Harmonikublaðið - 15.05.2019, Qupperneq 24
Pistill úr Dölum - af högum Nikkólínu
vöfflukaffi og skoðaði handverkið. Alltaf
gaman að spila þar, góðar móttökur,
skemmtilegir áheyrendur og flottur
handverksmarkaður.
Félag sauðfjárbænda í Dölum heldur árlega
Sauðfjárhátíð fyrsta vetrardag. A föstudeginum
er sviðaveisla með skemmtidagskrá, þar fara
hagyrðingar á kostum og margt fleira sér til
gamans gert. Að þessu sinni tók Nikkólína að
sér að spila í upphafi dagskrár og undir
borðhaldi. Það gekk alveg ljómandi vel, við
fengum dynjandi undirtektir áheyrenda og
gerum fastlega ráð fyrir því að spila þarna aftur
næsta haust.
Jólalögin voru æfð í nóvember og hljómsveitin
spilaði á jólamarkaði og kaffisölu
handverkshópsins Ossu í Króksfjarðarnesi 1.
des. Daginn eftir var svo spilað að vanda á
dvalarheimilinu Fellsenda á aðventuhátíð.
Þetta eru orðnir alveg fastir liðir á jólaföstunni.
Sömuleiðis heimsóttum við dvalarheimilið
Silfurtún og eins var spilað í Kjörbúðinni í
Búðardal rétt fyrir jólin.
Félagar úr Nikkólínu fóru í leikskólaheimsókn
í Búðardal 6. feb., þar var mikið spilað, sungið
og dansað og allir skemmtu sér dável, ekkerr
kynslóðabil þar.
Jörvagleði, menningarhátíð Dalamanna var
haldin núna um sumarmálin með fjölbreyttri
dagskrá í tali og tónum, víðavangshlaupi og
gönguferðum enda heilsaði sumarið með
einmuna blíðu. Á laugardaginn var
tónlistarhátíð í félagsheimilinu að Staðarfelli,
troðið hús og hápunktur Jörvagleði.
Félagsheimilið var byggt 1929 aml. í
sjálfboðavinnu og hefur því staðið í 90 ár,
steypt hús sem stendur enn fyrir sínu, en það
hefur að vísu verið byggt við það tvisvar síðan.
Þarna skemmti Þorrakórinn, sönghópurinn
„Systkinin“, sagt var frá byggingu hússins og
flutt gamanmál. Síðan var glæsilegt
kaffihlaðborð fyrir samkomugesti og þá spilaði
Nikkólína fram eftir kvöldi. Mjög skemmtilegt
kvöld, alltaf sérstaklega góð stemming á
Staðarfelli. Á Harmonikudaginn 4. maí
spiluðu Nikkólínufélagar svo á Barmahlíð á
Reykhólum, sungin voru nokkur sumarlög
enda glampandi sól í heiði og á eftir var
veislukaffi með heimilisfólkinu. Góður endir
á vetrarstarfmu.
Nú er hafinn sauðburður í sveitum í Dölum
eins og um allt land. Á meðan liggja æfingar
niðri en ekki má taka langt hlé því 14.-16.
júní halda Nikkólína og Harmonikuunnendur
í Húnavatnssýslum Harmonikuhátíð jjöl-
skyldunnar á Laugarbakka í Miðfirði.
Nikkólínufélagar hlakka til skemmtilegrar
helgar í góðra vina hópi og við vonum að sem
flestir harmoniku- og dansunnendur sjái sér
fært að mæta og skemmta sér með okkur.
SBH
Ljósmyndir: Vilhjálmur Bragason
Starfið hjá okkur í Harmonikufélaginu
Nikkólínu hefur verið með nokkuð
hefðbundum hætti þetta árið. Það hefur svo
sem ekki verið æft alveg reglulega, en hins
vegar slegið þess betur í þegar tilefni hefur
gefist til. Félagið hefur aðstöðu til æfinga í
húsnæði tónlistardeildar Auðarskóla og á
æfingum er bæði spilað og spjallað með kaffi
og góðu meðlæti.
Á Harmonikudaginn 5. maí 2018 spiluðu
félagar úr Nikkólínu í Kjörbúðinni í Búðardal
og svo á dvalarheimilinu Silfurtúni. Stærsta
verkefnið á árinu var svo auðvitað útihátíðin
á Laugarbakka 15.-17. júní, þar spilaði
Nikkólína á föstudagsballinu að vanda.
Hátíðin var afskaplega skemmtileg og nú er
farið að styttast í næstu Laugarbakkahátíð. Þar
verður örugglega góðra vina fundur og
skemmtileg helgi.
Bæjarhátíðin Heim í Búðardal var haldin sl.
sumar, helgina 14.-15. júlí. Það er komin föst
hefð að halda bæjarhátíð það ár sem Jörvagleðin
er ekki. Heimamönnum og gestum var boðið
í brunch í Dalabúð á laugardag og þar spilaði
Nikkólína á meðan aðrir gæddu sér á
kræsingunum. Einhvern veginn er oftar spilað
seinni hluta dags eða fram eftir nóttu, en þarna
var mætt að morgni dags og spilað af krafti
með kaffibollann við hendina.
Á Reykhóladögum þann 29. júlí var spilað í
handverkshúsinu (gamla kaupfélaginu) í
Króksfjarðarnesi, á meðan fólk gæddi sér á
Spilað í Króksjjarðarnesi í byrjun des
Spilað í Króksjjarðarnesi á Reykhóladögum
Jörvagleðitónleikar á Staðarfelli
24