Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 7
'W
'm
♦i
**</»$«*•*' ■ .. >'■•. .••?•,:•:;•“;»••-:<'■ :
• .♦ , # »* ■ =• % ■**■ '* <*: t*. *., ‘t, ':‘‘'-* ■■ ^ V •-’•• ■■. • *,,.• • •
-'.. « 'v .
kaupfélagið. Nokkrir keyptu sér dýrindis
prjónles og flestir könnuðu innviði
kaupfélagsins. Ekið var um þorpið og upp í
hvamminn fyrir ofan. Þar er gott tjaldstæði
og gistihýsi nokkur. Ofan til í þorpinu eru um
10 íbúðir í byggingu.
Eftir fróðlega og skemmtilega skoðunarferð
um Hvammstanga var haldið út á Vatnsnesveg.
Ekki hafði veðrið skánað og fór heldur
versnandi, rok, rigning og skyggni í lágmarki.
Satt að segja leist mönnum ekki á blikuna. Ur
rættist þó betur en á horfðist. Vegurinn
reyndist síst verri en malarvegir hér fýrir vestan
og leiðsögn Karls Asgeirs var slík að við
höfðum ekkert að gera með að sjá út. Hann
lýsti staðháttum hvarvetna og rakti í
smáatriðum æviferla allra sem tengdust
var sjálflærður læknir í talsverðu áliti. Hann
bæði keypti og framleiddi lyf sjálfúr. Lækningar
hans fólust einkum í lyfjagjöfum.
Natan var fæddur að Móbergi í Langadal
1795. Hann þótti glæsimenni er hann óx upp.
Varð honum gott til kvenna en brellinn þótti
hann í þeim málum og fjármálum einnig.
Hann falaði eftir heimilisvist hjá Olafi
Ásmundarsyni manni Skáld Rósu er þau
bjuggu á Lækjarmóti í Víðidal. Varð þetta að
ráði því hann bauð álitlega húsaleigu. Svo fór
að Natan og Rósa felldu hugi saman og er hald
manna að hún hafi oftar gist rekkju Natans
en bónda síns. Gengust þau við að Natan ætti
eitt barna Rósu, Súsönnu, sem dó mánaðar
gömul. En einnig er talið víst að Natan hafi
verið faðir Þórönnu Rósu sem Rósa fæddi að
ViUi Valli startaði balli á skosk-íslenska barnum að Geitafelli
morðunum á Illugastöðum og hegningum
sem fylgdu. Þá rakti hann sögu Vatnsenda
Rósu og margra annarra sem höfðu búið á
býlum sem við ókum fram hjá.
Leiðin lá út með Vatnsnesi að vestanverðu. Þó
skyggni væri slæmt sáum við að verið var að
smala og féð stefndi að hringlaga fjárrétt sem
stóð í einskonar ldettaþröng við sjóinn innan
við býlin Sauðá og Sauðadalsá. Á Sauðadalsá
fæddist Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum
(1857-1933). í framhaldinu ókum við hjá
Bergstöðum (fæðingarstað Hólmgeirs
Pálmasonar ferðafélaga oltkar), Svalbarði og
Stöpum og komum síðan að Illugastöðum.
Þar urðu þeir atburðir sem leiddu til einhverra
víðkunnustu sakamála Islandssögunnar,
morðanna á Natani Ketilssyni og næturgesti
hans Pétri Jónssyni sakamanni sem kallaður
var Fjárdráps Pétur.
Björn Blöndal þá sýslumaður Húnvetninga
kom gjarnan sakamönnum íyrir á bæjum eins
og sveitalimum á meðan hann vélaði um mál
þeirra. Pétri hafði hann komið fyrir á
Geitaskarði meðan hann rannsakaði
fjárdrápsmál hans. Pétur hafði verið sendur
að Illugastöðum eftir meðulum til Natans sem
Vatnsenda 1825. Natan flutti að Illugastöðum
1826 og hafði þá tekið Þórönnu Rósu í fóstur
en var áfram í tygjum við móður hennar.
Fljótlega eftir að Natan kom að Illugastöðum
réði hann til sín sem bústýru Sigríði
Guðmundsdóttur, kornunga glæsilega stúlku.
Skömmu síðar bar að garði aðra stúlku, Agnesi
Magnúsdóttur, sem kom frá Geitaskarði.
