Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Blaðsíða 21
Landsfundur 1981
með því hafa sagt sig úr Sjálfstæðis-
flokknum.” Undir þessa tillögu skrifuðu
Geir H. Haarde, Ingibjörg Rafnar,
Erlendur Kristjánsson, Ólafur ísleifs-
son, Árni Sv. Mathíesen, Baldur Péturs-
son, Óli Björn Kárason, Guðjón
Kristjánsson, Kristinn Bjömsson,
Hreinn Loftsson, Guðmundur Þórðar-
son, Anna K. Jónsdóttir, Margrét
Einarsdóttir, Sigurður Óskarsson.
Þá tók til máls Ólafur G. Einarsson,
alþingismaður, Garðabæ og kynnti til-
lögu til breytinga á 17. gr. skipulags-
reglna Sjálfstæðisflokksins, svohljóð-
andi: ,,Þingflokkurinn kýs sér í upphafi
hvers þings, formann, varaformann og
ritara. Að öðru leyti setur þingflokkur-
inn sér starfsreglur, sem flokksráð stað-
festir.”
Flutningsmenn beggja þessara til-
lagna, Geir H. Haarde og Ólafur G.
Einarsson, lögðu til að tillögunum yrði
vísað til skipulagsnefndar landsfundar-
ins.
■Nú tóku til máls Páll Daníelsson,
Hafnarfirði, Guttormur Einarsson,
Reykjavík, Brynjólfur Samúelsson, ísa-
firði, Inga Jóna Þórðardóttir, Akranesi,
Ragnar Steinarsson, Egilsstöðum, Helgi
Þorsteinsson, Dalvík, sem flutti tillögu
um að við 23. gr. skipulagsreglnanna
bætist: ,,Beinn ferðakostnaður mið-
stjórnarmanna skal greiddur úr flokks-
sjóði”. Flutningsmaður lagði til að til-
iögu sinni yrði vísað til skipulagsnefndar.
Þá tóku til máls Árni Árnason,
Reykjavík og Helena Albertsdóttir,
Reykjavík. Fleiri höfðu ekki kvatt sér
hljóðs og var fundi slitið kl. 21.00.
Þriðji fundur landsfundarins hófst í
Sigtúni, föstudaginn 30. október kl.
09.20. Fundarstjóri á þessum fundi var
Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík og
fundarritarar þau Áslaug Ottesen,
Reykjavík og Kári Jónsson, Sauðár-
króki.
Á dagskrá þessa fundar voru framsögu-
ræður um stefnumótun í atvinnumálum
°g um kjördæmamálið. Fyrstur tók til
^náls Sigurgeir Jónsson aðstoðarbanka-
stjóri og gerði grein fyrir drögum að til-
>ögu, sem dreift var með gögnum lands-
fundarins um stefnumótun í atvinnumál-
um undir heitinu „Leiðin til bættra lífs-
hjara”. Annar framsögumaður um
þennan málaflokk var Pétur Sigurðsson,
alþingismaður, Reykjavík.
Að loknum framsöguræðum voru
frjálsar umræður um þennan dagskrár-
hö. Til máls tóku Kristinn Pétursson,
Rakkafirði, Þorvarður Elíasson, Reykja-
Vlk, Jón Sveinsson, Garðabæ, Pétur
Rlöndal Reykjavík, Ragnar Halldórs-
son, Reykjavík, Kristinn Jónsson,
Reykjavík, Edgar Guðmundsson,
Reykjavík og Ágúst Sigurðsson, Geita-
skarði, A-Hún. Fleiri höfðu ekki kvatt
sér hljóðs og var tillögunni um stefnu-
mótun í atvinnumálum og framkomnum
breytingatillögum vísað til atvinnumála-
nefndar fundarins.
Þá tók til máls Matthías Á. Mathiesen,
alþingismaður, Hafnarfirði og flutti
framsöguræðu um k jördæmamálið.
Hann greindi frá tillögum nefndar sem
kjörin var á flokksráðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í nóvember 1980 og starfi mið-
stjómar og þingflokks að þessu máli.
Að lokinni ræðu framsögumanns voru
almennar umræður. Til máls tóku Guð-
mundur Hansson, Reykjavík og Páll
Daníelsson, Hafnarfirði. Fleiri kvöddu
sér ekki hljóðs og var fundi slitið kl.
12.00.
Fjórði fundur landsfundarins hófst
föstudaginn 30. október kl. 14.30.
Þessum fundi stýrði Markús Örn An-
tonsson.
