Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Blaðsíða 6
4
STÚDENTABLAÐ
1. d e s e m b e r.
í dag minnumst við 1. desembers.
Það er hátíðisdagur okkar. í dag
minnumst við þess, að fyrir 21 ári
fengum við viðurkennt sjálfstæði
okkar, þó með miklum takmörkunum
en mikilsverðum árangri var náð.
Þessi dagur vekur því hjá okkur
ánægju og gleði yfir því, sem náðst
hefir og vekur hjá okkur jafnframt
vonir um það, að fullkomið og ó-
skert sjálfstæði sé ekki langtfram-
undan. Til þess verðum við að
vera samtaka og samhuga um að
ná lokatakmarkinu.
Hjá því verður ekki komizt, er
minnst er á fullveldið og sjálfstæð-
ið, að minnast þess mannsins, er
grundvöllinn lagði að baráttunni
fyrir endurheimtun sjálfstæðisins,
Jóns Sigurðssonar. Hann undirbjó
jarðveginn, þó aðrir hafi skorið
upp. Hann lagði grundvöllinn að
því, sem fékkst 1918. Án hans
hefði baráttan fyrir sjálfstæðinu
án efa orðið á annan veg og lík-
legt að ekki væri enn náð því
sem náðst hefir. Hann var hinn
ókrýndi konungur landsins, Ieið-
toginn er allir fylgdu og allir
virtu. Hans verðurþví ætíð minnst,
er við minnumst sjálfstæðis okkar
og meðan þjóðin lifir. Honum var
líkaljóst, hvaða skilyrði urðu að
vera fyrir hendi, til þess að full-
komið sjálfstæði næðist, en það
var andlegt og efnalegt sjálfstæði.
Að því vann hann einnig. Hinu
fyrra með hugmyndinni um þjóð-
skólann og hinu síðara með kröf-
um sínum á hendur Dönum um
endurgreiðslu þess fjár, er þeir
höfðu með röngu innheiint á und-
angengnum öldum. Með stofnun
Háskólans 1911, á hundrað ára
afmæli Jóns Sigurðssonar, er hafin
framkvæmd þjóðskólahugmyndar-
innar og með þeim tillögum, er
liggja nú fyrir frá Háskólaráði,
má segja, ef fram nái að ganga,
að hugmynd Jóns sé komin í
framkvæmd. Það er því skilyrðis-
Iaust rétt, að að því beri að stefna.
Það er einnig liður í baráttunni
til fullkomins sjálfstæðis og full-
veldis okkar. Um hitt atriðið er
það að segja, að því er markaður
bás með sambandslögunum og er
því lögfræðilegt atriði og skal
ekki lengra farið út í það hér.
Þeirrar kynslóðar, sem nú er,
bíður mikið og vandasamt verk.
Eftir fáein ár á hún að taka end-
anlega ákvörðun um sjálfstæðis-
málið. Hvort hún vill fullkomna
verk Jóns Sigurðssonar, eða hvort
hún vill aðeins vera sjálfstæð að
nafninu til. Ég er í engum vafa
um það, hvern kostinn hún kýs.
Þann kostinn að fullkomna verk
Jóns Sigurðssonar, því að það er
sú skuld, sem við eigum honum
enn að gjalda. Og viss er eg um,
að allir sannir íslendingar munu
vera með í þeim hópnum, sem
þann kostinn vill.
Á tímum eins og þeim, sem nú
eru í heiminum, verður hver og
einn að vera á verði fyrir hags-
munum þjóðarinnur. Með því
stuðlar hann að endanlegum sigri
í sjálfstæðisbaráttunni og jafnframt
að vellíðan sinni og eftirkomend-
anna. Þess verðum við einnig vel
að gæta, því að við eigum ekki
aðeins að vinna fyrir nútíðina.held-
ur og að leggja grundvöllinn fyrir
eftirkomendurna. Til þess að ná
þessu marki, verðum við fyrst og
fremst að gerast andlega og efna-
Iega sjálfstæðir. Við megum ekki
lifa um efni fram og binda þann-
ig komandi kynslóðum bagga, er
gæti riðið þeim að fullu, en því
fylgir aftur á móti glötun sjálf-
stæðisins og tortíming undir er-
lendum yfirráðum.
Andlega sjálfstæðíð er í því
fólgið m. a., að forðast að ganga
á hönd þeim stefnum eða lífsskoð-
unum, er valda þjóðinni ófarnaði
og sameinast um það, sem til
hags er þjóðinni í heild, og láta
það bera þann ávöxt, sem allt
brotnar á, er miðar að þvi að
spilla þjóðinni.
Þetta á að vera ljóst öllum þeim,
er vilja þjóð sinni hið bezta, og
eru í þeirra hóp meginþorri allra
íslendinga. Við verðum einnig að
hafa hugfast, að orðin tóm nægja
ekki til þess að ná markinu, held-
ur framkvæmdir og athafnir. Að
þessu ber okkur að vinna og þar
leggja allir íslendingar hönd á
plóginn, stúdentar ekki siður en
aðrir, og stúdentinn mun verða að
finna í fremstu fylkingu eins og
Jón Sigurðsson, er mest og bezt
hefir fyrir hann unnið. Með víð-
sýni, festu, karlmennsku, dreng-
skap og dug Jóns Sigurðssonar í
hjarta munum við vinna fullkom-
inn sigur og krýna þann veg hið
mikla starf Jóns Sigurðssonar.
Baldur Eiríksson.
»Hann sagdi það
hann Þórður læknir, að hann
pabbi sálugi hefði verið sá hraust-
asti maður, sem hann hefði nokk-
urntíma séð. Enda mátti það segja
að hann var hraustur hann pabbi
sálugi, því að hann lá þrjár bana-
legur og varð tvisvar úti og varð
aldrei misdægurt; og svo var hann
svo góður sjómaður, að hann
drukknaði aldrei nokkurntima-.
STATUS ANNI.
Stirt er þetta stjórnarfar
stjórar og nefndir allskonar.
Ráðska í öllu og allstaðar
oftar en hitt til bölvunar.