Harmonikublaðið - 15.05.2019, Síða 19

Harmonikublaðið - 15.05.2019, Síða 19
 yijWLJ i|J| ■ : hJFI | t j Sk, , ■ *■ IééL íi ^ /li pL j| ■ 4 3 | L | > y;Á [ jSBht AI Strákabandið við upphaf Jóel í stofunni á Isólfistöðum þegar ég kom heim um vorið, kom ég við í Hljóðfæraversluninni Rín í Reykjavík og sá þar fallega harmoniku af Acnette gerð sem ég keypti. Eftir það spiluðum við bræðurnir oft saman á dansleikjum og fleiri samkomum. En þessa harmoniku sem ég keypti í Rin gaf ég Ásgeiri Sigurðssyni á Isafirði í safnið sitt fyrir nokkrum árum síðan og veit ég að það fer vel um hana þar. Var mikið um hljóðfæri almennt í Þingeyjarsýslum? Mér er nú ekki alveg nógu kunnugt um það, en fyrst þegar ég man eftir þá var meira um orgel, píanó og fiðlur heldur en harmonikur, finnst að hún hafi komið meira seinna, en þetta er svona mín tilfinning. Manstu eftir einhverju sögulegu við dansleiki á upphafsárunum? Að sjálfsögðu skeði margt skemmtilegt í gegnum árin, þó margt af því sé nú gleymt. Við vorum t.d.einu sinni að spila í Lóni á Akureyri og þegar þetta gerðist þá ætluðum við að spila tvo stutta valsa og þegar við byrjum að spila þá varð stjórnandanum það á að hann byrjar að spila seinni valsinn. Við vorum með söngvara þarna og hann byrjar að sjálfsögðu að syngja fyrri valsinn, en þegar hann var búinn að syngja tvær eða þrjár línur í textanum þá steinþagnar hann og eftir andartak þá hvín í hljóðnemanum, „ja hver andskotinn“ og það Æfing í sextugsafmAi Jóels d Isólfsstöðum var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist og þetta endaði allt vel. I annað skipti vorum við að spila í Skjólbrekku á vegum harmonikufélagsins og vorum að bíða eftir að hópurinn á undan okkur kláraði sinn tíma og vorum við búnir að setja á okkur harmonikurnar en það höfðu ekki allir lokað harmonikutöskunum. Svo var það einn sem var að snúast og stikla fyrir framan eina töskuna, sem stóð opin og verður það á að hann rekur hælana í töskuna með þeim afleiðingum að hann dettur aftur á bak ofaní töskuna með harmonikuna framan á sér og sat alveg fastur í töskunni og gat enga björg sér veitt. Eg sá hvað gerðist og gekk til hans og rétti honum hjálparhönd og dró hann upp úr töskunni. Margt fleira mætti tína til en læt þetta nægja. Var mikið um dansleiki á Tjörnesi og nágrenni? Það var ekki mikið um dansleiki, en þó var á tímabili hafður réttardansleikur hér í Sólvangi sem miðaðist við fyrstu göngur á haustin og var þessi dansleikur alltaf vel sóttur. Svona dansleikir voru einnig haldnir hér í nágranna- sveitunum líka. En það var svo mikill kostnaður í kringum þetta að það bar sig ekki og lagðist þess vegna af. Komst þú að stofnun Harmonikufélags Þingeyinga? Já, ég tel mig einn af stofnendum Harmo- nikufélags Þingeyinga. Hver er konan þín og hvar kynntust þið? Hún heitir Jónína Sigríður Björnsdóttir og er fædd á Jarlsstöðum í Aðaldal. í fáum orðum sagt þá kynntumst við þannig að árið 1967 í janúar kom hér fólksbifreið keyrandi heim að tröppum hjá mér og út úr honum stígur ung og falleg stúlka og erindi hennar var að bjóða mér á þorrablót fram í Aðaldal sem ég þáði að sjálfsögðu með kossi. Við erum búin að damla hér saman á ísólfsstöðum síðan. Hvenær hófú þið búskap á ísólfsstöðum? Eg var 15 ára þegar faðir minn dó og þá tókum við bræðurnir við búinu með móður okkar, en þegar kona mín kom hingað árið 1967 þá gekk hún inn í búskapinn með okkur líka. En síðan 1980 höfum við hjónin verið bara tvö í þessu. Hvert var upphaf Strákabandsins? Það má segja að upphaflega hafi þetta fyrst og fremst verið fjórir fullorðnir karlar á Húsavík sem kölluðu sig „Laskabúta“ en það voru þeir Haraldur Björnsson, Jósteinn Finnbogason, Baldur Árnason og Karl Ingólfsson, en stuttu seinna fór ég að spila með þeim. Þetta var einhvern tímann í kringum 1985. En svo var þarna ungur harmonikuleikari sem alltaf var tilbúinn að spila með gömlu körlunum þegar leitað var til hans, en þetta var enginn annar en sá 19

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.