Harmonikublaðið - 15.09.2019, Blaðsíða 21
I tilefni af komandi landsmóti barmoniku-
unnenda á næsta ári, efndi Félag harmoniku-
unnenda í Reykjavík til samkeppni um lands-
mótslag. Sigurvegari varð Vigdís Jónsdóttir,
sem harmonikuunnendum er að góðu kunn
fyrir leik sinn á dansleikjum með Hildi Petru
Friðriksdóttur og einnig hefur hún undanfarin
ár spilað talsvert með tónlistarmanninum og
trúbadornum Halla Reynis.
Vigdís fékk harmoniku í fertugsafmæligjöf frá
manni sínum og byrjaði fljótlega eftir það að
læra á hljóðfærið. Aður hafði hún aldrei snert
á þessu hljóðfæri en hafði lært á píanó í 2-3
ár sem unglingur og það hjálpaði henni að
vita hvað nóturnar hétu á píanóborðinu. „Eg
varð eiginlega srrax nokkuð hugfangin af þessu
hljóðfæri og langaði virkilega til að ná tökum
á því“ segir Vigdís. Hún hefur undanfarin 12
ár sótt einkatíma í harmonikuleik hjá góðum
kennurum auk þess að taka stök námskeið í
tónfræði og hljómfræði. Hún hefur ekki farið
í formlegt tónlistarnám í tónlistarskóla en tók
grunnpróf í harmonikuleik síðastliðið vor með
aðstoð Guðmundar Samúelssonar. Hún
stefnir að því að raka miðstigið eftir 2-3 ár.
Aðspurð um tónlistaráhuga og
hljóðfæraiðkun á heimili sínu segir
Vigdís að píanó hafi verið keypt inn
á heimilið þegar hún var unglingur
og hún lærði á það í 2-3 ár. „Mamma
hlustaði mikið á tónlist og tveir
bræður mínir hafa einnig verið
mikið í tónlist, spilað á gítar, sungið
og samið lög. Ég lét mér hins vegar
nægja lengi vel að syngja í kórum og
hlusta á tónlist en langaði samt alltaf
að gera eitthvað meira. Tónlist hefur
þannig alltaf skipt mig miklu máli
en ég fór ekki að læra á hljóðfæri af
neinu viti fyrr en ég fékk mína fyrstu
harmoniku og þá er ég komin á
fimmtugsaldur. Nokkuð seint, en í
raun þá er aldrei neitt of seint í
lífinu, maður á bara að láta slag
standa og gera það sem mann langar til ef
möguleiki er á því. Harmonikan hefur gefið
mér ótrúlega mikið, ég hef fengið mörg
tækifæri til að spila með frábæru fólki og taka
þátt í skemmtilegum viðburðum bæði
hérlendis og erlendis og fyrir það er ég mjög
þakklát“ segir Vigdís. Hún vill ekki gera mikið
úr tónskáldinu Vigdísi Jónsdóttur, en hefur
þó samið nokkur lög, mest fyrir skúffuna enn
sem komið er. Vigdís starfar sem
framkvæmdastjóri VIRK — Starfsendur-
hæfingarsjóðs og hefur byggt þá starfsemi upp
frá grunni á síðustu 11 árum.
Fisitalia
Hágæða harmonikur á góðu verði
21