Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Page 17

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987 - 08.03.1987, Page 17
13 Þess má og geta að nýlega gerðust Islendingar aðilar að EUREKA - samstarfi Evrðpþjoða á sviði vísinda og hátækni. Af alþjoðastofnunum sem við erum aðilar að á sviði efnahags- og fjármála má tiltaka Alþjððagjaldeyrissjððinn og Alþjððabankann ásamt stofnunum hans. (6) Hafréttarmál Hafréttarmál hafa ávallt verið einn mikilvægasti þáttur utanrlkisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Er skemmst að minnast þeirrar forystu, sem flokkurinn hafði um útfærslu íslenskrar fiskveiðilögsögu I 200 sjómílur á síðasta áratug. 1 hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna, sem 119 ríki samþykktu 1982, eru Islendingum tryggð yfirráð yfir fiskistofnunum innan 200 sjómílna frá grunnlínum, 200 sjðmílna efnahagslögsögu og landsgrunnsréttindi á jafnvel enn stærra svæði. Hafréttarsamningurinn hefur verið fullgiltur af 32 aðilum, en hann tekur gildi einu ári eftir að 60 rlki hafa fullgilt hann. Þótt 200 sjðmílna lögsaga sé nú orðin ðumdeild eigum við íslendingar enn eftir að útkljá ýmis mál, sem varða afmörkun bæði efnahagslögsögu og landgrunns gagnvart nágrannarlkjum okkar, semja við þau um verndun og nýtingu sameiginlegra fiskistofna og stofna sem tímabundið fara um lögsögu fleiri ríkja. Stærsta verkefnið á þessu sviði er Rockall-málið, en nú liggja fyrir formlegar kröfur frá fjðrum ríkjum til Rockall-svæðisins, þ.e. frá Bretlandi, Irlandi, Danmörku og íslandi. Samkvæmt hafréttarsamningnum ber þessum ríkjum að leita samninga um málið. Viðbrögð Breta og Ira við ráðstöfunum Islendinga voru að telja þessar ráðstafanir ðlögmætar að þjððarétti. Telja Bretar og Irar að svæðinu beri að skipta milli þeirra með llnu frá austri til vesturs, en Danir telja að svæðið sé eðlilegt framhald af Færeyjvim og tilhevri þeim.

x

Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skýrsla til landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1987
https://timarit.is/publication/1789

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.