Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 2
•** ivt ^> -<r ■’. F ■ V ••j*s*r?íi1»i'Ví< 1»»i ,í•*.(,;'.•..*'V '*>-%* • sfe^*- - iT.V'- ‘jslfc." ^ •' ••■•.,.-■••''■•>/•;♦>, .■,>'.!.•*:• ^1.V ,'•■* •• • ■ T »?•>"■':•,■ Avarp formanns Kæru félagar og lesendur. Nú er desember genginn í garð og komið að hugleiðingum mínu og árið 2019 rétt að verða búið. Það er komið rúmt ár síðan ég tók við sem formaður SIHU og margt hefur verið öðruvísi en ég átti von á en svo lengi lærir sem lifir stendur einhvers staðar. Aðalfundur sambandsins var í lok september og hélt Harmonikufélag Héraðsbúa utan um hann og var þeim til mikils sóma. Þakka ég þeim fyrir frábæra helgi eins öllum þeim sem komu á fundinn. A þeim fundi var skipt um gjaldkera sambandsins og vil ég nota tækifærið og þakka fráfarandi gjaldkera, Melkorku Benediktsdóttur, fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins og frábært samstarf og óska henni velfarnaðar. Vetrarstarf félagana er vonandi byrjað að fullu í öllum landshornum. Eg heyrði af góðum tónleikum á Suðurlandi og dansleikjum á nokkrum stöðum þannig að ég lít nokkuð björtum augum á komandi ár. Arið 2020 er Iandsmótsár, félögin um land allt eru farin að æfa tónleikasveitir sínar og þátttaka mun vera góð, aliur undirbúningur er í höndum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og frétti ég reglulega frá þeim. Landsmótið verður haldið í Stykkishólmi og hvet ég alla unnendur góðrar tónlistar og áhugamenn um harmonikuleik að fjölmenna þangað og eiga skemmtilega helgi í afbragðsgóðum félagsskap. Það verður enginn svikinn af því að mæta á landsmót, þau hafa verið hvert öðru glæsilegra og ekki að efa að FHUR vandar til verka og býður til stór- harmonikuveislu. Senn líður að jólum og vil ég óska harmoniku- unnendum um land allt gleðilegrar jólahátíðar. Filippía Sigurjónsdóttir JólakveSja /e/komin jó7/ Hátíðin hátíða mesta. Hjartnanna vonarijós besta. Veikomin jói ! Stjörnuijós stór biika á biádimmum feidi sem bjarmi frá heiiögum eidi. Stjörnuijós stór. Gieðiieg jói ! hijómar í kotum og höiium. Himnanna guð veiti öiium Gieðiieg jói ! > Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Hyj. t !-i ;2h: Sími 456 3291 - byggdasafh@isafjordur.is - www.nedsti.is 2

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.