Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 9

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 9
Landsfundur 1981 Frá landsfundi. Við skulum hugsa okkureitt andartak, hvaða afleiðingar það hefur, ef Sjálf- stæðisflokkurinn klofnar og sjálfstæðis- menn ganga fram í tveimur fylkingum í næstu þingkosningum? Afleiðingin er öllum ljós. Klofningur Sjálfstæðisflokksins þýðir aukin áhrif vinstri manna í landinu um langa fram- tíð. Klofningur Sjálfstæðisflokksins þýðir, að vinstri menn og sósíalistar munu í vaxandi mæli móta þróun þjóð- félags okkar næstu áratugi. Hvað viljið þið? Er það þetta, sem við sækjumst eftir, sjálfstæðismenn? Er það þetta, sem þeir sækjast eftir, ráðherrar úr rööum sjálf- stæðismanna og félagar þeirra, að sitja við borð sósíalista og þiggja mola úr þeirra hendi? Ég segi við ykkur, alla sjálfstæðis- menn, og ég segi við ykkur alveg sérstak- lega, sem styðjið núverandi ríkisstjórn: Ég er reiðubúinn til að ganga fram fyrir skjöldu og ná sáttum og samstöðu sjálf- stæðismanna. Ég er reiðubúinn til að leggja mitt af mörkum til þess að við getum náð samstöðu um málefnasam- þykktir og stefnumótun. Ég vil vinna að því að engum dyrum verði lokað með breytingum á skipulagsreglum Sjálf- stæðisflokksins - en ég spyr ykkur á móti: Hvað eruð þið tilbúnir til að gera til þess að sameina megi alla sjálfstæðismenn á þessum landsfundi? Við höfum setið á nokkrum fundum undanfarnar vikur og rætt málefni flokksins. A þeim fundum hef ég ekki heyrt hvert ykkar framlag verður til þess að sættir takist. En ég vænti þess og ég skora raunar á ykkur að segja þessum glæsilega landsfundi hvað þið eruð til- búnir til að gera til þess að sjálfstæðis- menn geti sameinast á ný og gengið sam- hentir til sveitastjórnakosninga í vor - gengið samhentir til þeirrar baráttu, sem við eigum fyrir höndum að endurheimta meirihlutann í Reykjavík og gengið sam- hentir til baráttunnar í næstu þingkosn- ingum og sigrað. Við bíðum eftir svari ykkar hér á þessum landsfundi. Ég tel, að þeir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem hingað eru komnir úr öllum byggð- um landsins, eigi kröfu á að heyra þetta svar, áður en landsfundi lýkur. Völd kommúnista Það er ljóst, að Alþýðubandalagið,

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.