Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 17

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 17
Landsfundur 1981 Ályktun um utanríkismál Á ráðstefnu málefnanefndar Sjálf- stæðisflokksins um utanríkismál, sem haldin var dagana 16. og 17. október undir yfirskriftinni „Utanríkisstefnan og Sjálfstæðisflokkurinn” var staðfest sam- heldni sjálfstæðismanna í utanríkismál- um. Fyrir frumkvæði þeirra hafa íslend- ingar þorað að taka afstöðu í utanríkis- málum, reynslan hefur sýnt, að þeir hafa tekið rétta afstöðu, sem grundvallast hefur á norrænu samstarfi, þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna og varnar- samstarfi vestrænna þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sjálfum sér samkvæmur í utanríkismál- um. Hann fylgir ábyrgri utanríkisstefnu, sem í senn tekur mið af brýnum hags- munum íslands og þeirri þróun, að þjóð- irnar verða hver annari háðari. í hug- myndabaráttunni á alþjóðavettvangi er afstaða Sjálfstæðisflokksins skýr, hann berst fyrir mannréttindum og frelsi þjóða og einstaklinga til að ráða málum sínum án íhlutunar stórvelda. Sjálfstæðisflokk- urinn berst gegn útþenslu heims- kommúnismans og varar við tilraunum áhangenda hans bæði utan og innan landamæra íslands til að koma hér á landi á því þjóðskipulagi, sem hneppir þjóðir í fjötra, stefnir að því að uppræta menningu þeirra, lítur á kristna trú sem andstæðing og breytir blómlegum byggð- um í fátæktarhéruð í nafni Marx og Leníns. Landhelgismálið Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið aflvaki þjóðarinnar í sókn hennar eftir yfirráðum yfir auðlindum í hafinu og á hafsbotni. Öll þýðingarmestu skrefin í landhelgisbaráttunni hafa verið tekin að frumkvæði sjálfstæðismanna eins og staðfest hefur verið í baráttunni fyrir 200 mílna yfirráðunum. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að staðinn verði vörður um það, sem áunnist hefur að þessu leyti. Áf hyggindum og festu verði tekist á við þau ágreiningsmál, sem enn eru óleyst, þar með talin hafsbotns- málin, og það haft að leiðarl jósi að fórna ekki meiri hagsmunum fyrir minni í bráð °g lengd. Með hliðsjón af hinu víðfeðma yfirráðasvæði íslendinga, sem er á hafinu um 7 sinnum stærra en landið sjálft, er brýnt að st jómmálalegar forsendur ráða mótun þeirrar stefnu, sem fylgt verður í starfi Landhelgisgæslunnar. í því tilliti er nauðsynlegt að hafa hugfast, að eftirlit gæslunnar teygir sig yfir svæði, sem skiptir mjög miklu í hernaðarlegu tilliti. Efnahagsmál og viðskipti Alþjóðasamvinna um efnahagsmál verður sífellt þýðingarmeiri. Aðild ís- lands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) og viðskiptasamningur landsins við Efnahagsbandalag Evrópu tryggja landsmönnum greiðan aðgang að mikils- verðum mörkuðum. íslendingar eru í hópi þeirra þjóða, sem einna mest eru háðar viðskiptum við önnur lönd. Það ætti því að vera höfuðmarkmið íslend- inga að standa vörð um alþjóðlegt við- skiptafrelsi og sjá til þess, að það verði ekki skert með innflutningstakmörkun- um, tollahindrunum eða öðrum slíkum tálmunum. Fáum þjóðum er brýnna að standa vörð um þessi atriði en íslending- um. Hafa ber í huga, að það kann að vera hættulegt að vera um of háður einum aðila um mikilvæg aðföng eins og olíu. Sérstaklega verður þetta varasamt, þegar sá aðili, sem við er skipt, fylgir stefnu, er miðar að því að nota viðskipti, menningartengsl, vísindasamvinnu og hernaðarmátt með samræmdum hætti í því skyni að auka áhrif sín og völd um víða veröld. í viðskiptum við Sovétríkin er nauðsynlegt að taka mið af þessari staðreynd og því, að einu mikilvægu tengsl þeirra við ísland eru á viðskipta- sviðinu. Þessum tengslum mun Sovét- st jórnin ekki fórna ótilneydd heldur laga sig að þeim kröfum, sem til hennar eru gerðar, og auðvitað ganga á lagið ef ís- lendingar láta eins og þeir eigi einskis annars úrkosta en versla við hana. Sjálfstæðisflokkurinn vill að íslend- ingar gerist aðilar að Alþjóðaorkustofn- uninni (Intemational Energy Agency) eins fljótt og kostur er. Aðild að stofnun- inni mun veita landsmönnum tryggingu gegn alvarlegum olíuskorti og jafnframt aðgang að mikilvægum upplýsingum um olíumarkaði og rannsóknum á sviði orkumála. Harðlega ber að átelja, hvernig núverandi ríkisstjórn hefur tafið framgang þessa máls, þótt frumvarp um inngöngu íslands í þessa stofnun hafi verið tilbúið í tæp tvö ár. Samskipti við þróunarlöndin Vegna hinna almennu frjálslyndu mannúðarviðhorfa, sem setja svip sinn á stefnu Sjálfstæðisflokksins, hefur flokk- urinn sérstökum skyldum að gegna við mótun skynsamlegrar stefnu gagnvart þróunarríkjunum. Aðstoð íslands við þessi ríki hefur verið hlutfallslega lítil, undanfarin ár hefur árlegt framlag til þessara mála numið 0.05 til 0.06% af þjóðartekjum. íslendingar hafa þó skuldbundið sig meðal annars í lögum frá Alþingi, að stefna að því að 1% af þjóðartekjum verði varið til að sinna aðstoð við þróunarlöndin. Af siðferðilegum ástæðum ber íslend- ingum skylda til að gera það, sem íþeirra valdi er, til að koma í veg fyrir, að með- bræður þeirra í öðrum löndum og álfum svelti eða líði skort á annan hátt. Jafn- framt skal til þess litið, að hagsmunir íslendinga og þróunarþjóða falla saman með margvíslegu móti. Áhrifum sínum á alþjóðavettvangi eiga íslendingar að beita til að efla stuðning við þróunar- löndin og standa þar með einnig vörð um grundvallaratriði viðskipta- og athafna- frelsis. Meta á hverju sinni, hvaða leið er heppilegust og skilar mestum árangri fyrir þróunarríkin og nýtir best fjármagn og mannafla af íslands hálfu. í því efni mun reynslan af aðstoð íslands við Grænhöfðaeyjar vafalaust verða stefnu- markandi. Samhliða því sem ríkisvaldið hefur þá forgöngu, sem hæfileg og eðli- leg er miðað við skipan þróunaraðstoðar á alþjóðavettvangi, skal með ráðum og dáð hlúð að starfi þeirra aðila og félaga- samtaka sem starfa að þróunaraðstoð. Orkumál og stóríðja Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þeirri stefnu, að Islendingar eigi hverju sinni að ákveða, hvernig haga skuli hlutdeild

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.