Harmonikublaðið - 15.09.2019, Qupperneq 7

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Qupperneq 7
Wpr Bragi Hlíðberg f. 26. nóvember 1923 - d. 14. maí 2019 Látinn er Bragi Hlíðberg, heiðursfélagi Sambands íslenskra harmonikuunnenda SIHU, á nítugasta og sjötta aldursári. Bragi hefur aukið veg harmonikunnar hér á landi meira en flestir aðrir og hann var um áratugaskeið einn allra besti harmonikuleikari Iandsins. Tónlistarferill hans er líka ótrúlega langur og glæstur að sama skapi, en nú eru rúm áttatíu ár síðan hann hélt fyrstu einleikstónleika sína í Gamla bíó 1939, þá aðeins fimmtán ára að aldri. Bragi byrjaði 10 ára gamall að spila, fyrst á hnappaharmoniku en svo valdi hann sér píanóharmoniku og hélt sig við þær síðan. Ferill Braga er stórglæsilegur og hann var öll þessi áttatíu ár mjög starfsamur sem harmonikuleikari auk þess sem hann tók virkan þátt í félagsstarfi hljóðfæraleikara. Bragi sigraði í fyrstu harmonikukeppni sem haldin var hér á landi 1939. Hann var kosinn vinsælasti hljóðfæraleikari landsins 1949 og fékk heiðursviður- kenningu Norðmanna í Bergen 1987. Hann var einn af stofnendum Félags harmonikunnenda í Reykjavík og heiðurs- félagi þess. Bragi var kosinn harmoniku- leikari tuttugustu aldarinnar af áskrif- endum blaðsins Harmonikan og fékk heiðursviðurkenningu frá SIHU 2001 fyrir fórnfúst starf í þágu harmoniku- tónlistar á íslandi. Hann var heiðursfélagi SÍHU frá árinu 2011. Bragi var alltaf áhugasamur um félagsstarf íslenskra harmonikuleikara og sótti harmonikumót á sumrin, ásamt Ingrid konu sinni, fram á síðustu ár. Þau ferðuðust um á hjólhýsinu sínu, síðast á Landsmóti SIHU á Isafirði fyrir tveimur árum. Hann spilaði um áratugaskeið með hljómsveit FHUR allt fram yfir nírætt. Auk þess að vera snillingur á harmonikuna samdi hann fjölda laga og gaf út hljómplötur og diska. Lagasmíðar hans voru, eins og tónlist hans, fágaðar og vandaðar. Hann var jafnvígur á danstónlist og klassísk verk. Við í stjórn Sambands íslenkra harmoniku- unnenda söknum vinar í stað og minnumst þessa hógværa og prúða snillings með djúpri virðingu. Jafnframt sendum við Ingrid konu hans og fjölskyldu þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar SIHU, Filippía Sigurjónsdóttir, formaður Lítilldtur, Ijúfur og kátur leik þér ei úr máta. Varastu spjátur, hœðni, hlátur heimskir menn sig státa. Það er líkt og mannkostamaðurinn Bragi, hafi tamið sér að fara eftir heilræðum Hallgríms Péturssonar. Við sem þekktum Braga vel fundum að þar fór einstaklega hógvær maður. Vandvirkni var hans höfuðdyggð og handlagni hans vakti aðdáun margra. Hann taldi aldrei eftir sér að leika á harmonikuna í útilegum og víðar. Margir muna eftir honum og Flemming Viðari Valmundssyni, núna einum efnilegasta harmonikuleikara Islands, í Árnesi, þegar Flemming var 9 ára og Braga langaði til að þeir spiluðu saman. Flemming sagði þá við meistarann: „Hvað kanntu?“ Eg held við gleymum aldrei brosinu hans Braga þá. En um leið og Bragi er nefndur þá er Ingrid líka á staðnum með gítarinn eða að mála. Ingrid taldi ekki eftir sér að keyra eins og herforingi með hjólhýsið þeirra. Og af mörgum sumarútilegum er ein sérstaklega minnistæð, á Breiðamýri 2001. Þar voru Bragi, Ingrid, Grettir Björnsson og Erna kona Grettis og fleiri góðir félagar. Við bjuggum til torg á miðju svæðinu og Hilmar Hjartarson nefndi þetta Stjörnu- torgið. Þetta var alveg einstök upplifun. Ingrid skrautmálaði, Bragi og Grettir spiluðu og Erna hlustaði með okkur hinum. I Harmonikublaðinu eru margar greinar um Braga en hann ritaði mjög góða og þarfa grein í 3. tbl. 1998-1999 m.a. um „sjöundarsýki" þ.e. tilhneigingu manna að spila sjöund í harmoniku- bassanum þegar spila ætti dúrhljóm. Þetta er ekki ósvipað því og er haft á orði um íslenskuna að rita frekar einfalt i ef fólk er í vafa, heldur en ypsílon. Árið 2000 var Bragi valinn harmonikuleikari aldarinnar 1900-2000. Bragi samdi mikið af góðum lögum sem komið hafa út í hefti, á plötum og síðar á geisladiskum auk þessa hefur hann leikið mörg vel valin lög. Bragi var gerður að heiðursfélaga Félags harmoniku- unnenda í Reykjavík (FHUR) þegar hann varð sjötugur. Hann var alltaf tilbúinn að styrkja hljómsveit FHUR. Hljómsveitin hefur haft unun af að leika lögin hans, m.a. í níutíu ára afmælisveislu Braga. Ég undirrituð varð þess heiðurs aðnjótandi að Bragi lék á harmoniku í 50 ára afmæli mínu ásamt Gretti og fleirum. Ég hitti Braga síðastliðið vor og sagði honum að ég væri að æfa tvö lög eftir hann, þ.e. lögin Dansað á þorranum og I Húsafellsskógi og ég ætlaði að spila þau fyrir hann þegar ég væri orðinn nógu vel æfð. Ég hafði orð á hvað mér fyndist þau vel samin og góðar fingraæfingar og þá sagði Bragi: „þú hefur greinilega skilið að þetta var einmitt tilgangurinn með lagasmíðunum mínum.“ Ég vona að hann heyri í mér í Sumarlandinu þar sem þeir Grettir og fleiri stilla saman nikkurnar sínar. Margt höfum við upplifað saman og allar minningarnar munu geymast og verða rifjaðar upp. Við kveðjum með söknuði og þakklæti, þennan ljúfling. Við félagarnir í FHUR sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Ingridar og allrar fjölskyldunnar. Minningin um meistarann Braga Hlíðberg mun lifa. Elísahet Halldóra Einarsdóttir formaður FHUR 7

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.