Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Page 16

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Page 16
12 jafnan verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu okkar. Af þv£ margvíslega hagræði sem einstaklingar og fyrirtæki hafa af norrænu samstarfi má tiltaka sameiginlegt vegabréfa- svæði, gagnkvæman búseturétt og atvinnuréttindi, norrænan iðnþrðunarsjðð fyrir Island, norræna fjárfestingarbankann og þannig mætti halda áfram. Þá erum við aðilar að Evrðpuráðinu, ásamt 20 öðrum ríkjum álfunnar. Á vegum ráðsins fer nö fram mikið starf sem miðar að náinni framtíðarsamvinnu Evrðpuríkja. Við Islendingar erum aðilar að hinu fjölþætta samstarfi Sameinuðu þjððanna. Síðastliðið haust voru liðin 40 ár frá þvl er Islendingar gerðust aðilar að samtökunum. 1 skýrslu minni um utanrlkismál, sem rædd var á Alþingi hinn 15. apríl 1986 var á það bent, að smáþjððum sem ekki hafi yfir eigin herafla að ráða sé augljðslega mikill styrkur að því að virðing sé efld fyrir alþjððalögum. Með virkri þátttöku innan Sameinuðu þjððanna hafa Islendingar lagt sitt af mörkum til að svo megi verða. Hefur það verið stefna íslenskra stjðrnvalda að leggja lið hverjum þeim hugmyndum er stuðlað gætu að eflingu öryggisráðs og aðalframkvæmdastjðra Sameinuðu þjððanna til áhrifa á gang alþjððamála. (5) Alþjððaviðskipti Við íslendingar erum aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrðpu (EFTA), en á síðasta ári voru liðin 25 ár frá stofnun samtakanna og 15 ár frá inngöngu Islands I þau. Þá erum við aðilar mikilvægs samnings við Efnahagsbandalag Evrðpu (EBE) um tollafríðindi I viðskiptum við rlki bandalagsins. Auk framangreinds samstarfs höfum við Islendingar frá upphafi verið aðilar að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), sem vinnur að frelsi I alþjóðaviðskiptum og gegn verndarstefnu. Einnig erum við aðilar að Hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti (GATT), en á vegum þeirra samtala er nö unnið að undirböningi nýrra viðræðna þar sem gert er ráð fyrir að fjallað verði um hindranir á sviði erlendra fjárfestinga, tgryggingastarfsemi, samgangna, bankareksturs og ýmiss konar þjðnustu.

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.