Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 2
Ávarp formanns Kæru félagar og lesendur I sumar voru félögin með útihátíðir, eins og undanfarin sumur og fannst mér tónlistin á þeim öllum mjög góð. Við hjónin fórum á þrjár hátíðir sem voru hver annarri skemmti- legri. Eftir að fara á milli félaga finn ég hvað harmonikufélögin eru menningaraukandi því ekkert hijóðfæri er eins og nikkan. Félögin eru stofnuð í kring um harmoniku og veit ég ekki um nein félög sem stofnuð eru um önnur hljóðfæri. Við megum samt ekki sofna á verðinum því mörg félögin eru ekki stór og er lítil starfsemi hjá þeim. Mér finnst að við þurfum að efla dansmenninguna á landinu, það fækkar alltaf á dansleikjunum og er það miður, en ég veit ekki um neitt töfrabragð til að snúa þessu við, en betur má ef duga skal í þessu eins og fleiru. Eg fór á harmonikutónleika hjá hljómsveit F.H.U.E. í sumar og voru þeir mjög góðir og fannst mér sorglegt að ekki skyldi vera fullt hús. Ég er ekki eins svartsýn með harmonikutónlistina eins og áður eftir að hlusta á unga fólkið okkar í sumar. Nú haustar og næst á dagskrá er aðalfundur sambandsins, sem haldinn verður á Egilsstöðum í lok september og vænti ég þess að hann verði bæði skemmtilegur og málefnalegur. Ég óska öllum harmonikuleikurum og unnendum tónlistarinnar velfarnaðar inn í veturinn og þakka fyrir frábært sumar. Kveðja Filippía J. Sigurjónsdóttir Sagnabelgurinn Árið 1951 fór fram fyrsta danslagakeppni SKT, en það var skammstöfun fyrir Skemmtiklúbb templara. Keppnin varð gríðarlega vinsæl og var veigamikill þáttur í skemmtanalífi Reykvíkinga fram yfir 1960, en lengst af fór keppnin fram í Gúttó við Vonarstræti. Aðalhvatamaður var Freymóður Jóhannsson, sem sendi inn lög í keppnina undir dulnefninu 12. september. Fram að því hafði hann verið kunnur sem listmálari. Margir urðu til að taka þátt í þessum keppnum og með þeim eignuðust Islendingar fjölmörg tónskáld, sem þarna fengu vettvang til að koma tónsmíðum sínum á framfæri. Meðal þeirra var Ágúst Pétursson. Eitt af þeim lögum sem hann sendi í keppnina var Þórður sjóari og kom lagið út á plötu árið 1954. Textann, sem allir þeklíja hafði sveitungi Ágústs, Svavar Benediktsson samið. Sú saga komst á kreik á sínum tíma, að orðið vín hefði ekki mátt vera í textum á vegum SKT. Þá var brugðið á það ráð að breyta honum örlítið, til að þóknast keppnishöldurunum. Utkoman varð eitthvað á þessa leið: „Þá var hann vanur að segja si svona, já sjómennskan er ekkert mók, þó skyldi ég sigla um eilífan aldur, ef öldurnar breyttust í kók“. Ekki veit ég um sannleiksgildi sögunnar, en á þessum árum var ýmsum brögðum beitt við að koma í veg fyrir áfengisdrykkju. Þá voru td. aðeins fimm áfengisútsölur á öllu landinu, í Reykjavík, Isafirði, Akureyri, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum. Ekki virðist þetta hafa dugað til að halda landanum edrú, enda löngu vitað að fullir kunna flest ráð. Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Netfang: assigu@internct.is Vcffang: www.nedsti.is 2

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.