Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 13
 ■■■ !9® * .” ..:■ ? -t -. ^.ffwíji '■•< * •s.ir*" • - * ; • •••:!? ofcir«*%í: Hvað með hljóðfæraeign og harmóniku- ieikara á Tálknafirði? Guðbjartur Eggertsson fór og lærði orgelleik syðra í nokkra vetur og spilaði í kirkjunni. Þá lærði hann jafnframt að spila á harmoniku, varð ágætur spilari og spilaði á böllum þarna sem ekki voru mörg á þeim tíma. Hann hlustaði á Toralf Tollefsen og varð fyrir miklum áhrifum af honum. Orgelið í kirkjunni var lengi eina hljóðfærið í sveitinni, ásamt því að ég held að hafi verið til gítar á einum eða tveimur bæjum. Og svo harmonikan hjá Guðbjarti eftir að hún kom til. Þá var upptalið. Hvenær byrjaðirðu að spila fyrir dansi? Eins og segir hér að framan þá eignaðist ég harmoniku fjórtán ára og var farinn að ná nokkrum lögum um haustið. Þá fór Guðbjartur til orgelnáms til Reykjavíkur og líklega tvisvar það haust datt einhverju ungu fólki í hug að halda ball og ég var fenginn til að spila fyrir dansi. Tónlistin var ekki merkileg en látin duga. Stór hluti af þessu voru valsar og svo marsar, þar sem maður gat spilað tvö þrjú lög í marstakti í langan tíma og stöðugir periingiirn. Reyndar kóín fyrir að hjálpsamir menn börðu með okkur harmonikutöskurnar í staðinn fyrir trommur en oftar en ekki var það til lítils gagns og við fórum að fela töskurnar. Eftir það var ég á síld öll sumur og héraðsskóla tvo vetur og spilaði el<ki á böllum heima. Var mikið um dansleiki fyrir vestan? Það var lítið um dansleiki í Tálknafirði á veturna, enda aðstæður ekki góðar. Undir 1960 var þetta samt farið að breytast. Þá var hafin þarna útgerð og frystihúsið tekið til starfa. Þarna voru starfræktar verbúðir og þá fór að verða líflegra. Ymsir höfðu þá eignast plötuspilara eða segulband svo það var betur hægt að bjarga sér með dansmúsik. A sumrin var þetta allt með öðrum blæ. Jeppar og jafnvel drossíur voru þá komnir allvíða og við unga fólkið í Tálknafirði þvældumst oft norður á Bíldudal til að hitta jafnaldra. Þá datt okkur iðulega í hug að „starta balli“. Þá var haft samband við einhvern sem hafði yfir húsi að ráða, oftast var það gamalt samkomuhús í Bakkadal sem varð fyrir valinu. Þá var einfaldlega látið boð út ganga og liðinu smalað i* tí’ ■ x- • ‘ :•• *\\ ékkért rafmagn' og eiriá lýsingin voru tveir olíulampar, sinn á hvorum vegg. Þegar fór að líða á haust var oft nokkuð rokkið inni en það dugði þó ekki öllum. Þá skutluðu ástleitnir menn stundum eldspýtustokk ofan á lampaglasið og dó þá á lampanum og varð betra næði til myrkraverka á dansgólfinu. Varð stundum að standa vörð um lampann í nafni siðgæðis. Hvenær byrjaði svo hljómsveitarferillinn? Það er varla hægt að tala um hljómsveitarferil fyrr en á fullorðinsárum. Þegar ég kom í Reykholtsskóla í Borgarfirði opinberaðist mér mikið félagslíf og skemmtilegt. Þar voru nokkrir músíkantar og ég komst fljótlega í hljómsveit og var í einum tveimur þar að mig minnir. Þetta voru mikil umskipti að komast í svona fjölda af ungu fólki frá fásinninu heima. Sem dæmi get ég nefnt að fermingarbörn íTálknafirði 1955 voru aðeins tvö, við Helgi á