Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 10

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 10
 ÍV^^: - *»£ •&?%*£ '*^v .;. Vsi Fréttir frá Harmonikufélagi Þingeyinga haustið 2019 Aðalfundur Harmonikufélags Þingeyinga var haldinn áBreiðumýri 13. október síðastliðinn með harmonikuleik, kaffi og kökum. Þá var kosinn formaður Sigurður Olafsson í stað Jóns Helga Jóhannssonar. Þar voru og kosnir stjórnarmenn þau Þórgrímur Björnsson og Gunnhildur Arnþórsdóttir í stað Þórhildar Sigurðardóttur og Smára Kárasonar. Fundarmenn minntust Kjartans Jóhannes- sonar, hann lést 8. október í haust. Kjartan var einn afstofnfélögum harmonikufélagsins og lengi félagi í Strákabandinu. Arshátíð var svo haldin á Breiðumýri þann 26. október. Var hún fremur fámenn, en félagar létu fámennið ekki spilla gleðinni. Veislustjóri var Hólmfríður Bjartmars og flutti hún annál ársins ásamt Sigríði Ivarsdóttur. Tryggvi Óskarsson sagði sögur eins og honum er einum lagið og Þórgrímur Björnsson sá um leiki. Eftir að gestir höfðu hesthúsað girnilegum kræsingum frá Kristjáni Guðmundssyni á Laugum var sungið og dansað fram eftir nóttu. Harmonikuleikarar voru Strákabandið og Hildur Petra. Meðleikarar voru Jónas Pétur Bjarnason á bassa, Pálmi Björnsson á gítar og Magnús Kristinsson lék á trommur. Þökkum við þeim öllum fyrir fjörugt ball. Þann 23. október varð einn af stofnfélögum okkar Jón Arni Sigfússon níræður. Harmonikufélagið óskar honum innilega til hamingju með afmælið og þakkar honum mikið og gott starf í félaginu gegn um tíðina. Fía á Sandi. Ljósmyndir: Siggi á Sandi Pálmi, Magnús, Hildur Petra, Fía, Ólína ogjónas Pétur leiddu jjöldasöng á árshátíðinni ■: = • L 1 H;: - j y f 1 r/ ‘ ' Wi|jMap|ir*~~ \ | ; ' 1 ■ i; | ^ ‘ x 1 1 1 w' m \ 1 i|j§f IIStP h«B| gf / I riTf-i . Wff j! Hildur Petra ásamt félögum drógu ekki afsér t dansinum Meðalaldurinn á Strákabandinu UkkaSi verulega með tilkomu Hildar Petru 10 Skoðið timarit.is og flettið harmonikublöðum frá 1986

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.