Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Page 7

Stúdentablað Siglufjarðar - 01.12.1939, Page 7
STÚDENTABLAÐ Er Siglufjörður óbyggilegur? Allir, sem eitthvað þekkja til Sigluíjarðar, vita fyrst og. fremst, að þar er miðstöð sildarútvegs og síldarverkunar þessa lands, svo þykjast flestir vita að þar sé ærið sukksamt um síldartímann, og það svo, að hyggilegast sé fyrir þá sem annt er um scma sinn, að koma þar hverni nærri. Af þessari þekkingu mótast svo skoðun og viðhorf alls þorra lands- manna á þessum bæ. Reyndar kemur hér mikill fjöldi manna og hefir hér einhverja viðdvöl, en þeirra þekking nær ekki miklu lengra en hinna, því að flestir koma hér á þeim tíma sem sild- arvertíðin, með allan sinn ys og þys og athafnahraða. stendur yfir. Þá er bærinn yfirfullur af að- komufólki, sem er í yfirgnæfandi meiri hluta og setur sinn svip á bæinn. Þann svip og þann brag þekkja þeir og ekki annan. En menn vita að síldin fer og aðkomufólkið fer, og þá finnst þeim, að allt hljóti að verða á- kaflega autt og tómlegt á eftir, og sú hugmynd, sem menn gera sér um líf og athafnir þeirra sem eftir verða, (sem flestirhaldaraun- ar að séu miklu færri en er), verð- ur þá andstæða þess, sem þeir kynntust og í aðal dráítum sú, að þetta fólk, sem ekki fer með síld- inni, hypji sig, þegar haustar að, inn í kofa sina og sitji þar vetur- inn yfir í leiðindum og úrræða- leysi og bíði þess að síldin, lífið og fjörið komi til þeirra aftur. Út fyrir húsdyr fari þetta fólk varla, sem heldur ekki sé von, því að þangað sé ekki annað en illviðri og ófærð að sækja. Svona álit á íbúum og brag þessa bæjar hefi eg þrásinnis orð- ið var við í umtali manna um staðinn, en þó allmiklu sjaldnar í seinni tíð. Svipað hefur komið fram opinberlega, bæði í ræðu og riti, þar sem því hefur verið hald- ið fram, að Siglufjörður ætti að vera útgerðarstöð aðeins, en enginn fastur bústaður fyrir menn, því að til þess væri hann ekki hæfur vegna sólarleysis og illviðra, og auk þess vantaði hann það upp- land sem hverjum bæ væri nauð- synlegt. Svo var að skilja, að varla gæti legið annað fyrir þeim, sem hefðu verið svo léttúðugir að setjast þar að, en að verða með tímanum andlega volaðar og víta- mínsnauðar vometuskepnur, þjóð- inni íil vansæmdar og ergelsis. Ástæðurnar eru harla veigalitlar. Sólarleysi á vetrum og óstöðugt veðráttufar eru ekki svo sjaldgæf fyrirbrigði hér á iandi, að ástæða sé til að leggja niður byggð í heilli sveit þessvegna. Raunar sést hér ekki sól í 10—ll vikur í skammdeginu, en það er ekkert einsdæmi, auk þess hefur mér vitanlega aldrei verið hér á landi gerðar neinar rannsóknir á því, hvað mikið sé misst við að sjá ekki sól á lofti í nokkrar vikur, þegar hún er lægst á lofti, en samkvæmt erlendum athugunum liggur nærri að ætla það ekki áberandi mikið, a.m.k. ekki í bæj- um. Vöntun upplandsins er auð- vitað bagaleg, og veldur nokkrum erfiðleikum, en engum skorti á framleiðsluvöru sveitanna, og ef dæma má eftir þeim hraða, sem er á vegalagningunni yfir Siglu- fjarðarskarð til sambands við gott uppland, þá virðist ekki upp- landsleysi Siglufjarðar liggja for- ráðamönnum þjóðarinnar sérlega þungt á hjarta. Nú mætti ætla, að málsmetandi menn héldu ekki slíkum skoðun- um á lofti, ef þeir hefðu ekki aðrar ástæður til en illviðri og sölaríeysi, og kynni reynslan að sanna þeirra mál, þótt forsendurn- ar séu rangar. Svo lengi hefir fólk búið hér, að óheilnæmi staðarins, ef áber- andi væri, ætti að vera farin að segja til sín í heilsufarinu, með aukinni kvillasemi almennt, vax- andi manndauða og aukningu þeirra sjúkdóma, sem kunnir eru að því að standa í nánu sambandi við illa aðbúð, svo sem berkla- veiki. Til athugunar á þessu er varla — fyrir utan persónulegan kunn- leika, sem eg tek ekki tillit til hér — í annað hús að venda en heil- brigðisskýrslur landsins, svo og prestþjónustubækur staðarins. Eg hef nú rannsakað þetta fyrir 8 árin 1929—’36. Að eg hefi ekki tekið fleiri ár en þetta, sem þó hefði verið æskilegt, stafar af því, að fyrir 1929 eru skýrslur ekki aðgengilegar í þessu skyni, en skýrslur ekki komnar út nema til ársins 1936. Þessi athugun hefir leitt i ljós, að meðal dánartala hér þessi ár (10,9 °/00) hefir verið ívið lægri en meðal dánartala fyrir allt landið á sama tíma (11,2 °/oo)- Aftur á móti hefir dánartala ungbarna á fyrsta ári (57,8 °/o0) verið hér nokk- uð hærri en landsins í heild (49,2 o/oo), en barnkoma hefir líka verið hér um þriðjungi meiri en á landinu í heild (23,7 °/0Q). Samkvæmt heilbrigðisskýrslun- um, sem að vísu eru ekki áreið- anleg heimild hvað þetta snertir, hefir almenn kvillasemi, á þessum sömu árum, verið hér (ein sýking á 3,6 íbúa) mjög svipuð og á Ak- ureyri (ein á 3,7) og minni en í Reykjavík (ein á 3,1). En ekkert

x

Stúdentablað Siglufjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablað Siglufjarðar
https://timarit.is/publication/1802

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.