Almanak skólabarna - 01.01.1934, Blaðsíða 13
7
Hátiðísdagar ársins 1934.
1. janúar, Nýjórsdagur (mánudagur).
1. april, Páskadagur.
19. apríl, Sumardagurinn fyrsti (barnadagur).
1. maf, Hátíðisdagur verkamanna (þriöjudagur).
20. maí, Hvitasunnudagur.
17. júni, Hátiðisdagur iþróttamanna (sunnud.).
(Fæðingardagur Jóns Sig-
urðssonar).
6. ágúst, hótíðisdagur verslunarmanna (mánud.).
1. desember, Fullveldísdagur íslendinga.
Hátíðisdagur stúdenta.
24. desember, Aöfangadagur jóla.
Fæddur Jesú frá Nasaret.
Við þann atburð er tlmatal vort kristinna
manna miðað, og teljast liðin á þessu ári, frá
þeim atburði 1934 ár. — E. Kr., sem oft er ritaö
aftan við ártöl, þýöir: Eftir Krists burð.
Flengingardaginn i ár ber upp á 12. febrúar.
Sprengikvöld „ „ „ w » 13. —
öskudaginn „ „ „ „ „ 14. —
Þann dag bera piltarnir ösku fyrir stúlkurnar,
en stúlkurnar steina fyrir piltana, og hefur sá
siður lengi tíðkast á ísiandi, svo sem kunnugt er.
Rauði krossinn hefir merkjasölu á öskudaginn.