Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 15

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 15
Einar Friðgeir Björnsson og Sigurður Aifónsson „hvíslayfir hafið" Valgerður Alda Heiðarsdóttir frá Bœ i Hrútafirði Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðflytja okkur kjarnyrta limru Þessispiluðu d meðan aðrir nutu kajfihlaðborðs, Elísabet Einarsdóttir, ÚljhilAur Grimsdóttir ogAsgerður Jónsdóttir úr kvemiasveitinni Mix og meðþeim Kristján Olafison á trommur og Kristinn Valdimarsson á bassa uppáhaldslag Valda frænda síns á Bjargi. Þá kynnri Einar til leiks mikinn snilling, Sigurð Alfonsson, sem sagðist nú bara vera ósköp venjulegur. Þeir Einar og Sigurður léku saman þrjú lög og svo eftir uppklapp lag Gylfa Ægissonar, Hvíslað yfir hafið. Afskaplega skemmtileg spilamennska enda fengu þeir góðar viðtökur áheyrenda. Að lokum spilaði Sigurður svo Austangjóluna til heiðurs Karli Jónatanssyni, heiðursfélaga SIHU, sem gerði mikið fyrir harmonikuna á Islandi. Það var glæsilegur flutningur. Á eftir þessum höfðingjum steig á svið Valgerður Alda Heiðarsdóttir frá Bæ í Hrútafirði og spilaði fyrir okkur My Bonnie. Hún er nýbyrjuð að læra á hljóðfærið, en á framtíðina fyrir sér. Melkorka flutti svo skemmtilega minningargrein í bundnu máli um hana ömmu hverrar ævistarf var að sinna börnum og búi af prýði enda var á legsteininn skráð: Þar hvílir Brynjólfur Beck, bóndi og konan hans Þá var komið að þætti Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Hann flutti kynningu á limrum, bragarhætti sem kenndur er við borgina Limerick á írlandi og rakti sögu limra á íslandi, en Ragnar er að taka saman limrubók sem kemur út í haust. Einnig kynnti hann eigin ljóðabók, 75 limrur, sem kom út sl. vetur á 75 ára afmæli höfundar. Ein skemmtileg limra eftir Jóhann S. Hannesson var svohljóðandi: Það er almenningsálit í sveitinni að ást séra Marteins á geitinni megi hreint ekki lá, þegar litið er á hversu lík hún er Jórunni heitinni. Og Þorsteinn Valdimarsson orti svo: Eg aðhefst það eitt sem ég vil ogþví aðeins að mig langi til. En langi þig til að mig langi til þá langar mig til svo ég vil! Þetta var afskaplega skemmtileg kynning, eins og Ragnars er von og vísa og höfðu gestir mjög gaman af þessum kjarnyrtu limrum. Þá var kominn tími á kaffihlaðborðið árlega, þar sem borðin svignuðu undan heimagerðum kræsingum af bestu gerð, enda gerðu menn veitingunum góð skil. Á meðan gestir gæddu sér á krásunum var líka veisla fyrir andann því að undir borðum spiluðu Elísabet Einarsdóttir, Ásgerður Jónsdóttir og Ulfhildur Grímsdóttir, eða þrjár úr kvennasveitinni Mix. Með þeim spiluðu Kristján Ölafsson á trommur og Kristinn Valdimarsson á bassa. Einnig lék Guðmundur Jóhannesson nokkur lög á hnappanikkuna. Ákaflega ljúf tónlist og kaffið og meðlætið bragðaðist því enn betur og menn gáfu sér góðan tíma til að njóta bæði veidnga og tónlistar. Á laugardagskvöldið var svo dansleikur frá níu til eitt. Að þessu sinni voru það þær Hildur Petra Friðriksdóttir og Guðný Kristín Erlingsdóttir með meðleikurum, eða hljómsveitin Sör Sigfús, sem spilaði fyrir dansi og sá um að allir skemmtu sér vel eins og undanfarin ár. Sveinn Sigurjónsson, sem hefur spilað hér mörg undanfarin ár með sinni ágætu hljómsveit var illa fjarri góðu gamni, en hann var nýbúinn að gangast undir mikla skurðaðgerð og gat því ekki mætt að þessu sinni. Sólveig flutti hins vegar góðar kveðjur frá honum til samkomugesta. Þær stallsystur stóðu sig auðvitað með stakri prýði eins og við var búist. Dansinn dunaði og gólfið alltaf 15

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.