Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Síða 5

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Síða 5
STÚDENTABLAÐ 3 Stúdentafélag Siglu- íjarðar. Sennilega eru margir í Siglufirði, sem eigi vita, að hér er starfandi Stúdentafélag, — og út um land munu fáir vita það. Þetta er hreint ekki undarlegt, því bæði er félagið ungt og auk þess hefur það engar tiiraunir gjört til þess að vekja eftirtekt, — síður en svo. Að vísu hyggst félagið að starfa kyrrlátlega framvegis, en samttelur það eðlilegt, að kynna almenningi tilveru sína og starfsemi. Stúdentafélag Siglufjarðar var stofnað 1. desember 1938, á 20. afmælisdegi fullveldis vors. Stofn- endur voru um 20 stúdentar, allir búsettir á Siglufirði. Nú eru fé- lagar 24. Tiigangi félagsins má aðallega skipta í þrennt. 1. Að auka kynni siglfirzkra stú- denta. 2. Að vinna að þeim málefnum, er íslenzkir stúdentar láta sig varða. 3. Að eiga samstarf við stúdenta- félög annarsstaðar á landinu, á þann hátt, er tiltækilegast þykir. Til þessa hefir Stúdentafélag Siglufjarðar eingöngu sinnt fyrsta atriðinu, með því réttara þótti, að félagið öðlaðist nokkura festu, áð- ur en síðari stefnuskráratriði yrðu hafin. Síðan félagið stofnað, hefur það notað dugandi stjórnar Jóhanns Jóhannssonar cand. theol., frú Þuríðar Stefánsdóttur og Jóns Jónssonar gagnfræðaskólastjóra. Auk þess hefur félagið átt því láni að fagna, að samstarf félagsmanna hefur verið prýðilegt. Þar sem svona vel hefur tekizt til, þá telur blaðið timabært að fara að sinna öðru stefnuskráratriði sínu, að einhverju leyti. Svo sem kunnugt er, annast stúdentar hátíðahöldin í Reykjavík, 1. desember ár hvert, og gefa þá meðal annars út blað, er þeir nefna: Stúdentablaðið. Að þessu sinni ræðst félagið í að gefa út blað í tilefni af 21. af- mælisdegi fullveldis íslands og nefnir blaðið: Stúdentablað Siglu- fjarðar. Að sjálfsögðu verðurblað vort ófullkomnara en blað reyk- vískra stúdenta, — en vonandi stendar þetta til bóta. Skal það tekið fram, til málsbóta, að vér erum þeirrar skoðunar, að tæp- lega geti talizt vansalaust, að sigl- firzkir stúdentar taki engan þátt í starfsemi þeirri, er aðrir íslenzkir stúdentar hafa með höndum, þenna dag. Um hitt má vitanlega deila, hvernig þeirri þátttöku verði bezt hagað. — En hvað sem því líður, þá væntum vér þess, að Siglfirð- ingar taki viðleitni vorri með vel- vild og skilningi, því hér er um siglfirzkt menningar- og metnaðar- mál að ræða. — Þriðja sporið, sem við höfum ákveðið að stíga, er að leita sam- starfs við Stúdentafélag Akureyrar. Höfum við hugsað okkur að gjöra það á tvennan hátt, bæði með bréfaskriftum og með því, að sækja fundi þeirra, þegar hentugar ferðir falla, sem eigi taka nema 1—2 daga, — og vonum við, að stú- dentar á Akureyri gjöri okkur sömu skil. Geta félögin þannig rætt sameiginleg áhugamál sín, og ætti það að verða báðum til gagns og gleði. Takist þessar fyrirætlanir okkar siglfirzku stúdentanna vel, gæti svo farið að við yrðum þess um- komnir, að setja dálítinn stúdents- svip á 1. desember 1940, — þó bæði sé færri og Iélegri kröftum á að skipa, heldur en á Akureyri og í Reykjavík. — Að þessu marki verður samt stefnt og vonandi renna allar siglfirzkar stoðir þar undir. 1. desember er frelsis- og hátíð- isdagur allrar þjóðarinnar og á þeim degi eiga íslenzkir stúdentar að vera í fylkingarbrjósti, alstaðar sem því verður viðkomið. Að þessu sinni er Stúdentafélag Siglufjarðar eigi viðbúið, að veita hátíðahöldunum 1. desember for- stöðu, en hefir fengið sóknarprest- inn, síra Óskar Þorláksson, til þess að flytja guðsþjónustu í kirkj- unni, sem sérstaklega verðurhelg- uð fullveldisafmælinu og munu stúdentarnir allir ganga í fylkingu til kirkju, með einkennishúfur sínar. Að guðsþjónustu lokinni munu þeir ganga til sameiginlegrar kaffi- drykkju að Hótel Hvanneyri. Guðsþjónustan hefst kl. 2 e. h. H. Kristinsson. Bóndi nokkur hafði búið með ráðskonum, en haldist illa á þeim og hétu tvær þær síðustu báðar Björg. Hann gafst svo upp við ráðskonuhaldið og bjó einn um nokkurn tíma, en giftist svo allt í einu ekkju, sem átti uppkomna dóttur og fluttu þær báðar til hans. Kunningi bónda færði í tal við hann, að honum mætti bregða við og bóndi svar- aði: »0, eg held það, og það held eg, það er alltaf munur hjá sjálf- um sér að taka, eða vera sífpllt á bónbjörgum«.

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.