Harmonikublaðið - 15.09.2019, Side 3

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Side 3
 Harmonikublaðið ISSN 1670-200X Abyrgðarmaður: Friðjón Hallgrímsson Espigerði 2, 108 Rejk/avík Sími 696 6422, fridjonoggudnj@internet.is Prentvinnsla: '*?' Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is PrentgriPur Forsíða: Eorsíðumjndin að pessu sinni var tekin af Sigga Harðar á harmonikuhátíðinni á Ydölum í Aðaldal síðastliðið sumar. Meðal efnis: -1 fréttum var þetta helst - Itríó - bravóóó bravóóó - Hvítasunnan á Borg í Grímsnesi - Minning, Bragi Hlíðberg - Jónsmessan á Steinsstöðum - Islensk - norskir tónleikar á Borg - Fréttir af vori og sumri ásamt vetrarstarfi FHUE - Tónleikar í Grafarvogskirkju - Ýdalagleði - Harmonikuhátíðin á Laugarbakka 2019 - Harmonikudagurinn á Hornafirði - Fréttir af Héraði - Nú er lag á Borg - Lag blaðsins - Skógarvalsinn eftir Vigdísi Jónsdóttur - Frostpinnar að vestan Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 28.000 1/2 síða kr. 18.000 Innsíður 1/1 síða kr. 22.500 1 /2 síða kr. 14.000 1/4 síða kr. 8.500 1/8 síða kr. 5.500 Smáaugtjsingar kr. 3.500 Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er 25. nóvember 2019. Stjórn S.Í.H.U. nöfn, netföng, heimilisföng og símanúmer: Formaður: Filippía Sigurjónsdóttir 8208834@internet.is Hólatúni 16, 600 Akureyri S: 462 5534 / 820 8834 Varaformaður: Haraldur Konráðsson budarholl@simnet.is Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur S: 487-8578 / 893-4578 Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir sigrunogvilli@gmail.com Breiðabólstað, 371 Búðardalur. S: 434-1207/ 861-5998 Gjaldkeri: Melkorka Bendiktsdóttir melb.ss@simnet.is Vígholtsstöðum, 371 Búðardalur S: 434 1223 / 869 9265 Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason peturbjarna@internet.is Geitlandi 8, 108 Reykjavík S: 456-4684 / 892-0855 Varamaður: Sigurður Ölafsson sandur2s@magnavik. is Sandi 2, 641 Húsavík S: 464-3539 / 847-5406 Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir bolstadarhlid2@gmail.com Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós S: 452-7107/ 856-1187 Kt. SÍHU: 611103-4170 .... |"’Kl' Frá því ég hóf að starfa í Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík fyrir ríflega 40 árum hefi ég farið á fjölmarga tónleika með hinum ýmsu harmonikuleikurum. Allir hafa þeir átt það sameiginlegt að vera góðir tónlistarmenn og margir framúrskarandi. Þeir fyrstu sem ég hlýddi á voru af, því sem ég kalla, gamla skólanum. Stór hluti þeirra tónleika saman stóð af verkum eftir höfunda á borð við Pietro Frosini, Pietro Deiro, Ragnar Sundqvist, Arnstein johansson, Walter Eriksson og ýmsa fleiri. Eg minnist harmonikuleikara á borð við Lars Ek, Nils Flácke, Sigmund Dehli, Anders Larsson, Anniku Anderson og margra fleiri í þeirra anda. Allir áttu þeir sameiginlega mikla spilagleði, sem smitaðist út í áheyrendahópinn, sem naut stundarinnar til hins ýtrasta. En það var annar hópur harmonikuleikara, sem hingað kom til tónleikahalds, sem var á annarri bylgjulengd, ef svo má segja. Þar í hópi voru td. Hrólfur Vagnsson, Elisbeth Mosel, Geir Draugsvoll, Vladimir Chuchran, Renzo Ruggieri og fleiri. Síðari hópurinn lék af sömu spilagleðinni og hinn, en tónlistin var allt annars eðlis. Þeirra tónlist var svokölluð nútímatónlist, jafnvel framúrstefnutónlist. Þar giltu jafnvel önnur lögmál varðandi laglínu, sem stundum fyrirfannst jafnvel ekki. Sumt af þessum tónsmíðum hljómuðu jafnvel sem einhvers konar prakkarastrik, þó áheyrendur hafa ekki allir heyrt þau sem slík. Sumt mátti jafnvel flokka sem uppákomur. Það kom fljótlega í ljós