Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 12

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Blaðsíða 12
8 mánuði. Framleiðendur munu fá fullt verð fyrir afurðir sínar og ekki kemur til ötflutningsbóta. Bæði þessi mál staðfesta, hvort með sínum hætti, hvílíkt vandaverk það er að tryggja árekstralaus samskipti við erlent varnarlið, þðtt það sé I landinu að vilja landsmanna sjálfra. 1 öllum aðalatriðum hafa samskiptin við Bandaríkjamenn verið til fyrirmyndar og ræður þar miklu raunsæi og lipurð þeirra manna, sem haldið hafa á máliim af beggja hálfu. Þegar ágreiningur rís verða báðir aðilar, ekki síður íslendingar en Bandaríkjamenn, að forðast ðbilgirni. Það hefur reynst heilladrýgst í samskiptum okkar við Bandaríkjamenn að skilja greinilega á milli varnarhagsmuna þjððarinnar og fjárhagslegs ábata af veru varnarliðsins. II Nokkrir helstu þættir utanríkismála (1) Varnarsamstarf lýðræðisrikja Þegar heimsstyrjöldinni lauk, 1945, vonuðust þjððir heims til þess að framundan væru friðartímar og tðku höndum saman um stofnun Sameinuðu þjððanna. Þær vonir brugðust vegna yfirgangs alræðisins. F.ftir stvrjöldina báru Sovétríkin ægishjálm vfir önnur ríki Evrðpu hernaðarlega. Þessa yfirburði nýttu kommönistar sér til að ná yfirtökum £ ríkjum Austur- Evrðpu. Sö framvinda mála varð til þess að vestræn ríki fundu sig knöin til að mynda með sér varnarbandalag og gerðust Islendingar stofnaðilar að Norður-Atlantshafs- bandalaginu (NATO) 4. apríl 1949, samkvæmt ákvörðun Alþingis 30. mars það ár. Atlantshafsbandalagið hefur þá yfirlýstu stefnu að það muni aldrei grípa til vopna að fyrra bragði og er þá átt við hvers konar vopn, jafnt hefðbundin vopn sem kjarna- vopn. Markmiðið er að tryggja öryggi aðildarríkjanna með gagnkvæmum skuldbindingum og sameiginlegri sjálfsvörn í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjððanna. Það er ennfremur yfirlýst stefna bandalagsins að virða I einu og

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.