Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 14
Harmo
.■il.. 1' Tifi i ( ■ ■/■ir'lf
Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum og
Nikkólína úr Dölum héldu sína árlegu
harmonikuhátíð í Asbyrgi á Laugarbakka í
Miðfirði helgina 14.-16. júní í sumar. Þetta
er orðinn fastur og ómissandi liður, heilmikil
vinna en allt unnið í góðu samstarfi félaganna,
svo er þetta bara svo skemmtilegt og ekki spillir
þessi frábæri félagsskapur. Föstudagurinn
heilsaði okkur bjartur og fallegur, sólríkur en
óneitanlega ekki of mikill lofthiti, það andaði
eiginlega smáköldu. En það hefur engin áhrif
á sanna harmonikuunnendur og tjaldstæðið
fyiltist óðfluga, hvert glæsihýsið af öðru og
fagnaðarfundir þegar vinir hittust komnir víða
að og skemmtilegir dagar framundan.
Fyrr en varði mátti heyra harmonikutóna
hljóma á svæðinu og þannig á þetta einmitt
að vera.
Það var stórsveit Nikkólínu sem spilaði fyrir
dansi á föstudagskvöldið frá klukkan níu til
eitt. Hljómsveitina skipuðu að þessu sinni á
harmoniku Halldór Þ. Þórðarson stjórnandi
sveitarinnar, Steinþór Logi Arnarsson, Kristján
Ingi Arnarsson, GuðbjarturA. Björgvinsson,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigvaldi Fjeldsted,
Ingimar Einarsson, Jóhann Elísson, Asgerður
Jónsdóttir, Melkorka Benediktsdóttir, Sigrún
Halldórsdóttir og Kristján Olafsson, sem
spilaði reyndar bæði á harmoniku og saxófón.
Á gítar var Hafliði Ólafsson, á bassa Kristinn
Valdimarsson og við trommurnar sat Ingvar
Bæringsson. Jóhann Ríkarðsson okkar ágæti
trommuleikari veiktist alvarlega í vetur og
þegar ljóst var að hann gæti ekki spilað með
hljómsveitinni í þetta sinn fengum við Ingvar
til að bjarga málum sem hann gerði með
glæsibrag.
Hátíðin og dansleikurinn hófst kl. 21:00 og
allt var sett á fullt og ballgestir teknir til
kostanna. Dansgólfið fylltist eins og hendi
væri veifað. Það var dansað, spilað og sungið
af miklum móð. Þegar mestu hraustmennin
á gólfinu tóku vel undir í lögum lá við að þakið
lyftist af húsinu, enda vel tekið á því. Svo kom
Númi Adolfsson og tók lagið með Nikkólínu,
næst verðum við búin að æfa lögin hans. Og
þannig leið kvöldið, alveg rífandi stemming
allt fram til klukkan eitt. Þá þökkuðum við
öllum góða mætingu og frábært ball og að
lokum sungu svo allir viðstaddir saman af
hjartans lyst Undir Dalanna sól og fleiri
ættjarðarlög, áður menn röltu út í sumarnóttina
til að halda gleðinni áfram eða taka á sig náðir.
Já það er ekki hægt að segja annað en að þetta
verður bara skemmtilegra með hverju árinu.
Laugardagurinn rann svo upp bjartur og fagur.
Menn tóku það rólega framan af, það var
spjallað og spilað á útisvæðinu, þar myndast
stundum heilu hljómsveitirnar og lagavalið
fjölbreytt. Skemmtidagskráin hófst kl. 14.
Melkorka bauð gesti velkomna og flutti kveðju
frá Svenna Sigurjóns sem að þessu sinni var
fjarri góðu gamni vegna veikinda.
Fyrstur á svið var Þorvaldur Pálsson á Ytra-
Bjargi með tríó að þessu sinni, það skipuðu
auk hans, Sveinn Kjartansson æðarbóndi á
Króksá og Einar Friðgeir Björnsson frá
Bessastöðum. Þeir byrjuðu á lagi eftir Þorvald,
síðan kom Blíðasti blær eftir Óðinn G.
Þórarinsson, þá lag eftir Arnstein Johansen og
að lokum You are my sunshine/Vertu sæll ég
kveð þig kæri vinur. Aukalag var svo Káta
Víkurmær. Skemmtilegt tríó, en þess má geta
að Þorvaldur hefur verið með tónlistaratriði
á Laugarbakkahátíðinni á hverju ári við mjög
góðar undirtektir.
Þá lék Einar Friðgeir 2 lög, eftir Frosini og
Sundquist, eftir uppklapp spilaði hann svo
Kenndu mér að kyssa rétt, sagði það vera
Fagnaðarfundir á Laugarbakka
Dansað af miklum móð, er þaðpolki eða rœll
Og dansinn dunar enn, Nikkólína á sviðinu á fóstudagskvöldið í fullmiklu sviðsljósi,
eiginlega blindandi
14
Þrir góðir taka lagið saman alveg klingjandi flottir. Jón Helgi Jóhannsson, Kolbeinn
Erlendsson og Grétar Þorsteinsson