að síðari hópurinn átti síður upp á pallborðið hjá hinum almenna harmonikuunnenda, en hann átti sína aðdáendur engu að síður. Hópurinn smá hætti að mæta, ef von var á framúrstefnutónlist. Það þurfti að samræma þessar tvær ólíku stefnur. Hugleiðingar mínar að þessu sinni er til komnar vegna tónleika sem ég sótti um verslunarmannahelgina á Borg í Grímsnesi. Þar má segja að komið hafi í ljós hvernig hlustun harmonikunnenda hefur breyst með árunum. A sviðinu á Borg léku í dúett, tvær ungar tónlistarkonur, menntaðar í Noregi, önnur íslensk hin norsk. Þær heilluðu áheyrendur með leik sínum og kynningum, enda frábærir tónlistarmenn. Þær voru búnar að samræma dagskrárnar. Þær léku reyndar ekki nútíma framúrstefnutónlist, eins og leikin er víða úti í heimi. Þær léku að hluta til gamla sígilda tónlist, sem leikin hefur verið um árhundruð og var ekki einu sinni samin fyrir harmoniku og svo nýja, sem samin er af ungum harmonikuleikurum, sem auðga tónlistarlífið með nýrri tónlist. Það var reyndar mjög mikil norræn slagsíða á lagalistanum, en það var trúlega bara berra. Nú brá hins vegar svo við að áheyrendur voru með á nótunum. Þeir skemmtu sér konunglega og höfðu orð á því, hve vel þeim hafi fundist tónleikarnir hafa tekist. Þó voru þarna mjög margir af gömlu harmonikuunnendunum, sem vanist höfðu eldri gerðinni. Þeir eru búnir að taka nýju tegundina í sátt. Það er sem sagt nauðsynlegt að blanda þessu vel saman, þá gengur dæmið ágætlega upp og harmonikunni er auðveldlega treystandi fyrir þess háttar. í fréttum var þetta helst Harmonikusnillingurinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Ragnar Jónsson sellóleikari, halda tónleika í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 8. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:30. Á efnisskránni eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfsson, Johann Sebastian Bach, Igor Stravinsky og Sofiu Gabaildulinu. Af þessu má sjá að efnisskráin er afar fjölbreytt og ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfi. Ohætt er að mæla með þessum tónleikum, en þessi hljóðfæraskipan er ekki daglegt brauð. Það vitnar um óvenjulegan stórhug að leggja í að taka Salinn í Kópavogi á leigu til að halda tónleika sem þessa. Komið er út nótnahefti með 20 lögum eftir Hjördísi Pétursdóttur (1919-1971). Heftið er til sölu íTónastöðinni og Hljóðfærahúsinu fyrir sanngjarnt verð. Hjördís Pétursdóttir samdi mörg ágætislög um dagana og er Þórshafnarskottís í flutningi Grettis Björnssonar þeirra frægast. Þá söng Haukur Morthens lagið, Eldur í öskunni leynist, við ljóð Davíðs Stefánssonar, á sínum tíma. Ekki er vafi að nótnaheftið á erindi við harmonikuunnendur sem og annað tónlistarfólk. Eitthvað virðist lítið um að vera hjá sumum harmonikufélögum um þessar mundir. Sáralítið hefur verið um svör frá formönnum þeirra við fyrirspurn ritstjórans. Starf félaganna virðist því að mestu fara fram í kyrrþey. Það er von ritstjórans að eitthvað rofi til með haustinu og formenn félaganna sjái ástæðu til að rjúfa leyndarhjúpinn. Framundan er aðalfundur SIHU, sem að þessu sinni verður haldinn á Egilssröðum síðustu helgina í september. Aðalmál fundarins verður trúlega tillaga FHUR um lagabreytingu varðandi skiptingu hagnaðar eða taps af landsmótum. Orlítið var málið rætt á síðasta aðalfundi, en þá kom tillagan of seint fram til að fá viðeigandi afgreiðslu. Undirbúningur við komandi landsmót í Stykkishólmi er á áætlun, en nú fer að líða að lokaundirbúningi. r Heiðursfélagar SÍHU Aðalsteinn fsfjörð, Baldur Geirmundsson og Reynir Jóna:

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.