Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 20
Slörf landsfundar
persónulegan metnað. Sjálfstæðismenn
og þjóðin öll stendur í mikilli þakkar-
skuld við Jóhann Hafstein og frú
Ragnheiði Hafstein. Við sendum frú
Ragnheiði og fjölskyldu hennar blessun-
aróskir.
Við minnumst lokaorða í landsfundar-
ræðu Jóhanns Hafstein 1973:
„Góðir sjálfstæðismenn. Við skulum
gera okkur fulla grein fyrir því mikilvæga
hlutverki, sem flokkur okkar á að rækja
nú sem endranær.
Sjálfstæðisflokkurinn er víðfeðmasta og
sterkasta aflið í þjóðfélaginu til þess að
viðhalda trausti og festu, trú á landið og
framtíð þjóðarinnar. f lífsskoðun og
hugsjónum Sjálfstæðisstefnunnar er
kjölfesta komandi kynslóða.
í trausti á Guð og góðan málstað
viljum við heyja baráttu okkar fyrir vax-
andi samhug og heill allra íslendinga,
sem lifa og stríða við nyrstu höf í nábýli
við elda og ísa.
Eg bið þess, að miskunn forsjónarinn-
ar verði Islandi holl um alla framtíð til
farsældar fyrir aldna og óborna.”
Þessi orð Jóhanns Hafstein, okkar
látna leiðtoga, munu verða okkur leiðar-
ljós á24. landsfundi Sjálfstæðisflokksins
og endranær.”
III. Fundarhaldið
í eftirfarandi kafla verður gefið stutt
yfirlit um sjálft fundarhald landsfundarins.
Annar fundur landsfundarins hófst í
Sigtúni kl. 20.30 að kveldi fimmtudags-
ins 29. október. Fundarstjóri var frú
Margrét Einarsdóttir, formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, Reykjavík
og fundarritarar þau Gunnar Hauksson,
Reykjavík og frú Kristjana Ágústsdóttir,
Búðardal.
Fundurinn hófst með því að fundar-
stjóri kynnti hvaða nefndir myndu starfa
á landsfundinum, en alls störfuðu þar 15
nefndir. Pá gerði fundarstjóri grein fyrir
nýju kosningafyrirkomulagi miðstjórn-
ar, en vegna miðstjórnarkjörs starfar nú
sérstök kjörstjórn, sem tekur við skrif-
legum framboðum til miðstjórnar. Pá
kynnti fundarstjóri að kjördæmanefndir
myndu starfa að venju. Að þessu loknu
var gengið til kjörs stjómmálanefndar
fundarins, en það var eina nefndin, sem
sérstaklega var kosið til, aðrar nefndir
voru opnar öllum fundarmönnum, en
aðeins tilnefndir umræðustjórar í þeim.
Næst á dagskrá fundarins var starfsemi
Sjálfstæðisflokksins, skipulagsmál hans
og almennar umræður. Til máls tók
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
Formaður Sjálfstœðisflokksins, Geir Hallgrímsson, og varaformaður Sjálfstœðisflokksins,
Friðrik Sophusson.
Kjartan Gunnarsson og flutti skýrslu um
starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Ræddi
hann um flokksstarfið almennt, mikil-
vægi félaganna og öflugs starfs þeirra,
nauðsyn traustrar og öruggrar fjárhags-
stöðu flokksins og helstu verkefni, sem
framundan væm, en þar bæm sveitar-
stjórnarkosningarnar að vori auðvitað
hæst.
Pá tók til máls Inga Jóna Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri fræðslu- og út-
breiðslumála flokksins og gerði ítarlega
grein fyrir því starfi er flokkurinn ynni á
sviði fræðslu- og útbreiðslumála. Þá
ræddi hún um málefnalega stefnumótun,
mikilvægi starfs málefnanefnda og góðs
samstarfs þeirra og þingflokks og
nauðsyn þess að flokkurinn, með erind-
rekstri, héldi uppi virku sambandi við
flokksmenn um land allt.
Að loknum þessum greinargerðum var
orðið gefið frjálst til umræðna um starf-
semi Sjálfstæðisflokksins, en þar sem
enginn kvaddi sér hljóðs var gengið til
næsta liðar á dagskránni, skipulagsmála
flokksins.
Fyrstur kvaddi sér hljóðs, Geir H.
Haarde, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna og kynnti tillögur til
breytinga á 10. grein skipulagsreglna
Sjálfstæðisflokksins, er f jallar um ílokks-
ráð.
Var tillagan svohljóðandi: „Þingmenn
flokksins, sem taka sæti í eða lýsa stuðn-
ingi við ríkisstjórn, sem mynduð er í and-
stöðu við ákvörðun flokksráðs, teljast