Kaupsýslutíðindi


Kaupsýslutíðindi - 08.10.1940, Blaðsíða 3

Kaupsýslutíðindi - 08.10.1940, Blaðsíða 3
Ernest Hunt: Það, sem allir verzlunarmenn þurfa að vita VI. Hversvegna starf ? Myndi það verða dásamleg veröld, ef við þyrftum ekki að inna neitt starf af hönd- um, eða yrði hún mjög leiðinleg? Þetta er mjög þýðingarmikið viðfangsefni, vegna þess, hversu margir líta á starfið sem illa nauðsyn, sem ætti að draga úr eins og mögulegt væri. Þetta vandamál snertir grundvallaratriðin. Ef við tölum við iðinn mann, sem ekkert hefir að gera, mun hann að minnsta kosti ekki gera sér neinar glæsivonir um slíka veröld. Líði þannig dagur eftir dag, að hann hafi ekkert að gera, verður hann mjög óliamingjusamur, og honum verður það ljóst, að tilvera án starfs og markmiðs er alls ekkert líf. Hann missir lifslöngun- ina og vonina, og glatar lifskrafti og gáf- um og hann veit, að honum er að fara aftur. Þetta er harmleikur iðjuleysisins, ajt- vinnuleysisins eða langvinnrar leti. Þetta færir okkur heim sanninn um það, að starfið er nauðsynlegur hluti tilveru okk- ar, sem hjálpar okkur til þess að vaxa og þroskast. í raun og veru er maðurinn meira en líkaminn einn, hann er hugsandi vera, hann hefir sál, sem þróast og þroskast vegna starfsins. Og þegar sálin þróast, verður af- leiðingin sú, að líkaminn þróast líka, sé hann heilbrigður. Vegná þess hefir poka- dýrið þróað afturfætur sínar, og gíraffinn teygt úr hálsi sínum. Á nákvæmlega sama hátt þróar aflraunamaðurinn útlimi sína og hugsuðurinn heila sinn. Þessi vöxtur veitir fullnægingu og leiðir til fullkominnar hamingju. Iðjuleysið snýr þróunarferlinum alveg við. Þess vegna svarar lífið sjálft fyrir okkur þeirri spurningu neitandi, hvort hamingja sé fólgin í starfslausri veröld. Án starfs yrðum við óhamingjusamir og úrkynjaðir, gengjum aftur á bak til grafar og stæð- um síðast á sama þróunarstigi og dýrin. Ef starfið þroskar okkur sjálfa, hlýtur það ennfremur að þroska mannkynið sem heild. Vélfræðingur, sein getur mælt einn þús- undasta úr þumlungi, er vissulega skyni gædd vera, þaulæfður i að beita nákvæmni, og nákvæmni er sannleikur og sannleikur- inn er andlegs eðlis. Hafi maður vanið sig á nákvæmni í einu atriði er mjög sennilegt, að hann sé einnig nákvæmur í öðrum atrið- um. Þess vegna er mjög sennilegt, að hann sé áreiðanlegur, og áreiðanleiki er nauðsyn- legur i öllum viðskiptum. Nákvæmlega sama máli skiptir um vélritarann, sem getur vél- ritað þúsund orð án nokkurrar villu. Hann er fær í sinni grein, hann er vaxandi mað- ur og það er áreiðanlegt að hann finnur fullnægingu í starfi sinu. En liver sá maður, sem er latur, hirðu- laus og ónákvæmur í starfi sínu, er óvinur sjálfs sín og verður öðrum að litlu gagni. Jufnvel í íþróttum yrði slíkur maður aldrei fengur félagi sínu. Slíkur maður myndi ef til vitl kvarta, en hann mun aldrei stefna kvörtununum til rétts aðila, nefnilega sín sjálfs. Hann mun finna galla hjá öllu og öllum nema sjálfum sér, en allir aðrir, sem til þekkja myndu sjá í hverju gallarnir liggja. Starfsaðferðir hans eru rangar vegna þess, að þær koma ekki heim og saman við grund- vallarreglur lífsins sjálfs. Við vitum, að allar hugsanir okkar skilja eftir merki i undirmeðvitund okkar, og það, sem okkur er hugleiknast, hjálpar til að byggja upp skapgerð okkar. Af þessu leiðir það, að öll störf okkar, leikir eða hugsanir eru hluti af persónuleika okkar og veita KAUPSÝSLVTtÐINDI 231

x

Kaupsýslutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kaupsýslutíðindi
https://timarit.is/publication/1798

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.