Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 6
Skemmtiferð Harmonikufélags Vestfjarða um Húnaþing vestra 13. - 15. september árið 2019 13. september Að uppástungu nýkjörins formanns Harmonikufélags Vestfjarða, Hafsteins Vilhjálmssonar, var ákveðið að efna til skemmtiferðar norður í Miðfjörð, gista þar í tvær nætur á Hótel Laugarbakka og skoða söguslóðir í nágrenninu. Hafsteinn sá um undirbúning ferðarinnar, útvegaði rútu af hæfilegri stærð og ágætan bílstjóra, pólskan að ætterni, sem bar hið norræna nafn Valdimar. Brottfarardagur var ákveðinn 13. september. Harmonikukarlar, Líni, Lóa og Edda ásamt áhangendum úr Dýrafirði óku á bílum sínum til Isafjarðar og tóku rútuna þar. Klukkan tíu voru þeir komnir um borð ásamt öðrum ferðafélögum og var þá lagt af stað. Fararstjóri var Hafsteinn formaður og stjórnaði öllu með lipurð og festu. Stefnan var tekin inn formanns Harmonikufélags Vestfjarða, en hann lést 20. apríl sl. Frá Hólmavík var farið um Þröskulda og Laxárdal. Stutt stopp var í Búðardal og annað í Staðarskála í Hrútafirði. Þar kom í rútuna Engilbert Ingvarsson og voru þá allir mættir sem skráðir voru í ferðina, 38 manns. Komið var að Laugarbakka upp úr klukkan fimm. Þar er rekið myndarlegt hótel. Það stendur í litlu þorpi á austurbakka Miðfjarðarár sunnan þjóðvegarins. Hefur það byggst í landi Reykja og heitt vatn þaðan notað til upphitunar húsanna. Miðfjarðará er með kunnustu og fengsælustu laxveiðiám landsins. Hún kemur upp á afréttarlöndum Miðfirðinga í þremur kvíslum: Austurá, Núpsá og Vesturá. Við fengum góðar móttökur á Hótel Laugarbakka. Fólki var vísað til herbergja þar sem menn létu líða úr sér ferðaþreytuna og * w 9Bv- M jjjú ' Li Jm Djúp með viðkomu í Súðavík. Þar komu um borð Frosti Gunnarsson og Björg Hansdóttir og Dýrfirðingarnir Bergur Torfason og Emilía Sigurðardóttir. Næst var áð á Hólmavík og þar bættust í rútuna Þorleifur Ingólfsson og Lára Gísladóttir. Harmonikufélagið bauð upp á kjötsúpu í Riishúsi og við það tækifæri bar Messíana Marsellíusdóttir fram koníak, púrtvín og rauðan brjóstsykur í minningu og að hætti eiginmanns síns Asgeirs S. Sigurðssonar, fyrsta 6 snurfusuðu sig síðan fyrir kvöldverðinn. Svo hittist á að Lóa (Elínbjörg Snorradóttir) kona Bergsveins Gíslasonar frá Mýrum varð áttræð einmitt þennan dag 13. september. I tilefni afmælisins bauð hún samferðafólki sínu upp á kampavín við upphaf kvöldverðar. Hafsteinn formaður færði henni veglegan blómvönd frá Harmonikufélaginu og fylgdi með vísa þessi: Þú ert ennpá æði spræk að átta tugum loknum. Heillaóskir og hundrað „læk “ frá harmonikuflokknum. Síðan var sunginn afmælissöngurinn, bæði fýrir Lóu og Emilíu sem varð áttræð 12. september og hrópað ferfalt húrra. Eftir þetta neyttu menn veislukvöldverðar. Við lok hans var borin fram vegleg afmælisterta í boði hótelsins. Eftir matinn var skemmtileg sýning á handunnum myndum er sýndu atriði úr Grettissögu. Höfundur myndanna og kynnir var Gudrun Kloes, fædd í Þýskalandi en flutti til Islands 1982 og hefur lengst af búið í Húnavatnssýslu. Menn gengu til náða saddir og glaðir eftir góðan dag. Veður dagsins, skúrir, sólarglæta á milli. 14. september Upp úr klukkan átta tóku menn að tínast í morgunverð. Ekki var gæfulegt út að líta, hvasst og rigning. Framundan var akstur fyrir Vatnsnes en sú leið er þjóðkunn fyrir holur enda gamall malarvegur. Höfðu sumar konurnar við orð að verða eftir á hótelinu og spila eða skríða undir sæng frekar en fara út í þetta veður. En eftir prýðilegan morgunverð varð þó fólk samstiga með að fara í ferðina. Allir voru komnir í rútuna klukkan tíu. Þar var mættur leiðsögumaður dagsins, Karl Asgeir Sigurgeirsson ættaður frá Bjargi í Miðfirði. Sópaði það af honum að engum datt annað í hug en hlýða honum í einu og öllu. Fyrsti áfangastaðurinn var Hvammstangi, kauptún við austanverðan Miðfjörð, byggt úr landi jarðanna Kirkjuhvamms og Syðsta Hvamms. Stórir hvammar eru fyrir ofan kauptúnið og er nafn þess dregið af þeim. Það varð löggiltur verslunarstaðar 1895. Þá var ekkert íbúðarhús á staðnum, öll byggðin reis eftir það. Hvammstangi er aðlaðandi og snyrtilegt þorp. Ibúar eru milli fimm og sex hundruð og fer heldur fjölgandi. Margvíslega opinbera þjónustu og atvinnustarfsemi er þar að finna, til að mynda skrifstofu sem annast uppgjör alls fæðingarorlofs á landinu, þar starfa um 15 manns. I prjónastofunni Kidka starfa álílca margir. Karl Asgeir fór með okkur í prjónastofuna, verslunarminjasafnið og

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.