Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 23
Carl Billich
Carl Billich var fæddur í Vínarborg árið 1911.
Honum var snemma komið til náms í
píanóleik en sýndi náminu heldur lítinn áhuga
til að byrja með. Fljótlega vaknaði þó löngun
til að læra og var þá ekki að sökum að spyrja,
námið gekk ljómandi vel enda hæfileikarnir
ótvíræðir. Hann hafði öðlast mikla reynslu
sem tónlistarmaður, þegar hann árið 1933
fékk tilboð frá Rosenberg á Hótel Islandi, sem
stóð á horni Aðalstrætis og Austurstrætis, að
koma og leika sem einn af þremur í Vínartríói,
sem leika skyldi fyrir gesti hótelsins. Fiðlu-
leikarinn í tríóinu var Josef Felzmann,
æskuvinur Carls. Samningur þeirra félaganna
var til átta mánaða en þeir settust báðir hér að
og voru sannkallaður hvalreki fyrir íslenskt
tónlistarlíf. Þeir lentu báðir í hremmingum
vegna heimsstyrjaldarinnar, því við hernámið
í maí 1940 voru þeir báðir handteknir og
fluttir til Englands í fangabúðir. Þar máttu
þeir dúsa til stríðsloka og gott betur.
Billich lék með mörgum danshljómsveitum í
gegnum tíðina og með hann við slaghörpuna
gátu hinir verið rólegir. Hann var tónlistarstjóri
Þjóðleikhússins frá 1964 til starfsloka 1981.
Billich varð fljótlega önnum kafinn við
útsetningar, enda smekklegur og vandvirkur
svo af bar. Hann vann með MA kvartettinum,
Smára kvartettinum og Leikbræðrum svo
einhverjir séu nefndir. Ekki var mikið um
tónsmíðar hjá Billich, en þó kom fyrir að lag
og lag datt úr penna hans. 1 fangavistinni í
Englandi varð Oli lokbrá, hans þekktasta lag
til. Annað lag Billich komst á plötu þegar
Sigurður Ólafsson söng Astavísu hestamanns-
ins með hljómsveit Billich inn á 78 snúninga
plötu, sem út kom 1955.
Carl Billich kvæntist eiginkonu sinni Þóru
Jónsdóttur árið 1939 og eignuðust þau eina
dóttur. Hægt er að fræðast um Billich í bókinni
„Norður í svalanrí', sem út kom 1982 og
innheldur ma. minningabrot frá ævi
listamannsins, sem lést í Reykjavík 1989.
Munið myndasíðuna á netinu: www.harmnniku-unnendur.com
Nú er lag á Borg“
Hin árlega harmonikuhátíd FHUR
verður haldin á Borg í Grímsnesi um
verslunarmannahelgina 2. - 5. ágúst
Sérstakir gestir veröa harmonikusnillingarnir Ásta Soffía
Þorgeirsdóttir, Þingeyingur og Kristina Farstad Björdal,
frá Noregi, en þær hafa slegið í gegn með stórkostlegum
harmonikuleik. Tónleikar þeirra verða laugardaginn
3. ágúst.
Á Borg eru góð hjólhýsastæði, stór danssalur,
glæsileg sundlaug, verslun, góðir harmoniku-
leikarar og vonandi jafn gott veður.
Glæsileg dagskrá alla helgina, dansleikir,
tónleikar, markaður, harmonikukynning
EG tóna og ýmislegt fleira.
Fjölmennum og tökum
með okkur góóa gesti
og gott skap
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
Símar 894 2322, 696 6422, 864 8539
23