Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 16

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 16
Sólveig ai undirbúa kaffihlaðborðið, það dtti enn eftir að bata miklu d borðið Hildur Petra, Guðný Kristín ogfélagar á fullri ferð, Sör Sigfiís fullt af dansunnendum í miklu stuði. Þegar ballið var hálfnað var tekið hefðbundið hlé til að draga í happdrættinu, en þar var eins og venjulega fjöldi góðra vinninga. Friðjón sá um dráttinn og gætti „jafnræðis“ í útdeilingu vinningsmiða. Merkilegt hvað sumir þurfa oftar að sækja vinninga en aðrir. Þegar lukkulegir vinningshafar voru búnir að sækja happafenginn til Melkorku og Sólveigar hófst ballið aftur og var dansað af lífx og sál fram til kl. 1 þegar skemmtunin og frábært ball endaði með fjöldasöng að vanda. Sunnudagurinn rann svo upp einstaklega hlýr og fagur, þannig að mönnum lá ekkert á heim, en nutu frekar veðurblíðunnar í góðum félagsskap og nikkan hljómaði áfram um svæðið. Þetta samstarf Húnvetninga og Nikkólínu hefur gengið afskaplega vel og því engin ástæða til breytinga. Sólveig formaður HUH tilkynnti í lok hátíðar að búið væri að ákveða harmonikuhátíðina í Ásbyrgi á sama tíma að ári. Og þá er bara að taka frá helgina og skemmta sér með okkur, allir velkomnir og hittumst hress og kát að vanda! SBH - Myndir Siggi Harðar Það var dansað á fullu allt kvöldið, stundum þröng á þingi firði var haldinn Ekrunni á Höfn þar sem sem átti harmonikur kom saman og tók lagið. Elstur í hópnum var Ragnar Arason frá Borg ríflega níræður. Félag harmo- nikuunnenda á Hornafirði sá um daginn sem tókst mjög vel. Boðið var upp á súpu og brauð. Með bestu kveðju, Haukur Helgi Myndir Haukur Helgi Nokkrirfélagar á Homafirði. Formaðurinn Hrefna Magnúsdóttir lengst til vinstri Aldursforsetinn Ragnar á Borg 16

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.