Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 5

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 5
Tíbrá í Salnurn Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Ragnar Jónsson sellóleikari héldu tónleika í tónleikaröðinni Tíbrá þriðjudagskvöldið 8. október sl. Báðir hafa unnið til þess að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Islands, sem ungir nemendur, en þeir er nánast jafnaldrar, fæddir 1993 og 1994. Eins og áður hafði komið fram var þetta ekki hinn dæmigerði hljóðfæradúett, en ungt fólk hefur ætíð haft gaman af að reyna eitthvað nýtt, ögra hinu hefðbundna oft með ágætis árangri. Tónleikarnir hófust á ítalskri svítu eftir Igor Stravinsky. Svítan er gullfallegt og ljóðrænt verk þar sem tónlistarmennirnir sýndu allar sínar bestu hliðar í frábæru samspili. Þeir héldu áfram í þremur litlum lögum eftir Atla Heimi Sveinsson, Dalvísu, Heiðlóarvísu og Söknuði. Mikið af tónlist Atla Heimis hefur fýrir löngu orðið að hálfgerðri þjóðareign, enda virðast þau vera samin af þjóðarsál fyrir þjóðarsál. Áheyrendur kunnu svo sannarlega að meta það sem boðið var uppá og létu það óspart í ljósi. Fyrri hluta tónleikanna lauk með nútímaverkinu Radioflakes. Þar kvað við annan tón, svona eins og til að leggja áherslu á að það er fleira er matur en feitt ket. Verkið er mjög nútímalegt og strembið og eins gott fyrir flytjendur að hafa hugann við það sem þeir eru að gera. Það fékk ágætis viðtökur. Eftir hlé tók við einleikskafli Ragnars þegar hann lék Sellósvítu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Bach hljómaði yndislega í Salnum hjá Ragnari, sem hefur allt sem þarf til að verða framúrskarandi og eftirsóttur sellóleikari. Þá var komið að rússnesku nútímaverki eftir þá frægu Sofiu Gubaidulinu, sem er eitt fremsta nútímatónskáld heims. In croce er gríðarlega flókið og vandmeðfarið stykki, sem hélt áheyrendum vel við efnið og flutningurinn fýrsta flokks. Tónleikunum lauk svo á þremur smálögum úr Jónasarbók Atla Heimis. Á gömlu leiði 1841, Ég bið að heilsa og Buxur, vesti, brók og skór. Otrúlega falleg lög sem náðu vel til áheyrenda. Þessa tónleika sóttu vel á annað hundrað manns, sem má alveg sætta sig við. Stærstan hluta hefur undirritaður aldrei séð á hefðbundnum harmonikutónleikum. Takk fýrir mig. Friðjón Hallgrímsson Ljósmynd: Asdís Hinriksdóttir HAGYRÐINGAKVÖLD ú 3bWjfndl iárhriP -.Ajk IÆ . M- ■»> agyrðingakvöld matur, dansleikur og gisting, verður á Hótel Smyrlabjörgum 18. apríl 2020 Nánar auglýst síðar nda Hornafirði 5

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.