Harmonikublaðið - 15.09.2019, Qupperneq 17

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Qupperneq 17
 Starfsemi Harmonikufélags Héraðsbúa hefur verið með hefðbundnum hætti síðasta starfsár. Félagið hefur verið í samstarfi við félag eldri borgara á Héraði og hefur það samstarf orðið til þess að dansæfingar hafa verið haldnar í félagsaðstöðu eldri borgara, Hlymsdölum, einu sinni í mánuði og hafa þessar dansæfingar verið vel sóttar. Félagið tók þátt í Harmonikudeginum að venju og fóru félagar í fyrirtæki og stofnanir og spiluðu þar í um það bil eina klukkustund og var því vel tekið af viðskiptavinum að því virtist þó að líklega hafi þetta vakið mesta gleði hjá vistmönnum Dyngju á Egilsstöðum. Arlegur ágústdansleikur félagsins var haldinn í Valaskjálf laugardaginn 31. ágúst og var hann vel sóttur að venju en sérlega ber að fagna árlegum heimsóknum félaga úr Harmonikufélagi Þingeyinga og Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Að þessu sinni heiðraði formaður S.I.H.U. Filíppía Sigurjónsdóttir okkur með nærveru sinni. Félagar í Harmonikufélagi Héraðsbúa, Sveinn Vilhjálmsson, Jón Sigfússon og Gylfi Björnsson spiluðu fyrir dansi ásamt gestum sem voru að þessu sinni harmonikusnillingarnir Aðalsteinn Isfjörð og Einar Guðmundsson. Undirleikarar voru Andrés Einarsson (gítar), Pálmi Björnsson (gítar), Ragnar Eymundsson (trommur) og Jónas Þór (bassaharmonika) Dansleikurinn fór vel fram en spilað var frá kl 21:00 dl 01:00. Á aðalfundi félagsins kom upp sú hugmynd hvort félagið ætti að bjóðast til að halda aðalfund Sambands ísienskra harmoniku- unnenda í haust og því máli var vísað til stjórnar til skoðunar og ákvörðunar. Niðurstaða stjórnar var að þetta skyldi gert og unnið hefur verið að undirbúningi fram til dagsins í dag og nú styttist í fundinn en hann verður haldinn í Hótel Valaskjálf dagana 27. til 29. september næstkomandi. Staða mála nú er að flest aðildarfélög S.I.H.U. hafa skráð sína formenn og fulltrúa og nú hefst vinna við lokaundirbúning fundarins. Félagar í HFH hlakka til að sjá ykkur sem flest á aðalfundi S.I.H.U. á næstu dögum og munu reyna eftir föngum að gera dvöl ykkar ánægjulega. Með kveðju að austan. Jón Sigfússon formaður H.F.H. Myndir: Siggi á Sandi Pdlmi Björnsson, Ragnar Eymundsson, Alli Isjjörð, Einar Guðmunds og Jónas Þór, allt vanir menn Kokkurinn var ad sjálfsögðu nmttur í Valaskjálf Andrés Einarsson, Jón Sigfusson, Ragnar Eymundsson, Sveinn Vilhjálmsson ogjónas Þór í Valaskjálf Munið myndasíðuna á netinu: www.harmoniku-unnendur.com 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.