Hafði Natan heitið henni ráðskonustöðu
eitthvert sinn er þau höfðu hist. Agnes mun
hafa litið á það sem bónorð. Nú var Natan í
erfiðum málum. Rósa vildi skilja við mann
sinn og giftast honum, Agnes taldi sig hafa
ígildi bónorðs frá honum og Sigríði hafði hann
gert að rekkjunaut sínum.
Hér varð eitthvað undan að láta. Natan sleit
nú margra ára ástarsambandi við Rósu og
storkaði Agnesi sem var stórlynd kona og sætti
sig illa við slíka höfnun. Brátt kom líka inn í
spilið bráðungur piltur Friðrik Sigurðsson frá
Katadal. Tók hann að venja komur sínar að
Illugastöðum, einkum þegar Natan var á
lækningaferðalögum. Urðu Sigríður og hann
ástfangin en það varð þeim lítt til gæfu því
Natan vildi ekki sleppa taki á Sigríði. Þetta
varð til að kveikja hatur í brjóstum þessa unga
fólks og Agnesar á Natani. Varð það svo svæsið
að þau ákváðu að ráða Natani bana. Þau létu
til skarar skríða að kvöldi 13. mars 1828.
Sem fyrr segir var Fjárdráps Pétur næturgestur
á Illugastöðum þessa nótt. Friðrik og Agnes
náðu að bana þeim báðum Natani og Pétri.
Þau smurðu svo líkin með lýsi og kveiktu í
öllu saman, ætluðu þannig að fela öll ummerki.
En þetta komst strax upp. Agnes og Friðrik
voru dæmd til dauða og hálshöggvin á einum
Vatnsdalshólanna 12. febrúar 1830. Þettavarð
seinasta aftaka á Islandi. Það var Guðmundur
bróðir Natans sem hjó höfuðin af
sakborningunum. Hann varð síðar gildur
bóndi á Illugastöðum.
Frásögn leiðsögumanns okkar af
framangreindum málum entist honum uns
við komum að ferðaþjónustubýlinu Geitafelli.
Þar var stansað og snædd efnismikil og góð
fiskisúpa. Eftir matinn tók Villi Valli
hörkugóða rispu á nikkuna.
Við hlið bæjarhúsanna á Geitafelli stendur
sívalur turn upp á tvær hæðir. Á neðri hæðinni
eru myndir og munir frá Vatnsnesi en á þeirri
efri myndir, flögg og búningar tengdir
enskum knattspyrnuliðum, einkum þó
Manchester United. Segja má að þarna hafi
líka verið lifandi safngripur. Það var maður
að nafni Axel Rúnar Guðmundsson frá Ytri
Valdarási í Fitjárdal sem spilað hafði m.a. með
Manchester United og skorað mark fyrir það
lið. Hann var mættur þarna klæddur
Manchester galla frá toppi til táar.
Séra Róbert Jack lengi prestur á Tjörn á
Vatnsnesi þjálfaði stráka í sókninni í fótbolta
það vel að Axel reyndist gjaldgengur hjá
Manchester United. En ferillinn varð ekki
langur því hann slasaðist það illa á fæti að
fótboltaferlinum lauk. Hann gerðist bóndi í
fæðingarsveit sinni og kemur gjarnan til viðtals
í fótboltasafninu þegar hópar koma þangað í
heimsókn. Þótti harmonikukörlum nokkuð
sérstakt að berja augum slíkan kappa. Safnstjóri
og eigandi Geitafells er Róbert Jón sonur séra
Róberts Jack.
Nú var ferðinni haldið áfram. Eftir skamma
stund var ekið fram hjá kirkjustaðnum Tjörn
þar sem séra Róbert Jack gerði garðinn frægan.
Hann kom sem knattspyrnuþjálfari frá
Skotlandi til Islands 1936, staðfestist hér á
landi, lærði til prests og kom að Tjörn 1955.
Fagurt þykir áTjörn og víðsýnt. I suðri opnast
mikill dalur er klofnar um Tungu í Þorgrímsdal
að vestan en Katadal að austan. I Katadal er
samnefndur bær. Þaðan kom ógæfumaðurinn
Friðrik Sigurðsson.
Næst er að nefna Hindisvík sem er ysti bær á
Vatnsnesi, nú í eyði. Þar bjó um langt skeið
(1923-1955) séra Sigurður Norland. Hann
var fæddur þar 1885 og vildi gera veg
Hindisvíkur sem mestan. Var hann hestamaður
mikill og hrossakyn hans alþekkt,
Hindisvíkurstofninn.
Á Víkurnúpi var breytt um stefnu og ekið
beint í suður inn með Húnaflóa vestanverðum.
7