Kaupsýslutíðindi


Kaupsýslutíðindi - 08.10.1940, Síða 4

Kaupsýslutíðindi - 08.10.1940, Síða 4
okkur aukinn þroska. Allt, sem við leggj- um i verk okkar, verkar þannig á okkur aftur. Ef við störfum að einhverju af iðni og áhuga, hjálpar það okkur til að verða iðnir og áhugasamir einnig við önnur störf. Og séum við orðnir áhugasamir, fær lif okkar markmið. En ef við hinsvegar göngum að starfinu með hangandi hendi og ólund, verðum við önuglyndir, og hverjum verður það til góðs? Ef við gerum ekki eins vel og við getum, verður starf okkar annars eða þriðja flokks. Ef við svíkjum aðra, svíkjum við sjálfa okkur, því að það verkar á skapgerð okkar og leggur Jíf okkar i auðn. Ef við missum áhugann, slaknar á vöðvum okkar og taug- um. Ef við hötum, eitrum við líf okkar sjálfra og spillum skapgerð okkar. Sem skyni gæddir einstaklingar, getum við alltaf valið um það sjálfir, hvað við hugsum og hverjar venjur okkar eru, og þar af leiðandi á hvern hátt við þroskum okk- ur. Þannig getum við breytt okkur á þann hátt, sem okkur sýnist. Fyrst pokadýrið og giraffinn geta breytt sér með æfingu margra kynslóða, mun mannkynið sannarlega geta það, og ætti þvi að geta staðið á hærra menningarstigi en það stendur nú. En við verðum fyrst að hætta að horfa á hlutina undan röngum sjónarhornum, og við verðum að hætta að líta á starfið sem böl. Starfið er i raun og veru mikil blessun, það þroskar okkur og veitir okkur hamingju. Vinnum við ekki að áhugamálum okkar af allri orku? Og veitir starfið okkur ekki ánægju? Auðvitað er það svo, og það sem okkur skortir er ofurlítið meiri leikshugur. Ef við gerum okkur þetta ljóst, komumst við smám saman að raun um það, að starfið þroskar okkur, og okkur fer að þykja vænt um það, og þá fer tíminn að líða fljótar. Allir vita það, að ástföngnum mönnuin finnst tíminn fljúga áfram, en þeim, sem ekki eru ástfangnir, finnst tíminn aldrei ætla að líða. Þannig er því varið um starfið. Ef okkur þykir vænt um það, finnst okkur tíminn líða hraðar, þannig, að okkur finnst 24 stundir í sólarhring alltof stuttur tími. En hvort sem við hötum starfið eða unn- um því, setur það merki sitt á skapgerð okkar, og annaðhvort þroskar það okkur eða veldur hnignun. Skaparinn hefir ætlazt til þess, að mannkynið þroskaðist, og þegar mannkynið gerir sér það ljóst, verður það hamingjusamt. Þegar mannkynið kastar sandi í kvörn skaparans og stemmir stigu fyrir þroska sínum með vondum verkum og ónytsamlegum hugsunum, verður það óhamingjusamt og öðlast ekki hamingju fyrr en það breytir um háttu. Við erum þvi að miklu leyti okkar eigin gæfu smiðir. Ef við fáum ást á starfinu, verðum við hamingjusamir og gerum þá, sem umgangast okkur einnig hamingjusama. KAUPHÖLLIN Er miöstöð UErðbréfauiðskiptanna í Iandinu. Leiðbeinir fóiki með ávöxtun fjár á öruggum grundvelli. Öll viðskipti skoðuð sem einkamál. Sími 3780 KAUPHÖLLIN Hafnarstp. 23 232 KAUPSÝSLUTÍÐINDl

x

Kaupsýslutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kaupsýslutíðindi
https://timarit.is/publication/1798

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.