Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 18

Harmonikublaðið - 15.09.2019, Page 18
Hið árlega harmonikumót Félags harmonikuunnenda í Reykjavík fór fram á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina. Eftir einstaklega gott sumar á Suðurlandi var fólk tekið að streyma á mótsstaðinn strax á miðvikudeginum. Gestir komu víðsvegar að og er það alltaf ánægjulegt þegar sem flestir landshlutar eiga fulltrúa. Ferðin suður hjá Mývetningunum Friðriki Steingrímssyni og Hrönn Björnsdóttur gekk ekki áfallalaust, því einhvers staðar á leiðinni hafði hjólhýsið hrist heldur betur og ýmislegt farið af stað, sem annars var geymt á vísum stað. Lyktin leyndi sér ekki þegar hýsið var opnað á áfangastað. Stuttu síðar barst eftirfarandi frá bóndanum. Konan afvonsku nú d ekki orð og ávítar karlinn sinn bitur. Því koníak helltist um bekki og borð og bóndinn í damminum situr. Strax á fimmtudeginum mátti sjá formann skemmtinefndar á rölti um svæðið, hnusandi Út á kamar leiðin langa, leikið hefiir margan grátt. Það er algjör þrautaganga, þeirra sem að verður brátt. Veðrið lék við gesti mótsins á Borg og strax á fimmtudeginum mátti heyra harmonikutóna á svæðinu. A föstudagsmorguninn gat Friðrik ekki lengur setið á sér. Blessuð sólin brennir skinn, bjóst égþó við hinu. Hvílík blíða maður minn, í miðju Grímsnesinu. Fyrsti dansleikur helgarinnar hófst um níu leytið á föstudagskvöldið og gestir mættu tímanlega samkvæmt venju. Sigurður Alfonsson og Reynir Jónasson hófu leikinn og strax var fullt gólf. I fyrsta sinn um árabil lék hljómsveit FHUR fyrir dansi og var enginn byrjendabragur á því. Hana skipuðu þau Elísabet Einarsdóttir, Erlingur Helgason, Pétur Laugardagurinn heilsaði með brosi á brá og harmonikutónar bárust um svæðið, en síðan var komið að tónleikum helgarinnar. Sem upphitun léku þau Elísabet formaður og Gyða Guðmundsdóttir ásamt Hannesi Baldurssyni tvö lög áður en tveir upprennandi snillingar, þær Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal hófu leik fyrir fjölda áheyrenda sem urðu ekki fýrir vonbrigðum. Tónleikunum eru gerð betri skil á öðrum stað í blaðinu. Eftir vel heppnað spil á svæðinu og grill um kvöldið var svo komið að dansleik kvöldsins. ÞærÁsta Soffía og Kristina hófu leik og var skemmtileg nýbreytni að sjá svo unga tónlistarmenn leika fyrir dansi á harmonikuballi. Þær fengu ágætis undirtektir, enda frábærir harmonikuleikarar, þó einhverjum hafi fundist lagavalið full einhæft. Hinar geysivinsælu Hildur Petra Friðriksdóttir og Guðný Kristín Erlingsdóttir tóku síðan við og áttu ekki í vandræðum að halda fólki við efnið. Það voru svo „gömlu“ Hvanneyringarnir, Grétar Geirsson og Guðmundur Samúelsson sem léku til Við byrjum á valsi Þéttskipað gólf á Borg utan í hjólhýsi og húsbíla og minnti suma mest á ref í ætisleit. Þá sagði Friðrik; Friðjón efá flandrí veit, fyllist margur trega. Enda er hann í auraleit, eins og venjulega. Ýmislegt gerir fólk sér til gamans þegar á mótsstaðina er komið en þar þarf fólk einnig að sinna sínum einka erindum. Vegalengdin frá tjaldsvæðinu á Borg að hreinlætisaðstöðunni finnst einhverjum óþarflega löng. Það lagaðist þó á föstudagsmorguninn, þegar samkomuhúsið var opnað fyrir gesti harmonikumótsins. Þetta gaf Friðriki Steingríms ástæðu til að kasta fram; Bjarnason, Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir, Sigvaldi Fjeldsted og Gyða Guðmundsdóttir á harmonikur, Hannes Baldursson á hljómborð, Haukur Gröndal á bassa, Fróði Oddsson á gítar og Eggert Kristinsson á trommur. Harmonikusalarnir Einar Guðmundsson og Gunnar Kvaran ásamt Reyni Jónassyni luku síðan ballinu um miðnættið og mótsgestir komu sér í næturstað í sumarblíðu. Á laugardagsnóttina gerði skúr, sem fáir urðu varir við. Þegar Friðrik kom út um morguninn varð honum að orði. Ennþá stöku dropi dettur, dignar kannski einn og einn. Þessar litlu skúraskvettur, skaða svo sem ekki neinn. miðnættis, þegar Erlingur Helga og Gunnar Kvaran leystu þá af og luku ballinu um eitt leytið. Ágætis þátttaka var í dansinum, enda margir harmonikuunnendur frægir dansarar í bland. Ekki þótti öllum ástæða til að fara að sofa þegar þarna var komið og mátti enn heyra ljúfa harmonikutóna óma um svæðið, þegar flestir voru komnir í draumalandið. Sunnudagurinn heilsaði með sól í heiði og leið ekki á löngu, þegar fóru að heyrast ljúfú lögin. Fljótlega myndaðist örtröð á svæðinu Númatorgi, norðaustast á svæðinu. Þar reis hæst meðal jafningja, gítarleikarinn og söngvarinn Númi Adólfsson. Voru þar margir teknir til kostanna í leik og söng. Þar heyrðist í fyrsta sinn á harmonikumóti FHUR, ef mér skjátlast ekki, í saxófóni, sem Kristján nokkur Olafsson blés í af mikilli fagmennsku, öllum 18

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.