Á dagskrá þessa fundar var framsaga
um stjórnmálayfirlýsingu og almennar
umræður. Framsögumaður nefndar
þeirrar er miðstjórn hafði skipað til að
semja drög að stjómmálayfirlýsingu
landsfundarins, Jónas H. Haralz, banka-
stjóri, Kópavogi, tók fyrstur til máls. Að
lokinni framsöguræðu Jónasar hófust
almennar umræður og tóku þessir til
máls: Varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, Reykjavík, Ellert B. Schram,
Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir,
Reykjavík, Friðjón Þórðarson, dóms-
málaráðherra, Reykjavík, Pálmi Jóns-
son, landbúnaðarráðherra, Reykjvík,
Sigurður Óskarsson, Hellu, Ólafur G.
Einarsson, Garðabæ, Árni Helgason,
Stykkishólmi, Jónas Elíasson, Reykjavík
Skjöldur Stefánsson, Búðardal, Styrmir
Gunnarsson, Kópavogi, Guðmundur
Hansson, Reykjavík, Svanhildur
Björgvinsdóttir, Dalvík, Halldór
Blöndal, Akureyri og Kári Jónsson,
Sauðárkróki. Fundi var slitið kl. 19.00.
Fímmti fundur
Fimmti fundur landsfundarins hófst í
Sigtúni laugardaginn 31. október kl.
11.30, en fyrr um morguninn höfðu
starfshópar starfað.
Fundarstjóri var
en fundarritarar þau Ragnheiður
Eggertsdóttir, Reykjavík og Albert
Kemp, Fáskrúðsfirði. Til umræðu og af-
greiðslu á þessum fundi voru tillögur um
breytingar á kosningalögum og kjör-
dæmaskipan. Gísli Jónsson, Akureyri
var framsögumaður þeirrar nefndar er
fjallaði um þessi mál á fundinum og
kynnti tillögur nefndarinnar. Síðan tóku
til máls Jón Steinar Gunnlaugsson,
Reykjavík, Baldur Bjarnason, Vigur,
Isaf., Gísli Jónsson, Akureyri, Einar
Haukur Ásgrímsson, Garðabæ, Elín
Pálmadóttir, Reykjavík og Jónas
Bjamason Reykjavík.
Fundi var slitið kl. 12.30.
Sjötti fundur
Sjötti fundur landsfundarins hófst í
Sigtúni laugardaginn 31. október kl-.
13.30. Fundarstjóri var Sigurður
Sigurðsson, Akureyri, en fundarritarar
þeir Pétur Hannesson, Reykjavík og
Ellert Eiríksson, Keflavík.
Á dagskrá þessa fundar voru umræður
og afgreiðsla á stefnumótun í atvinnu-
málum og álitsgerðum starfshópa.
Fyrst var tekin fyrir ályktun um hús-
næðismál og hafði Gunnar Bjömsson
Reykjavík, framsögu um hana.
Til máls tóku Skúli Sigurðsson,
Reykjavík, Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, Reykjavík, Bragi Michaelsson,
Kópavogi, Pétur H. Blöndal, Reykjavík,
Sigríður Ásgeirsdóttir, Reykjavík, Skúli
Sigurðsson, Reykjavík, Haraldur
Blöndal, Reykjavík, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Reykjavík, Haraldur
Sumarliðason, Reykjavík.
Tillögunum í húsnæðismálum var nú
vísað aftur til starfshóps um húsnæðismál
og fjallaði hann um þau meðan aðrar
umræður fóru fram á fundinum. Að lok-
inni stuttri umfjöllun voru tillögurnar
bomar upp á fundinum með nokkrum
breytingum, sem starfshópurinn lagði til
og tillögurnar þannig samþykktar sam-
hljóða.
Þá var tekin fyrir ályktun um um-
hverfis- og skipulagsmál og var Gestur
Ólafsson, Reykjavík, framsögumaður í
því máli. Aðrir sem til máls tóku voru
Sigurður Sigurðarson, Reykjavík. Að
loknum umræðum voru tillögur starfs-
hópsins samþykktar samhljóða.
Þá voru teknar fyrir ályktanir í utan-
ríkis- og varnarmálum. Framsögumaður
þar var Geir H. Haarde. Engar umræður
urðu um ályktunina, en hún var sam-
þykkt samhljóða á fundinum. Ályktunin
um utanríkis- og varnarmál er birt annars
staðar í þessu riti.
Heilbrigðismál voru næst á dagskrá og
hafði Ólafur Öm Arnarson, Reykjavík,
framsögu um álitsgerð starfshóps um