Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 4

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 4
Ég hafði séð auglýsingu á væri boðið að halda tónleika í tónleikaröðinni Velkomin heim. Ég hafði áður heyrt í þeim á landsmóti harmonikuunnenda á Isafirði og aðeins á YouTube. Mér finnst gaman að fylgjast með unga fólkinu okkar og sérstaklega harmonikuleikurum. Ég var ákveðin í að reyna að leiðbeina unga fólkinu aðeins um efnisval því mér þótti það svolítið einhæft á Isafirði, þ.e. sama tæknikunnátta oft og þá voru Krummavísur í þeirra eigin útsetningu það verk sem heillaði mig mest. ítríóið skipa þau Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir frá Isafirði, Jón Þorsteinn Reynisson úr Skagafirði og Jónas Asgeir Ásgeirsson frá Reykjavík. Þau stunduðu öll kammernám við einleikaradeild Konunglega danska tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn. Þau hafa unnið til verðlauna m.a. hrepptu þau annað sætið í alþjóðlegri harmonikukeppni í Castelfidardo árið 2016 og fyrsta sæti í kammertónleikakeppni í skólanum þeirra í Kaupmannahöfn og þau hafa tekið þátt í mörgum hátíðum. Tónleikarnir 19. maí í Hörpu voru alveg stórkostlegir! Efnisval var fjölbreytt og gaman að kynnast ýmsum nýjungum í harmonikuleik. Þau hófu leikinn á verkinu Sailing eftir Junchi Deng og þetta var mjög áheyrilegt verk. Þá tók við mjög sérstakt verk eftir Finn Karlsson For AIl The Wrong Reasons og kynning Jónasar Ásgeirs var á þann veg að verkið væri eiginlega samið út frá kennitölum þeirra og þetta þótt mér mjög merkilegt og fjölbreytt. En svo kom verkið sem situr í vellíðunarminninu, Suite Gothique efdr Léon Boéllmann í fjórum þáttum Introduction Jónas Ásgeir, Helga Kristbjörg ogjón Þorsteinn viðglervegginn jrœga í Hörpu Choral, Menuett gothique og hið unaðslega Priére á Notre-Dame og fín Toccata í lokin. Mér þótti Priére vera himneskt og þvílík sælutilfinning og hin verkin voru mjög góð. Þá kom verk eftir japanskan höfund, nokkurs konar hugleiðsluverk sem hefði notið sín betur í lokuðum sal en umferð gangandi fólks truflaði svolítið áhrifin. Þá kom hið skemmtilega Krummi þ.e. tvö íslensk krummalög í þeirra frábæru útsetningu. Rondo Caprizzioso var líka alveg ljómandi hjá þeim. Þau ylja alltaf fallegu íslensku lögin hans Jóns Nordal, Smávinir fagrir og Hvert örstutt spor og flutningur Itríós var virkilega fallegur. Tónleikunum lauk svo með hressilegum Balkan Dance. Því miður voru ansi fáir félagar úr harmonikufélögum landsins á þessum tónleikum en þarna voru margir aðrir góðir gestir og nutu vel. Helga Kristbjörg, Jón Þorsteinn og Jónas Ásgeir, hjartans þakkir fyrir frábæra tónleika og bráðskemmtilegar kynningar á verkunum. Elísabet Halldóra Einarsdóttirformaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík 4

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.