Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 8

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 8
Skagfirðingar héldu sitt árlega harmonikumót um Jónsmessuhelgina að Steinsstöðum. Margir voru mættir á fimmtudeginum, vongóðir um að veðrið yrði ásættanlegt. Ekki höfðu veðurguðirnir sýnt Norðlendingum neina linkind fram að þessu, en nú sýndu þeir á sér skárri hliðina. I það minnsta varð Friðriki Steingrímssyni að orði á föstudeginum. Sumarið örlítinn sýnir nú vott, sólkerfið tilþess er hannað. Veðrið að heita má helvíti gott, efhafgolan fitri eitthvað annað. Dansleikur föstudagsins hófst á tilsettum tíma þegar Geirmundur Valtýsson hóf upp raust sína og var strax ljóst að ekki yrði slegið slöku við. Fólk flykktist út á gólfið og dansaði sem aldrei fyrr. Eftir rúman klukkutíma var svo Aðalsteinn Isfjörð mættur til að leysa af og átti ekki í vandræðum með að halda dönsurunum á gólfinu. Geirmundur lauk svo ballinu þegar nóg var komið að flestra mati. Laugardagurinn heilsaði heiður og tær eins og einhvers staðar sagði. Nú var komið að dagskrá, sem fram að þessu hefur samanstaðið af tónleikum ungra tónlistarmanna í Skagafirði, gamanmálum og kaffihlaðborði. Allt var þetta á vísum stað að vanda. Tónleikarnir hófust með leik tveggja áungra hamonikuleikara úr Skagafirði, þeirra Arnars Freys Guðmundssonar og Guðmundar Smára Guðmundssonar. Þátókvið Matthildur Ingimarsdóttir, 10 ára söngkona, ásamt móður sinni Margréti Olafsdóttur, sem lék undir á píanó. Samkomugestir sátu agndofa og þetta Þa3 er lengra á milli þessara að öllu jöfnu. Ómar Skarphéðinsson í Neskaupstað ogAstvaldur Guðmundsson á Núpi í sumarbliöu í SkagafirÖi var bara byrjunin. Hún söng það sem eftir var með ungum gítarleikara Sæþóri Hinrikssyni og þau slógu í gegn. Einlægur söngur þessarar ungu stúlku heillaði áheyrendur upp úr skónum. Það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Þá var komið að þeim Finni Héðni Eiríkssyni og Isak Agnarssyni á harmonikur. Er vonandi að þeir haldi áfram í framtíðinni. Þá kvaddi sér hljóðs Atli Gunnar Andrésson verkfræðingur, með sinn pistil af kostulegum Skagfirðingum, en á þeim er enginn skortur í þessum landshluta. Voru nú hláturtaugar áheyrenda teknar til kostanna. Dagskránni lauk á mjög eftirminnilegan hátt þegar harmonikuhljómsveit fimm ungra Skagfirðinga hóf leik. Var þetta mjög svo óvænt, en gríðarlega skemmtilegt. Voru ungu mennirnir klappaðir upp að lokum. Kökuhlaðborð tók nú við og var því gerð góð skil. Eftir grill og útispil í blíðuveðri, sem nú átti leið hjá, hófst laugardagsballið. Sem fyrr var það Geirmundur Valtýsson sem reið á vaðið, en var fljótlega leystur af þegar frændurnir Aðalsteinn ísfjörð og Stefán Gíslason tóku við. Næst var komið að Miðhúsagenginu, því Jón Gíslason í Miðhúsum og dóttir hans Guðrún Helga tóku yfir ballið ásamt Stefáni Gíslasyni og var nú kominn galsi í mannskapinn. Geirmundur lauk svo ballinu fagmannlega. Mótið fór hið besta fram og voru gestir almennt ánægðir. Sérstaklega lét fólk í ljósi ánægju með tónleikana. Friðjón - Myndir: Siggi Harðar Hljómsveitin sem sló ígegn á tónleikunum á Steinsstöðum. Fv. Óskar Stefánsson píanó, Þröng áþingi á iaugardagskvöidió MagnúsJóhannsson hassi, Indriði Ægir Þórarinsson gítar, Guðmundur Smári Guðmundsson trommur ogArnar Freyr Guðmundsson harmonika Erlingur, Bjarki og Ingimar stilla saman Allt með ró og spekt i Argarði 8

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.