Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Qupperneq 14

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Qupperneq 14
10 umsvif sovéska Norðurflotans eru Islendingum því mikið áhyggjuefni. Varnarliðið eitt sér eða annar varnarviðbúnaður hér á landi eykur hvorki á né dregur úr hernaðarlegu mikilvægi landsins. Varnarliðið hefur á hinn bðginn afgerandi áhrif á aðstöðu Atlantshafsbandalagsins til þess að fylgjast með hernaðarumsvifum umhverfis Island. Mikilvægt er af þeim sökum að varnarliðið sé ávallt búið fullkomnum tækjum og búnaði. (3) Takmörkun vígbúnaðar Varsjárbandalagsríkin hafa mikla hernaðarlega yfirburði yfir rlki Atlantshafsbandalagsins. Kjarnavopn hafa af þeim sökum þýðingarmiklu hlutverki að gegna I fælingarstefnu Atlantshafsbandalagsins. Af öryggisástæðum er þvl brýnt að samkomulag um takmörkun vlgbúnaðar taki og til hefðbundinna vopna. Raunhæft samkomulag um niðurskurð vlgbúnaðar er háð þremur öðrum skilyrðum: í fyrsta lagi samkomulagi risaveldanna, I öðru lagi traustu eftirliti með þvl að við samkomulag um niðurskurð eða takmcrkun vlgbúnaðar verði staðið, og I þriðja lagi að efni samkomulagsins sé svo skýrt, að ekki rísi ágreiningur um túlkun. Það eru sameiginlegir hagsmunir alls mannkyns að stcðva vígbúnaðarkapphlaupið og draga úr vopnabirgðum en það verður að gera án þess að dregið sé úr öryggi. Það á við um friðinn eins og hvað annað, að lengi býr að fyrstu gerð. Varðandi kjarnavopnalaus svæði var I ályktun Alþingis frá 25. maí 1985 hvatt til könnunar á möguleikum þess, að ná vlðtæku samkomulagi um kjarnavopnalaus svæði I Norður- Evropu, I lofti, á láði og legi. Markmið slíks samkomulags væri að draga úr vopnakapphlaupinu og slaka á spennu. Það svæði, sem hér um ræðir, afmarkast af Oralfjöllum I austri og Grænlandi I vestri og nær til rlkja innan Varsjár- bandalagsins og Atlantshafsbandalagsins, svo og hlutlausra rlkja sem áhuga hefðu á aðild að slíku samkomulagi. Tillögur um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum voru þannig tengdar vlðtækara samkomulagi I ályktun Alþingis en verið hafði I umræðum á vettvangi Norðurlandaráðs.

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.