Felli, en hann gisti heima á veturna eftir að farskólinn var lagður af og við brölluðum margt saman. Svo fór ég í Kennaraskólann og spilaði lítið þann tíma, en lærði þó vetrarpart á gítar hjá Karli Lilliendahl Hljómsveitin Facon d Bíldudal 1967. Jón Kr. Ólafison, Grétar Ingimarsson, Ástvaldur Jónsson og Pétur Bjamason Vorfagnaður Harmonikufélags Vesíjjaróa 1989 á Hótel ísajirði leikir og dansafbrigði voru í gangi. Góður mars gat tekið upp undir hálftíma ef stjórnandinn kunni til verka. Mér finnst miður að þetta skuli hafa lagst niður sem almenn atriði á dansleikjum. Þennan vetur var eitthvað um svona spilamennsku og menn sættu sig við takmarkaða kunnáttu mína enda ekki annað í boði. Verst var með launin. Gamla harmonikan mín var í þungum trékassa og ekki auðveld í flutningum. Umsaminn taxti var að bera átti harmonikuna inn í Stúkuhús, en það var samkomuhúsið, sem var um hálfur kílómetri eða svo og sömuleiðis skila henni heim aftur. Þau voru aldrei goldin nema að hálfu. Það var farið með hana á ballið en ég mátti sjálfur drösla henni heim. Um sumarið þegar Guðbjartur kom heim aftur fór ég að spila með honum á böllum og við spiluðum saman í tvö sumur, en önnur hljóðfæri voru ekki í þeirri hljómsveit. Þá var farið að borga í þangað. Þar spilaði ég yfirleitt á harmoniku og stundum voru fleiri með mér. Einu sinni var meira að segja haldið út í Selárdal og startað balli í samkomuhúsinu þar, en það er nú sumarbústaður. Þar var annar harmonikuleikari með og bróðir hans, sem var trommari. Ballið endaði nokkuð bratt því þeim bræðrum varð sundurorða, þeir lentu í hár saman og þar með var ballið búið. Barðstrendingar héldu böll í litlu bárujárnshúsi sem stóð í miðju í kríuvarpi niður við sjó, rétt hjá Haga á Barðaströnd og síðar voru böll í nýju húsi á Birkimel þar í sveit. Nýtt félagsheimili kom í Orlygshöfn um þessar mundir og var fjölsótt. Húsið hét Fagrihvammur, en gárungar kölluðu það stundum Votahvamm sér til gamans. Við Guðbjartur spiluðum nokkrum sinnum í litla húsinu á Barðaströnd og vorum fastráðnir þar í tvö sumur í Örlygshöfn, spiluðum á hálfsmánaðarfresti. I húsinu á Barðaströnd var og síðar svolítið á klarinett hjá Gunnari Egilssyni. Á sumrin var ég á síld og þar var bara spilað í lúkarnum eða á dekkinu. Fyrir hendingu var ég svo gripinn í hljómsveitina Facon á Bíldudal skömmu eftir að ég kom þangað sem skólastjóri, rígfullorðinn maðurinn orðinn hálfþrítugur. Jón Astvaldur vinur minn, sem oftast var kallaður Gutti, kom til mín haustið 1966 og sagði mér að nú væri Hjörtur Guðbjartsson, sem hafði verið hljómsveitarstjórinn, farinn suður og því vantaði mann. Hann spurði hvort ég gæti ekki spilað með þeim á bassa í Tálknafirði um helgina. Eg sagði sem satt var að ég hefði varla séð bassa og aldrei snert á slíkum og það kæmi því ekki til greina. „Þú kannt að spila á gítar og harmoniku og þetta er svipað. Fylgja bara hljómunum,“ sagði Gutti. „Eg skal sýna þér hvernig þetta virkar.“ Það fór svo að ég spilaði tjieð þeim í Dunhaga í Tálknafirði um helgina og gekk eftir atvikum, en það var lítið skinn 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.