitin tók til starfa, lærði ég mikið af öðrum, þegar menn sem lásu nótur voru að spila. Þá fylgdist ég með á nótunum hjá þeim og þannig opnaðist þetta smám saman fyrir mér. Lærðir þú að dansa? Já, við í Ungmennafélagi Tjörness fengum danskennara Sigurð Hákonarson úr Reykjavík að vetrarlagi til að kenna hér dans í félagsheimilinu Sólvangi og það var mjög góð þátttaka og komu allir sem gátu. Þetta voru ógleymanlegar stundir sem við áttum þarna saman. í því sambandi má minnast á að þegar félagsheimilið Sólvangur var vígt 1960 var ég fenginn til að leika undir á jólaskemmtun barnanna. Síðan þá hafa aðeins fallið út tvö ár hjá mér í þessum jólaskemmtunum. Hverjar voru helstu skemmtanir á Tjörnesi á þínum yngri árum? Það var nú meira um það að komið væri saman til að skemmta sér yfir vetrarmánuðina þó að stundum væru samkomur að sumarlagi líka. En það var lengi sú hefð að æfa leikrit sem flutt var á samkomu milli jóla og nýárs og þá var margt annað sem haft var með til skemmtunar og fróðleiks. Svo voru oft höfð spilakvöld og bingó á veturna og alltaf dansað á eftir. Og þó að maður væri að spila polka á fullri ferð þá var stundum kallað framan úr sal „Meira fjör“. En þá voru hér menn í sveitinni sem kunnu að stjórna marseringu sem allir höfðu svo mikla ánægju af að taka þátt í og dansa eftir. Svo hafa Þorrablótin verið fastur liður hér í áratugi og þá skemmta sér að sjálfsögðu allir. Var mikið um harmonikuleikara í sveitinni? Mér telst til að við höfum verið 16 sem spiluðum, en þetta er yfir nokkuð langt tímabil og sumir af þeim spiluðu bara heima fyrir sig eins og gerðist hér áður fyrr. Ur þeim hópi má nefna auk mín, bræður mína Ingólf og Hreiðar sem báðir léku á harmonikur. Þá voru Pétur Björnsson og Oli Gunnarsson í Voladal og Heiðar Arnason, Sandhólum. Á næsta bæ við Isólfsstaði, Hallbjarnarstöðum voru nokkrir nikkarar, meðal annarra bræðurnir Baldur og Sigurbjörn Arnasynir og einnig Kjartan Jóhannesson sem dvelur nú á Skógarbrekku, Heilbrigðisstofnun Húsavík. Hann hefur ekki getað spilað með Strákabandinu í allmörg ár. Þá var einnig eldri maður á Isólfsstöðum, Halldór Sigurjónsson og svo tveir yngri bræður Sigurbjörn Eiður og Kári Viðar Árnasynir. Þá var Kári Leifsson á Hóli og sonur hans Kristján Kárason á Ketilsstöðum og einnig var félagi úr fyrsta Strákabandinu Karl Ingólfsson á Kvíslarhóli og einn nikkari var í Tungugerði Hákon Jónsson. Það má því segja að Tjörnesið hafi búið vel að harmonikuleikurum í gamla daga. En margir af þeim eru nú horfnir yfir móðuna miklu og eru vonandi að spila í Blómabrekkunni hinum megin. Hvenær byrjaðir þú að spila fyrir dansi? Eg var 16 ára þegar ég byrjaði fyrst að spila fyrir dansi en þá áttum við Ingólfur bróðir minn bara eina harmoniku sem við spiluðum á til skiptis. En veturinn 1955 fór ég á vertíð til Vestmannaeyja og vann þar í frystihúsi og Hjónin á Isólfistöðum

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.